21 Sept 2008

Færsla númer 177

Það er með söknuði og trega að ég kveð þetta vefsvæði. Ég hef ákveðið að flytja annað og nú má nálgast fréttir af Félagsbúinu á þessari slóð www.felagsbuid.nittadesign.org

Þar liggur þá pistill dagsins. Er nokkur þörf á því að fara að grenja yfir þessum umsviptingum?

Ps: ég leiðrétti allar stafsetningarvillur þar síðar, klukkan er kannski rétt rúmleag ellefu hjá ykkur en hún er sko að nálgast hálftvö hjá mér..

17 Sept 2008

Ái

Það er Ásdís Iða sem á afmæli í dag. Hún er 3 ára. Er ekki merkilegt hvað tíminn líður hratt?


Þarna eru þær mæðgur í einhverju ferðalaginu. Ég veit nú svosem ekkihverskonar hættuspil þau spila þarna á Hafnarfjarðarvöllunum að láta krakkann standa útum gluggann þegar það er verið í bíl...


Og þarna eru þær frænkur síðan Sunneva var ættleidd af þeim í sumar. Hún var víst frekar dugleg að passa, sérlega á bílferðum.

Af okkur er jú allt gott að frétta. Skólar ganga vel og Gvendi er farinn að fá heimavinnu svo þetta er allt að skella á varðandi það. Gerist sem betur fer mjööög hægt og rólega, það er eins gott því við eigum í basli með að láta þetta ganga upp án þess að þurfa að muna að láta hann eða annan en sjálfan sig læra heima. Ég minni á að það er ekki af leitilífi sem okkur finnst við ekki hafa tíma til að muna eitt eða neitt, hér er ræs rétt uppúr 6 á morgnana, stundum fyrr, fer eftir því hvenær vekjaraklukkan kemst í gegnum drauminn og það er síðan ekki slakað á aftur fyrr en við förum að sofa milli miðnættis og eitt.
Sellótímarnir eru skemmtilegir og það er nú að koma hjá mér að koma hljóði úr þessu stóra hljóðfæri. Mér er að vísu dúndur illt í þumalputtanum því hann heldur við bogann undir og stingst inní á horninu á þumlinum, við nöglina.
Flautan gengur líka vel og það er frábært að vera aftur komin í Blæserensemblet. Ballettinn hjá Sunnevu gengur líka vel, eða það held ég amk, ég fæ náttúrulega ekki að vera neitt inni til að glápa svo ég sit frammi og les námsbækur eða kjafta við Helgu t.d. Fótboltinn hjá Gumma gengur líka vel og var hann að keppa áðan. Ég fékk mynd af honum senda í símann minn áðan frá Bóndanum, ég þarf að finna út hvernig á að koma henni í tölvuna..


15 Sept 2008

Mæði

Verið þolinmóð lömbin mín... ég er við að uppgötva tilgang lífsins...hO Ho

11 Sept 2008

Undarlegar venjur Danans

Um daginn þegar ég var að hjóla heim úr skólanum hjólaði ég sem fyrr í gegnum miðbæ Kaupmannahafnar. Það er alltaf jafn sjarmerandi finnst mér. Það sem var hinsvegar hálf furðulegt við þessa ferð var að fyrirtæki sem selur nautakjöt, eða verkar það og selur, veit ekki alveg, var með svona kynningu á miðju Kultorvinu. Þau voru með allskonar nautakjöt, skorið svona og hinsegin og þið vitið, lundir, lendur, lindir og aðra fína vöðva, hehe. Furðulega var að fyrirtækið hafði flutt eitt stykki naut með sér oní miðbæ. Nautið var náttúrulega ekkert lítið. Er ekki pínulítið kaldhæðnislegt að sýna hrátt niðurskorði nautakjöt og lifandi naut hlið við hlið?? Og elda svo kjötið fyrir framan eymingjans nautið..

Þetta er hinsvegar kápan á bók sem Bóndinn fékk í skólanum. Þetta er vörubæklingur. Bókin er um 10cm á þykkt, ekkert smá flykki. Þið veitið því athygli að kokkurinn heldur á tveimur hnífum...
Og þetta er kápan á verðlistanum sem fylgir vörulistanum. Mér finnst þetta dreeeeep fyndið. Eymingja kokkukrinn. Þetta jafnar alveg út það sem mér fannst um nautið sem mátti horfa uppá vin sinn steiktan.Svo er hér mynd sem Bóndinn tók af svölunum okkar í gærkvöldi. Það má segja að hér sé farið að dimma töluvert. Altsvo, það er farið að dimma bara um átta leytið. Myndin er geggjuð finnst mér. Er hún ekki dulúðug? Og í leiðinni töfrandi eða spennandi eða hvernig ætti eiginlega að lýsa þessu. Þú ættir að smella á hana og sjá hana stærri. Hann gerði tilraun og setti myndavélina á fót undan sjónaukanum sem hann fann í fyrra í vinnunni á Kastrupvej.

Annars er hér allt þokkalegt að frétta. Ég uppgötvaði gott vöðvakrem sem heitir Tiger balm. Það er súper. Gummi er alveg að detta í að getað lesið. Ég hef verið að biðja hann að lesa á hin ýmsu skilti. Umferðaskilti og svoleiðis, það hefur gengið bara vel. Sunneva sönglar stafrófið, á dönsku naturligt. Hún kom heim í dag búin að krota með kúlupenna einn blett á nefið á sér og nokkur veiðihár. Ég spurði hvort hún hefði gert þetta sjálf. Hún svaraði að hún og Adam litli væru alltaf að lave ballade...sem útleggst þannig: hún og einhver lítill tittur eru alltaf að prakkarast. Sindri sæti er líka í því að tala. Ef ég tala við hann á dönsku þá svara hann á dönsku, ef ég tala við hann á íslensku...þá svarar hann á dönsku.

Svo las ég bók í kvöld fyrir þau. Hún var um Andrés Önd og Ripp, Rapp og Rupp og þeir fengu sér hundruði hænsna og ætluðu svoleiðis á græða á tá og fingri. Einn partur sögunnar er um að Andrés gefur hænunum svo mikið vítamín að þær byrja að bólgna út og missa fiðrið. Fiðrið safnast saman í því líka hauga og að lokum verða þeir frændur að skúbba því fram af hæðinni sem þeir eru með hænsnabúið á. Hræddir bæjarbúar, væntanlega allir nærsýnir, töldu þetta hvíta vera snjó og hlupu til og byrjuðu að tjarga þökin sín, síðan með mjög svo óvæntum fiður í setningum. Gummi spurði afhverju fólkið tjargaði þökin sín og ég sagði að það væri til þess að þétta þökin, svo rigning og snjór kæmi ekki í gegn...þá spurði hann hvort amma Lóa þyrfti líka að gera þetta..ekki veit ég afhverju amma Lóa er eina manneskjan sem mögulega hefði komið til greina, sem þyrfti að tjarga þakið hjá sér..

8 Sept 2008

Erfiðara en ég hélt

Afhverju er þetta erfiðara en síðasta önn?? Hafði ég það alltof gott í sumar? Það hefur komið í ljós að það má aldrei slaka á heilanum. Ef ég slaka á heilanum þá gleymist íþróttapokinn, nestið, að það eigi að gefa bangsa og blýant til fátækra, fara á foreldrafund,loppemarkað og þar frameftir götum.

Það var loppemarkaður hjá bekknum hans Gumma á laugardaginn var. Það var til styrktar bekknum,þ.e þau ætla að safna fé til að gera e-h skemmtilegt saman. Ég svosem veit ekki hvað seldist fyrir mikið en börnin gáfu dót og sumir verðmerktu og aðrir stóðu og seldu.

Við flæktumst um á loppemarkaðnum og sáum svosem fullt af dóti sem okkur dauðlangaði í en svo af einhverjum undraverðum ástæðum þá gleymdum við að kaupa nokkuð af því. Það var margt sniðugt, kollar í eldhúsið þar sem við eigum ekki nógu marga stóla fyrir alla félagsbús meðlimi, ljósakróna í staðin fyrir þá sem brotnaði þegar Bóndinn hamaðist með krökkunum í púðaslag (NB. ég sagði þeim svona tuttugusinnum að hætta því, með venjulegri rödd, aðeins hvassari rödd, gargaði og öskraði svo á Bóndann einan því þau hin voru farin að grenja undan mér, það getur verið erfitt að buga hann...) Svo voru þarna kasettur með dönskkum lögum og ævintýrum sem ég hefði viljað festa kaup á.

Á föstudaginn fór ég svo að grenja úr vonsku og reiði og það í skólanum. Það er svoleiðis þegar maður er ON allan sólarhringinn alla sólarhringa, þá má oft ekkert gerast þá spilaborgin bara hrunin. Kellllingar beygggGla frá e-h skíta fyrirtæki sem við skiptum við hringdi því í hennar bókum stendur að ég sé ekki búin að greiða það sem ég átti að greiða... ég fer ekki nánar út í þá sögu hér en í stuttu máli sakaði hún mig um að hafa ekki borgað á réttum tíma, að ég hefði aldrei haft samband við þau, hún hefði það jú skrifað hjá sér, að ég hefði aldrei sent þeim tölvupóst og svo sagði hún mig bara vera lygara og fleira. Jáhh...ég sat s.s og grenjaði í skólanum, vorkenndi mér svo frameftir degi og eyddi svo tveim tímum í að skrifa þriggja síðnalangt kvörtunarbréf með 9 viðleggjum (skjöl sem maður leggur við svona bréf..). Þetta bréf hyggst ég senda annað hvort í þetta fyrirtæki eða til Forbrugs fyrirtækið, sem verndar kúnnann. Merkilega við þetta er að það kom í ljós á þessari forbrugs síðu að umrætt fyrirtæki hefði ekki hreint pokahorn..það verður forvitnilegt að sjá hvar þetta endar.

Mig langaði fyrir 2 tímum að fara uppí rúm og sofa. Ég var að vísu ekki komin heim, hehe, en afhverju ég er ekki enn farin uppí veit ég ekki:) Jú, því mér þykir vænt um ykkur og langar til að segja ykkur fréttir hér á þessari ágætu rás.

Annars..gleðifréttirnar eru að Bóndinn fór fyrsta daginn í skólann í dag. Honum líst bara vel á. Hann yrði náttúrulega að skrifa hér sjálfur hvenrig það var nákvæmlega því ekki fór ég og hélt í höndina á honum á meðan, hehe.

Þá verður spennandi að sjá hvenrig það hefst að samræma það að við séum bæði að læra, vúff.

Enn annað er að hin ágæta systir vor Ása í Hálöndum var að útskrifast frá Bifröst á laugardaginn, við óskum henni og hennar fjölskyldu, s.s okkur..hehe, innilega til hamingju með áfangan.
Í sömu útskrift var líka Aldís vinkona mín og medarbejder, hún hélt ræðu með sóma og fékk síðan verðlaun fyrir að vera hæst. Og fleiri sem ég kannast við útskrifuðust líka og þeir fá líka hamingju óskir. En ég verð að telja það svolítið merkilegt og eiginlega að ég fyllist öryggiskennd að þekkja svona gáfað fólk eins og Aldísi og Ásu, ég gæti nefnilega þurft á þeim að halda þegar lögreglan kemur og handtekur mig fyrir að hafa skrifað harðort kvörtunarbréf til kúkalabba starfsgeggjunarinnar sem starfar við það að hringja í fólk og vera svo þver að það er ekki hugsandi að hún eigi mann eða hafi verið við svoleiðs kennd..enginn kæmist náttúrulega til þess að skvera sér uppá svoleiðis þurrkunntu, eingöngu vegna færðar bíst ég við....já, ég er ill þessa dagana..mjög ill meira að segja.

4 Sept 2008

Sellóið

Já svei mér. Ég er búin að búa til á A3 blaði vikuplan fyrir næstu tvær vikur. Það er sett upp með marglituðum post-it miðum hvar hver og hvað hann er að gera hvenær er sýnt, sem ég síðan skipti út og set aftur tvær vikur þegar þessar eru liðnar. Og við bjuggum til matarplan líka, erum við ekki óð? Það er hinsvegar spurning hvort okkur tekst að fylgja þessum plönum, ég hef gert marga lista og mörg plön en kannski ekki síðan fylgt þeim og allt hefur farið til fjandans.

Það er þá flauta á mánudögum, bæði einkatímarnir og Blæserensemblet. Í vetur verður einhver norrænn tónverka vetur og byrjum við á dönskum, svo var eitt með norskum og svo sagðist hún ætla að finna eitthvað með sænskum, veit hún ekki að Ísland er líka eitt af norðurlöndunum???

Þá er selló á þriðjudögum. Það var nú meira. Hafiði ekki kynnst fólki sem tekur þéttingsfast í hendina á ykkur (ekkert að því , þoli ekki lausheilsara reyndar) og heldur svo bara endalaust í hendina. Þegar maður heilsar tekur maður í hendina og gerir uþb þrisvar niður eða einusinni fast og ákveðið. Svo sleppir maður og setur hendurnar í vasann eða á mjöðmina eða í aðra vandræðalega stöðu, maður heilsar jú ekki fólki sem maður þekkir vel og þarf þar af leiðandi ekki að vera vandræðalegur.
Selló kennarinn sem heitir Thomas hélt og hélt í hendina, ég vissi eiginlega ekkert hvert ég ætlaði. Þá hófst leit í skólanum að sellói og kom það loks í ljós inní einum skápnum og það er gamalt og notað og lyktar þannig líka, frábært semsagt. Sellóið er stórt, eiginlega stærra en ég hafði haldið, ég hef jú aldrei snert selló fyrr. Og ég fékk að læra hvernig á að halda á boganum og sitja við spilun og það á ég að æfa heima. Hlakka til að geta farið að spila af alvöru.

Svo stofnaði ég hljómsveit. Það vita það reyndar ekki alveg allir meðlimir held ég, þetta var svona einstaklings ákvörðun og ég var einstaklingurinn sem ákvað. En ég bíst við að þetta verði rætt hér eftir skammastund á PHG 5, hjá AB. Ég held að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem ég stofna hljómsveit, en eins og með plönin þá hef ég ekki enn komist í að framkvæma fyrstu æfingu. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta fer..hehe.

Annars er allt að fara á fúll svíng í skólanum núna. Og Þorvi byrjar á mánudaginn. Þannig að ég held að við verðum að fá oss au per, einhver??

31 Aug 2008

Skipuleggja

Ég skrifa ekkert hér aftur fyrr en ég er búin að skipuleggja önnina út í hörgul. Tímataflan er að verða tilbúin, skólinn, flautan, sellóið (já..hehe, verður það ekki gaman), hvenær hvaða barn er í íþróttum, hvenær hvaða foreldri fer á hvaða foreldrafund hjá hvaða barni, hvenær hver er í hvaða íþróttum og svo fær Bóndi væntanlega stundaskrá líka... oooog svo erða hvenær á að læra, hvenær á að vinna í Norðanátt (let me tell you, það er ekki lítið á döfinni þar) og hvenær á að æfa sig, hvenær á að sinna börnum, hvenær á að sinna manni, hvenær og hver á að sinna mér hvar ..hvenær á að vinna vinnuna sína já sei sei, það væri lygi ef ég segði að mér finnist þetta ekki vera pínulítið yfirþyrmandi þegar ég er búin að setja þetta svona upp..jibbíkóla skohh..

Ég er samt að vinna í því að koma þessu á koppinn, þetta er allt spurning um að skipuleggja og skipuleggja svo skipulagið með skipulagningu.

Eins og ég segi, ég blogga aftur þegar ég hef sett það í stundaskrána hehe, vonandi samt bara eftir tvo daga eða svoleiðis, ég ætlaði að vera búin að gera öll plön núna en svo var bara sólbaðsveður, þannig að því miður eyddi ég tíma mínum á ströndinni, á svölunum, í búðunum, með AB (Aldísi og Brynjari), með familíunni minni að sjálfsögðu og þannig er þaðnú.

Óver..

27 Aug 2008

Afmæli mÖmmu Lóu er í dag

Já, mér áskotnaðist sá heiður að eiga nöfnu í Gröf sem er tilbúin til að spreða tíma sínum í mig..myndi segja "spreða tíma sínum í mig..hina aumu sál" (sagt með væluvorkennistón) en þar sem ég veit að ég er ekkert aum þá verð ég náttúrulega að segja að hún sé til í að spreða tíma sínum í svo verðugt verkefni eins og að þjóna mér (hinni dásamlegu) með myndir af mÖmmu Lóu. Þær pósta ég að sjálfsögðu í tilefni af því að mAmma Lóa fagnar jú afmælisdegi í dag. Það eru að sjálfsögðu ekki bara við hér í Köbbben sem fögnum þessum áfanga heldur hefur svoleiðis fólk safnast saman í miðju Reykjavíkur til að fagna afmælinu hennar mÖmmu Lóu. Meira að segja Páll Óskar söng kærleiks söng og það komu rútur með veifandi mönnum og æstur múgurinn féll næstum í yfirlið.. Á myndinni að ofan eru mAmma Lóa og Guðmundur Bróðir á jólunum að ég vænti á Auðunnarstöðum.
Þarna eru þau systkin á gamla Blakk, það sést að vísu ekkert mikið í mÖmmu og mér verður spurn hvað séu eiginlega mörg ár á milli hennar og Guðmundar Bróður?
Ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að mAmma Lóa hafi líka verið unglingur í eina tíð. Mér finnst frábært hvað Þorvaldur er stundum líkur henni. Stundum er það alveg lygilegt.
Sjáiði hvað kjóllinn sem hún er í er flottur og þetta er tekið í Júlí 1964. Ég veit líka alveg hvernig Sindri verður þegar hann verður eldri, þá í framan.

Og þarna er Dúkka með. Þessi dúkka er ennþá til og hafa mín börn leikið sér að henni í mörgum af þeim dásamlegu ferðum sem við höfum farið og þau ein með mÖmmu Lóu útá Auðunnarstaði.

Við óskum þér, mAmma Lóa svo mikið til hamingju með daginn. Söknum þín alveg ótrúlega mikið, það er alveg annanhvern dag sem Sindri segir , Ha amma??? og þá segi ég "á Íslandi" og þá segir hann...neeeee, amma kooooma.

Afæmlis og lukkukveðjur héðan.

23 Aug 2008

Handbolti en ekki hvað

Hér á heimili er Bóndinn bara frá af tilhlökkun eftir úrslita leiknum í handboltanum. Það lýsir sér þannig að hann segir ekki orð allan daginn og ráfar meira um en venjulega. Hehe, en hér verður risið úr rekkju til að glápa á boltann að sjálfsögðu.

Annars fór ég á lífið í gær. Það er ekki í fyrsta skipti sem ég fæ staðgengil til að gegna starfi Bóndans þegar ég fer út að skemmta mér. Í þetta skiptið ákvað ég að ráða Brynjar sem er hér í heimsókn. Auðvitað nota ég hann fyrst hann er hér hvort sem er. Við fórum til Aldísar og Brynjars til að byrja með. Þá fórum við á pöbbarölt (alltaf svo glatað orð eitthvað) og við komum heim undir morgun. Þegar við vorum á leiðinni heim byrjaði að rigna, það var um kl 6 eða svo í morgun og það hefur bara ekki stytt upp síðan. Við vorum gegndrepa gersamlega..þvílíkt og annað eins. Og þvotturinn varð svo blautur að þvottagrindin var alveg að sligast.

Það var meira að segja það mikil demba að krakkarnir voru ekki send út að leika sér. Það endaði nú samt með því að ég fór með þau út eftir kvöldmat, gallaði alla í gúmmí og við fleygðumst út. Það var hressandi fyrir minn þunna kropp og fyrir þau því þau voru að spila út. Sérstaklega Hitt fíbblið. Það var bara ekkert lát á bröndurunum sem hún reytti af sér, þess á milli tók hún duglega í strákana sem máttu eiga fótum sínum fjör að launa..Sindri amk, en Gummi náttúrulega tók í hana á móti bara. Þau voru eldrauð og sveitt og alveg geggjuð. Þannig það var eiginlega ekki annað í myndinni en að þau færu út. Ég lét þau meira að segja hlaupa hringinn í garðinu..hehe.

Þegar við komum inn fengum við nammi í skál og popp og spiluðum Lúdó. Það var ágætt. Ég man alltaf eftir slönguspilinu sem var aftaná Lúdóinu mínu síðan ég var krakki. Það var skemmtilegt spil.

Þannig fór þessi laugardagur bara í akkúrat ekki neitt að viti. Það er ágætt svona einstaka sinnum.

21 Aug 2008

Sunneva skólastelpa

Fyrsti dagurin hjá Sunnevu í skólanum fór geisilega vel.Að gera sig tilbúna. Hún var frekar spennt
Og við þurftum að stilla böndin á töskunni svo hún myndi ekki bara detta af á leðinni. Og þau bæði voru mjög spennt. Mikið að gerast. Nú er þetta fyrir alvöru að byrja hjá Gumma. Það er ekki eins og heima á Íslandi hvernig námið er uppbyggt hér. Í börnehaveklassen eru þau mikið að læra gegnum leik og svoleiðis og með því að fara og upplifa hlutina en í 1.bekk er bara komin lestrarbók og allt. Það er ekki laust við að Gvenda finnist hann vera orðinn pínu fullorðinn. Svo byrjaði hann á fótbolta æfingum í dag.Svo fóru þau að fíbblast aðeins




Sunneva fór svo líka í ballett tímann í gær. Þar dansaði hún ballett eins og hún lifandi gat. Kennarinn er amerísk en kennir á dönsku, talar svipaða dönsku og ég, hehe. En Sunnevu fannst æði og ætlar pottþétt aftur. Ég veit það ekki, það er krafist svo mikils oft..úff... Nú þurfa þau þegar það eru íþróttir að koma með leikfimisföt, sem er náttúrulega ekkert undarlegt en þau þurfa líka að hafa skó. Þannig að nú þarf skóbúnaðurinn á þeim að vera svona: Stígvél, kuldaskór (nema ég noti "ullarsokkur í stígvéli" aðferðina til sparnaðar), strigaskór (því það er jú ekki kominn vetur eða neitt), inniskór á frítíðs, inniskór í bekkinn, takkaskór/ballett skór og svo er það allur klæðnaðurinn líka. HVer sagði að manneskjur yrðu að ganga í fötum. Eigum við ekki að taka það bara upp hjá okkur öll saman að vera bara allsber og ekki í neinum skóm? Það yrði auðvitað að vera meira bannað en það er að hrækja tyggjói á götuna þá. Sæuð fyrir ykkur ef krakkarnir yrðu þreytt og myndu setjast beint í tyggjóklessu.

Annars fór ég í blóðprufu í dag á Hvidovre hospital. Það er svipað og heima, maður fer til læknis og er svo sendur á biðstofu á rannsóknarstofunni þar sem blóðið er tekið. Mikil ósköp. Þetta á svo illa við mig, ég var næstum farin að grenja það passar svo illa saman fyrir mig að vera inni í svona húsi. Bróðurpartur fjölskyldu minnar mun aldrei skilja þessa tilfinningu enda næstum allar hjúkkur, hehe. Þarna voru sem sagt um það bil 40 manns á biðstofu. Fyrst þeir voru þarna þá er bókað mál að það er eitthvað að þeim. Hvað er náttúrulega ekki vitað en mér finnst að á svona stofum eigi allir að vera í geimbúning til að vera viss um að smita engan í kringum sig. Svo andaði fólkið fyrir aftan mig, andfúlum veikinda andadrætti, í hálsmálið á mér og svo kumraði og heyrðist mjööög annarleg hljóð frá eldra fólkinu. Ein kona var eins og hún væri að berjast við að missa ekki andann í hverjum andadrætti. Ég var gríðarlega fegin þegar ég sá hversu hratt þetta gekk, enda voru líka alveg 10 herbergi og það hentust út hjúkkur eins og gaukar í klukku og görguðu númerin upp. Þegar ég kom í herbergið síðan voru tveir "blóðtöku" stólar í hverju herbergi. Þannig að ég þurfti í þettað skiptið að lesa mér til huggunar meðan tappað var af mér. Ég er vön að glápa bara í hina áttina en þar sat núna kona sem líka var að láta tappa af sér.

Síðasti frí dagurinn er á morgun. Á föstudaginn fer ég á námskeið í tengslum við vinnuna sem ég fékk í skólanum og svo er það bara skóli á mánudaginn. Það er ágætt bara. Sindri orðinn grútleiður að hanga hér með okkur allan daginn. En svona er það nú :)

18 Aug 2008

Fyrsti skóladagurinn í 1.x

Fyrsti skóladagurinn hjá Gvenda fór bara mjög vel. Bara stuttur. Kennararnir sem heita Pia, Lars og Gorm buðu krakkana velkomna með smá ræðu um hvað yrði gaman. Svo fór Pia að tala um fiðrildi í maganum, þegar maður verður spenntur eða þið vitið. Svo dró hún upp fiðrildi innan úr smekkbuxunum sem hún var í sem á stendur nafn allra barnanna. Alveg frábært, krakkarnir voru strax hugfangnir.
Hér er Gvendi að skrifa einhver ósköp eða lita eitthvað. Hann er við hliðina á þerri í appelsínugula.
Og Hrafn lenti með honum í bekk. Þvílík tilhlökkun. Gummi spurði örugglega þúsund sinnum, kemur Hrafn á morgun, kemur hann?? kemur hann?? Og þarna er hann á sínu borði eitthvað að athuga töskuna sína. Duglegir strákar.

17 Aug 2008

Helgi


Hér er allt á suðupunkti. Eða þannig. Það er alveg að fara að gerast veturinn og allt hið dásamlega (ég tel ekki upp hið ódásamlega) sem fylgir vetrinum. Til dæmis er það sem mér finnst skemmtilegt þegar hausta tekur er að það fara að vera ávextir útum allar götur borgar og enn meira í skóginum. Epli, perur, plómur grjótharðar og fleira náttúrulegt góðgæti. Og það má segja að svona "heimaræktuð" epli séu farin að sjást aðeins í stórmörkuðunum. Þau eru mikið minni heldur en þau sem fást venjulega. Ég keypti einn poka af svoleiðis á föstudaginn. Svo var ég eitthvað að skera þau á laugardaginn og þau voru alveg hvít að innan og alveg frábærlega falleg, svo ég tók myndir af þeim, þarna uppi er ein.
Og hér er önnur. Og svo kom Sindri og rændi mig myndefninu:
En það er langt frá því að vera komið haust hér sko. Til að mynda fórum við börnin á ströndina í gær. Nú þegar við erum flutt tekur það nú bara 5 mín að hjóla þangað. Það er geðveikt. Við hrúguðumst í Christianiu hjólið og þutum af stað. Höfðum að vísu tilkynnt komu okkar á ströndina í höfuðstöðvar AB (Aldísar og Brynjars) þannig að Aldís og Hrafn komu líka. Börnin léku sér í sandinum, mokuðu skurði og veiddu að mig minnir að hafi verið komið uppí 24 síli (eða voru þetta bara litlir sjóánamaðkar..oj). Við með brjóstin neituðum harðlega að þeir hálf fermdu kæmu heim með sílin og geymdu þau þar. OJ. Þegar við svo vorum orðin steikt, eða við Aldís vorum steiktar því við sátum í skjóli með fésið í sólina en börnin voru í ísköldum sjónum með vindinn í bakið, brunuðum við heim. Þar voru þeir félagar í BB (Bóndinn og Brynjar) en þeir voru að glápa á handbolta. Við heyrðum að fleiri í húsinu voru að horfa á þegar við renndum í hlað. Það heyrðust svona..Ujjj, noooojjj, voooooóó..af og til innan úr íbúðunum, allir með opið út náttúrulega í þessum hita. Aldís þrumaði uppí rjáfur til að ná afgangnum og ég fylgdi Sindra upp. Svo um kvöldið átum við mat að hætti Bóndans sem er ávalt góður og því við eigum svona heppileg börn þá gátum við spilað kana frameftir kvöldi og það var eins og við hefðum gefið þeim einhver lyf..þau þó að klukkan væri hálf ellefu eða eitthvað tóku til í herberginu..óbeðin. Ótrúlegt.
Í dag erum við svo löt að ég hef ekki farið út fyrir íbúðina, nema útá svalir. Það er e-h að mér á morgnana og ég er komin upp klukkan hálfsjö. Var síðan svo mikið í tölvunni að ég þurfti að leggja mig og svaf í tvo tíma. Þá fór Sindri ekkert í föt..var á bleiunni í allan dag..hvernig fólk erum við eiginlega???

Svo dregur til tíðinda. Hér í Danó fer allt hægt af stað og er allt saman mjög vel undirbúið einhvernveginn. Í síðustu viku hringdu tónlistakennararnir og tilkynntu hvaða tíma ég hafði fengið. Nú lítur út fyrir að mánudagar séu hinir stóru tóndagar. Svo byrjar 1.x á morgun stundvíslega kl. 8. Það er búið að taka til í og þvo skólatöskuna viðeigandi. Þá byrjar 0.y á þriðjudaginn og ekki er minni spenna þar á bæ, Sunneva fékk frábæra Brats skólatösku. Sama dag byrjar hún í ballett. Og Gvendi hefur hætt við að ætla að verða breikari, nú ætlar hann að fara í fótbolta eins og hefur oftast verið talað um að gera, hann hefur bara fengið svona skammhlaup..ekki veit ég hvaðan það kemur.

Vonandi næ ég síðan líka að láta þau læra að synda í vetur. Sjáum til hvernig það fer.
Svo er eitt spennó hjá Bónda sem ekki er hægt að útvarpa á netinu, eða ætti ég að segja netvarpa, strax. Ég er allavega rífandi spennt yfir því.

Á föstudaginn fer ég svo uppí skóla á eitthvað námskeið sem tengist vinnunni sem ég fékk í skólanum, veit ekkert hvað á að fara fram á því. Og svo byrjar skólinn daginn eftir. Og tónó byrjar 1.sept.
Eretta ekki spennandi?? Það finnst mér.

Nokkrar myndir úr strandferð

15 Aug 2008

Símon

Við erum loksins orðin almennilega tengd við umheimin. Nú er hægt að lesa fréttir af okkur hér á síðunni, senda okkur villt og galið sms og hringja í íslenska símann. Þið eruð með númerið. Það má nú varla minna vera. Ég fékk nú samt sendibréf í dag. Það var límt fast á nammi pakka frá systur minni. Það var frábært. Ég settist strax við skriftir og má hún eiga von á ritgerð þegar ég man eftir því að fara með bréfið í póst.

Hér er allt við það rólega þó ég hafi þurft að þvo ótrúlega mikinn þvott í dag, mamma veit hvað ég er að meina..hehe. Ég hef alveg verið í því að spreyja sótthreinsandi um allar trissur.

Ég þori varla að segja það en það er engin mygga búin að sjást hérna eins og í fyrra. Það er frekar furðulegt því það var svo geðððveikt mikið af þeim þá. Kannski hefur ekki rignt nógu mikið. Það er þó spáð rigningu eiginlega út ágúst að mér sýnist, ég var alveg að vona að ég hefði tækifæri á einum góðum strand degi og nokkrum svalasólböðum.

Á mánudaginn byrjar svo ballið. Gummi byrjar þá í skólanum, Sunneva daginn eftir og svo við Sindri mánudaginn eftir viku. Já, þetta verður örugglega frábær vetur :)

14 Aug 2008

Rjáfrið

Nú er komið að því að ég standi mína pligt sem ritstjóri Félagsbúsins. Ég ætlaði sko að bíða þar til ég væri ALVEG búin að pakka upp og gera vort heimili eins flott og það getur verið, og þá taka myndir til að pósta hér á veraldarvefnum. Ég tók alveg til í herbergjum í dag fyrir myndatökuna en þá gerði þetta:
Þetta er hoppukastali gerður úr öllum púðunum í húsinu. Og svo flugu þau hvert á fætur öðru úr kojunum, nema Sindri, hann veit að hann á ekki að þvælast í háloftunum. Þau voru öll eldrauð í framan og sveitt þegar ég stöðvaði þennan hættu leik..það var eftir að ég hafði vaskað upp, sópað gólfið, þvegið eldhúsborðið, hengt upp þvottinn og æft mig á flautuna alveg í friði..múheheheh.
Og ég, til að róa lýðinn, setti á angurværa tónlist af disknum Pottþétt Vitund. Þá braust út í liðinu þvílík dansgleði. Sindri hermdi eftir systur sinni sem stökk strax í ballett pilsið, sem reyndar var partur af búning því hún var jú Bratz á öskudaginn. Það er gaman að sjá hana því hún ætlar að fara í ballett tíma á þriðjudögum í vetur.
Sem sagt séð yfir stofuna. Þar er voooðalega gott að vera, undir súð og allt. Frábært þegar rignir.
Og yfir eldhúsið, eða borðkrókinn öllu heldur. Eldhúsið er eins og ég var búin að segja, nýja ástmey Bóndans. Hann fékk nú bara standpínu þegar hann sá reykháfinn eða hvða þetta er...viftuna, það er ljós í henni og allt.
Minn ruslahaugur. Það verður seint eða jafnvel aldrei sagt um mig að það sé hreint á skrifborðinu mínu. Samt er ég búin að ljúga því í skólanum að það sé alltaf öllu uppraðað...ég veit ekki hreinlega afhverju mér fannst ég þurfa það. En staðsetningin í íbúðinni er góð, enda valdi ég hana.
Höll Örverpisins. Örverpið verður alltaf að vera inni hjá okkur. Fær örugglega aldrei sér herbergi. Enda finnst honum jú best að skóbbla annaðhvort móður eða föður úr rúmi vor og liggja þar sjálfur á ská, þvert eða öfugt með alla arma út breidda. Hann er nú alveg met blessaður. Þrumaði framhjá altarinu sem stóð opið, urraði eitthvað og smellti hurðinni aftur. Það lærir sem fyrir þeim er haft..
Og síðast en ekki síst er það vistarverur Prinsins og Hins Fíbblsins. Hún er í rúminu sem er ...það er engin leið að lýsa því..þau eru bæði við veggin og myndin þannig að hvorugt þeirra er innar..eða til vinstri eða hægri..eða hvað..jú, rúmið sem er til hægri, ekki með boltanum undir..ÖÖÖ. Og hann er þá í hinu rúminu. Þarna undir eru skrifborðin þeirra eins og sjá má og ákvað ég að hengja smávegis gardínu þarna á milli borðanna svo þau ættu smá næði. Það er alveg byrjað að röfla um að langa í sér herbergi. Við horfðum á Euro Sport sjónvarpsstöðina um daginn og á var Breikdans keppni. Gvendi varð alveg heillaður og er að spá í að læra breikdans, þau verða s.s al dansandi eftir veturinn. Svo langar mig að þau læri að synda, glatað að vera ósyndur.

Og nýji tölvupósturinn minn er nitta@youmail.dk, en ekki .com eins og ég var svo snilldarlega búin að senda allri símaskránni minni..úffff

12 Aug 2008

Uppí rjáfri

Félagsbúsmeðlimir hafa nú komið sér þokkalega fyrir uppí rjáfri á Englandsvej 38D á Amager í Kaupmannahöfn. Þetta er geisilega fín íbúð að mér finnst. Ég á alveg eftir að taka myndir, enda er ekki allt komið á sinn stað ennþá, það er í vinnslu. Það var allt gróflega komið upp þegar Bóndinn mætti heim úr útlegðinni í Fljótshlíðinni. Hann og Sunneva komu á miðvikudagskvöldi heim og það fyrsta sem hún sagði við mig var "varstu að kaupa þetta?" því Sindri sat í einhverri kerrudruslu sem ég hafði keypt meðan ég var Christianiu hjóls laus og hjálparhellnalaus (Bóndi og börn). Henni var skítsama þó ástkær móðir hennar, sem ekki hafði séð hana í heilan mánuð og ekki heyrt í henni að kalla í tvær vikur (vegna alls síma leysisins), stæði á flugvellinum væmin á svip og búin að heilaþvo Örverpið með þessum söng:

K:Hver er að koma?
S:Amma..
K: Nei..KVVHER er að koma? (hvísla: Pabbi og..)
S: Pabbi- Sunnemma
K: og hver kemur svo?
S: Amma
K: ...urr..hver er að koma í kvöld?
S: Aaaaaví Gummí ó Gúmmiiii

Henni var sama og hún er alveg eins og hún var, sem betur fer, kannski aðeins stærri en annars alveg jafn mikil skellibjalla.

Svo komu nafnarnir. Ég mistók eitthvað hvenær flugið átti að lenda og var alveg þremur stoppistöðvum frá flugvellinum þegar Pabbi hringdi. Jedúdda. Þannig þeir máttu bíða eftir mér en ekki ég eftir þeim. Og við þutum heim í rjáfur, skondruðumst upp stigana. Pabbi taldi og þetta eru í mesta lagi 12 uppgangar, með held ég 9 tröppum í. 12 neðan úr kjallara (13 ef maður telur niðurganginn þar með (náttúrulega tröppuniðurganginn)). Og þeim leist bara vel á þetta. Hver verður ekki hressari af því að svífa upp nokkrar tröppur?

Ég er semsagt komin í netsamband, það gerðist í gær. Segi söguna af því síðar. Nú þarf ég hinsvegar að fara í sturtu, það er fáránlegt hvað það er langt síðan ég fór, sérlega miðað við að maður getur nú svitnað við að hlaupa upp stigann. Segi síðan líka gólfpússningarsöguna síðar og tek myndir og svona..

Þegar maður er búinn að vera netlaus í svona tíma þá hafa safnast upp hlutir sem þarf að gera í gegnum tölvuna, þar sem hún er jú minn annar heili og minniskubbur.

Fengu allir póstinn frá mér með nýja emailinu mínu ? Það er nitta@youmail.dk.
Og við erum enn sem komið er bara með gsm síma. Skype kristin.gud ef einhver þarf að hringja frítt yfir.

6 Aug 2008

Netlaus = allslaus

Nú er ég tengd heima hjá AHG. Ég veit ekki hvenær ég fæ netið heim til mín. Lenti í einhverjum vandræðum með þetta... þar sem ég bý núna í skýjakljúfi þá nær ekki tengingin betur þar uppeftir að ég varð að taka exekkjútíff ákvörðun um að sleppa því að vera með heimasíma. Það er í lagi því við notum hann heldur ekki neitt. Ekki örvænta, við verðum enn með íslenska símann og þið getið hringt eins og þið fengjuð borgað fyrir það. Númm..og ég hringdi ...og svo hringdi ég aftur..og aftur og alltaf fékk ég furðuleg skilaboð um að fyrst það væri ekki hægt að flytja símann heldur bara sjónvarp og net og svo að það væri sko aldeilis hægt að flytja þetta allt saman..og að það myndi gerast í dag og svo hringdi ég í gær og vildi vita meira um málið því það var síðan hringt um að það væri ekki hægt að flytja þetta... flókið, en kellingin í símanum bað mig að vera þolinmóða..ÞOLINMÓÐA..ég tilkynnti flutninginn fyrir 2 vikum síðan, ég er alveg plentí þolinmóð þykir mér, þó ég segi sjálf frá.

Svo eru dögum mínum sem einstæðingi lokið, dvöl Bóndans og Hins fíbblsins er lokið og þau eru bara komin í loftið held ég. Og lenda á eftir klukkan um hálf níu. Við Sindri ætluðum að elda grjónagraut fyrir þau að borða þegar þau koma heim en erum núna í góðu yfirlæti hjá AHG og nennum ekki heim til að elda.

Meira þegar ég er komin í netsamband og með myndavél svo ég geti sýnt ykkur myndir af íbúðinni nýju :)

31 Jul 2008

Kassar og fleiri kassar

Það er furðulegt hvað það kemur alltaf í ljós hvað maður á í raun mikið af dóti.. það óvenjulega við þennan flutning var að ég henti engu. Alltaf þegar við höfum staðið í flutningum þá hefur helmingnum verið keyrt beinustuleið í tunnuna. Við grysjuðum bara svo svakalega áður en við komum hingað að við erum ekki búin að safna neinu ennþá til að henda. Nú er allt stöff komi yfir nema píanóið fína. Ég er ekki alveg með það á hreinu hvernig ég ætla að koma því yfir..það verður að koma í ljós síðar.

Annars gengur okkur bara vel. Ég er svo hæper að ég á erfitt með að sofna á kvöldin. Sindri fer í frí eftir föstudaginn. Það verður honum trúlega kærkomið, örugglega orðinn þreyttur á þessu volki í skólanum alla daga. Hann er í ferð með leikskólanum núna, fyndið að fara með 30 vaggandi bleiubörn í ferð um Kaupmannahöfn.

Við erum svo í mjög slöppu símasambandi og engu netsambandi eftir sirka þrjú á daginn og örugglega bara alls ekkert um helgina...veit ekki alveg hvernig þetta verður. Það er ennþá samband hér á Poul Hartlings en það stendur til að flytja það 6.ágúst (aaaalveg að pissa í sig af leti hérna...oooo). Þannig íslenski síminn virkar ekki og þá er bara eftir danski gsm, svona ef það var eitthvað.

Hér er ennþá geðveikt veður. Ég er búin að vera sveitt í mánuð.. sérlega þessa daga. Og Sindri glansar líka af svita og sólkremi. Það er á hverjum degi sem við gluðum svoleiðis á okkur á morgnana.

Jæjahh..heyrumst

28 Jul 2008

Po fimmte sal

Það hlítur að vera ánægjulegra að vera veðurfræðingur í öðrum löndum en á Íslandi. Það er örugglega betra fyrir þá sem elska að hafa rétt fyrir sér öllu heldur að vera veðurfræðingar í öðrum löndum en á Íslandi. Hér hefur svo sannarlega staðist að veðrið hefur verið nákvæmlega eins á kortinu sem ég póstaði síðast.

Númm, dregið hefur til tíðinda og er flutningar áætlaðir í fyrramálið. Ég hef að sjálfsögðu fengið mér einkabílstjóra. Planið er þannig að við Aldís og Brynjar mitt nýja uppáhalds fólk byrjum að bera hér niður búslóðina (bús lóðina...bú slóðina..) klukkan stundvíslega 9:00. Eða fyrst fer ég með Örverpið mitt sæta og skemmtilega á leikskólann. Svo þegar við erum búin að einoka lyftuna og hlussast niður með draslið þá förum við Aldís í leiðangur í austurhluta borgarinnr og sækjum bíl sem ég tók á leigu. Hún keyrir. Ég segi til um hvaða götur hún á að keyra. Á meðan hvílir Brynjar því svo komum við aftur og hlöðum bílinn og keyrum eins margar ferðir niðrá (eða ætti ég að segja uppá..vegna óheyrilegs fjölda trappa þarna upp) Englandsveg. Þá affermum við bílinn og Brynjar passar og við förum aftur til baka og náum í meira dót. Númm, klukkan 14 kemur svo lyfta sem ég fann í dag á ásættanlegu verði og kemur til með að vera í sirka 2 tíma og rúlla upp um svalirnar því stærsta og þyngsta..afganginn berum við svo upp. Ef við verðum ekki búin fyrir 4 fáum við pínu extra hjálp frá Arnari Heimi sem hvort eð er á leið framhjá úr vinnunni.

Þannig að þetta er allt að ganga hérna.

25 Jul 2008

Flytja í besta veðrinu


Ég veit ykkur þykir skemmtilegt þegar ég monta mig af veðrinu hérna. Og það er einmitt þessvegna sem ég pósta þessa mynd af veður spá helgarinnar eða næstu viku öllu heldur. Eins og sjá má verður glennu sól og upp undir 30 stiga hiti. Í þessu ætla ég að flytja. Shit. Ég pósta þetta líka fyrir hönd Aldísar B en hana hefur langað til að monta sig af veðrinu hér líka en er því miður netlaus og mikið góðhjartaðari og minna hrokafull en ég.

Einhver sem býður sig fram í að flytja með mér? Ég er ekki að meina ykkur á landi roks og rigninga..heldur þá sem búa hér í næsta nágrenni í Köben.
Flutningurinn hefur æði margt jákvætt í för með sér, fyrir það fyrsta er garantíað að við losnum við auka skvap ef það er að þvælast fyrir okkur. Ef það er ekki að þvælast fyrir okkur þá getum við bókað að við fáum frábæra vöðva eftir þetta púl. Og í þriðjalagi höfum við afsökun til að vera meira og minna innandyra því við verðum öll orðin skaðbrennd eftir góðaveðrið um helgina. Þannig þetta er eiginlega heilsuferð uppá 5 hæð. Ég mun sjá um að það verði kalt hvaðsemer, sem flytjendur vilja drekka til að svala þorstanum. Þó verð ég að segja að allur bjór sem ég myndi versla yrði að vera áfengislaus því ég vill ekki að þið missið æði dýrmætar eigur mínar beint í gólfið.

Nú kemur í ljós hversu góða vini ég á. Ég mun pósta hér myndir af þeim sem ég tel vera vini mína og ekki nenna að taka til hendinni með mér..múÚÚÚÚhahahAHAHA

23 Jul 2008

Í alvöru

Í alvöru..engin komment til mín???

Hann sem leigir okkur tilvonandi íbúð hringdi til mín í dag og sagði að ég gæti bara farið þar inn eftir helgina..þegar hann er búinn í sumarfríi. Það er mjög vel.

Svo hefst bara allt þetta sem ég stóð í fyrir ári..sækja um hitt og þetta, húsaleigubætur á ég við og tilkynna flutning hingað og þangað..þetta virkar allt saman miklu flóknara en heima þegar er nóg að hringja í pósthúsið og biðja þau vinsamlega að senda póstinn annað..og nóg að hringja í símann og segja þeim að maður sé fluttur og að maður vilji móttaka símtölin á réttan stað. Allt myndi það taka hálfa sekúndu, það liggur við að það sé hægt að segja að fyrirtækin á Íslandi viti fyrirfram hvað maður ætlar að biðja um og svo hringir maður og þá er bara allt klárt. Það er ekki svoleiðis hér, hérna gefa þeir sér alveg 2 vikur í að tengja símann á nýja staðinn..það er offfsalega langur tími.

Búnir að vera furðulegir dagar. Rakst á svo heppilega setningu eða eiginlega tvær og þær eru þessar:

"Það er oftast kvíðinn sem hindrar okkur í að sjá hinar ljósu og björtu hliðar lífsins. Kvíðinn býr innra með okkur, svo okkur er frjálst að hafna áhrifum hans á viðbrögð okkar við því sem fyrir okkur kemur"

"Í skugga vængs þíns verði mitt skjól þar til áþján þessi er yfirgengin"

Já seisei.

20 Jul 2008

Det var noget pis

Fjandakornið. Ég neyðist til að svíkjast undan hinni fínu málverkaherferð minni. Ég er að vísu að fara að mála, en bara með hvítu og á veggi heimilisins. Það atvikaðist þannig að við fáum íbúðina sem við ..vorum búin að fá (flókið mál) og þessvegna erum við Sindri búin að vera í flutningaundirbúningi. Við fórum og keyptum kassa. Já ég veit að það er fáránlegt að kaupa kassa en svoleiðis er það hér. Aldís og Brynjar hafa að vísu síðan lánað mér alla sína kassa, ég vona bara að það sé nóg, þó ég efist um það. Flytte kassar eru ekkert ódýrir, 100 kall danskur fyrir 9 kassa..ég held ég sé búin með þá alla og 10 í viðbót.. það gæti orðið dýrt spaug. Þá fórum við í Fisketorvet og keyptum málningu. Ég er alltaf frábærlega gáfuð og að sjálfsögðu fór ég á hjólinu mínu og Sindri náttúrulega í sætinu sínu fyrir aftan mig. En 2 10lítra fötur af málningu hanga ekki á stýrinu hjá mér svo þær fengu að sitja í barnasætinu og Sindri neyddist til að ganga heim. Það gerði hann með glöðu geði eins og allt annað.

Ég hef verið að uppgötva það hér síðustu daga að hann talar fullt, fullt af dönsku, mikið meira heldur en íslensku. Hann skilur auðvitað allt sem ég segi en hann svarar mér oft á tíðum á dönsku. Það er í lagi og ég pissaði á mig af hlátri þegar hann gólaði alltí einu "det var noget pis".....

18 Jul 2008

Málverk númer 3

Egg í móa, olía á striga

Ég hef enga afsökun fyrir því að hafa ekki póstað neina mynd í gær. Ég gerði mynd, kláraði hana áðan en hún var bara svo arfa ljót að ég neyddist til að henda henni. Þessi mynd er miiikið flottari..hehe.



16 Jul 2008

Málverk númer 2

Kaffibolli, olía á striga

Og hér er þá mynd dagsins. Hún heitir Kaffibolli...því þetta er kaffibolli, kaffibolli eins og allir vorir kaffibollar en á þá vantar öll eyrun.

Sindri á tvær kærustur..eða tvö börn, ég er ekki viss hvort hann er orðinn kærasti eða faðir. Hann hefur núna í þrjá daga haft með sér hvert sem er tvær dúkkur. Dúkkurnar eru settar á koppinn, skammaðar duglega, fá að borða, drekka og svo sofa þær hjá honum líka. Hann er mjööög umhyggjusamur, stríkur þeim og segir eitthvað mjög fallegt við þær. Hann er fyndinn.

Í dag fór ég í augnpróf. Í svona 20mín eftir prófið varð ég eiginlega grautfúl yfir því að vera bara með sömu sjón ennþá. Mér fannst hún hafa versnað til muna. En eftir 20mín varð ég náttúrulega þakklát fyrir að vera ekki að missa sjónina.

Annars var þetta hálf glataður dagur.OOO.

Málverk númer 1

Sjóskrímsli, olía á striga
Ég gerði þessa mynd í gær hún heitir Sjóskrímsli og er 10cm x10cm að stærð, en síðan er ég ekki með minniskort í myndavélina og það var ekki fyrr en í morgun að ég fattaði að ég get tekið myndir með vefmyndavélinni sem ég þá gerði. Það er ekki hægt að segja að myndin sé í frábærum gæðum en alveg nóg fyrir þetta frábæra málverk.. :)
Er enginn sem líka á milljón hluti ógerða og langar til að vera memm í þessu?

15 Jul 2008

AfmælisBóndi

Það vita nú flestir að Bóndinn á afmæli í dag. Nú fyrst er hann orðinn maður mætti segja. Hann fær enga afmælisgjöf frá mér, enda er það kallinn sem á að gefa konunni en ekki öfugt..hehe
En í tilefni dagsins þá setti ég saman enn eitt myndabloggið. Ég fór í gömlu ferðatöskuna góðu, sem kom ásamt kistunni sem var full af pappír.. og fann þar nokkrar velvaldar ljósmyndir og skannaði inn.

Afmælismyndablogg

14 Jul 2008

Með tímann við hliðina á mér

Tíminn er mér hliðhollur. Ok, ég skal ekki röfla meira yfir Einverunni. Nema ég skal nú segja yður það að ég fékk þá líka þennan ágætis tíma um helgina til að taka til. NEMA hvað. Ég ætlaði kannski ekkert að detta oní það en þegar Sindri er annarsvegar þá kemur ekki til að maður setjist niður og tölvist aðeins eða teikni eða skrifi eitthvað. Ég get kannski flautað í hálftíma og þá er hann orðinn öfundsjúkur út í flautuna. Eitt verður hann aldrei öfundsjúkur útí og það eru þrif. Svo við puðuðum í því um helgina. Ég ákvað fyrst ég fann að ég neyddist til að ég skildi hreinsa skrítna staði. Svo ég reif upp lokið á einni kistu sem við fluttum hingað. Þegar við fluttum, fluttum við fjórar kistur og eitt altari, það var allt og sumt af húsgögnum. Í tveimur kistum var dót krakkanna og í einni kistu voru að mig minnir bækur og í þeirri sem ég opnaði nú um helgina voru blöð. Vikutímarit, mikilvægar upplýsingar eða trúnaðarpappírar..nei, bara blöð og blokkir með blöðum í. Það er eins með þetta og hreinsi efnin, ég er líka með áráttu fyrir því sem fæst í bókabúðum og svona. Penninn í Hallarmúla er stórhættulegur tildæmis. Í kistunni eru 3 blokkir í ýmsum stærðum fyrir pastel liti, 2 blokkir með pappír sem á að lita með olíulitum á, 4 blokkir með venjulegum pappír, 1 blokk með sérlega góðum teiknipappír (maður verður sko betri í teikningu á því að nota svoleiðis), 1 blokk með póstkortastærð af vatnslitapappír, stærri vatnslitablokk og fyrir utan þetta eru allar gerðir af blöðum. Líka eru í kistunni ótrúlegt magn af ljósmyndapappír, líka í mörgum stærðum. Þá eru þarna leifar af þegar ég tók mér skrapp fyrir hendur. Allskonar pappír í öllum litum og áferðum. Og í kistunni voru líka 16 litlir strigarammar fyrir olíumálningu og svo á ég einn stóran. Rammana tók ég úr kistunni, eða reyndar allt því það var ryk þarna oní síðan í Háagerði, og setti uppí hillu. Nú finnst mér kominn tími til að ég máli á þessa ramma, nógur er tíminn og geri ég þá einn á dag og ætti að vera búin meððá eftir 17 daga, byrja á morgun.

13 Jul 2008

Þóknast fólki

Ég er nú svo þýð í samskiptum og geri allt til að þóknast fólki. Hér er því myndablogg :) Ég myndi síðan örugglega taka rosalega mikið af myndum til að minnast þessarar Einveru sem stendur yfir í höfuðstöðvum Félagsbúsins síðar...en hr. Bóndi hefur tekið öll minniskortin með sér í sveitina á Íslandi, nema hugsanlega eitt sem finnst hvergi.

Myndabloggið

11 Jul 2008

Express

Fyrir hönd Félagsbúsmeðlima er fóru til Íslands ætla ég að baula yfir flugferð þeirra. Þetta væri auðvitað mun reiðilegra hefði ég lent í þessu sjálf, en sem lið í að bæta hversu eigingjörn ég er ætla ég að pústa fyrir hönd þeirra um flugferðina.

Þau innrituðu sig og fengu sæti saman, þrjú öðrum megin og einn hinum megin við ganginn og fremst. Krakkarnir voru víst mjög spennt yfir því. Svo kemur dónalegur flugvallarstarfskraftur og segir þeim að hypja sig úr sætunum því það sé regla að börn megi ekki sitja fremst.. þegar Bóndi maldaði í móinn og ætlað að fá mannaulann til að lofa þeim að sitja aftur svona saman sagði hann bara nei og skildi ekki hvert vandamálið væri að sætu ekki saman. Það átti svo að leigja handa þeim vídjó til að horfa á eins og auglýst er á vefsíðu Express en það var aldeilis ekki hægt í þessu flugi. Taka má fram að þetta var ekki flugvél frá Express og ekki starfsfólk Express heldur eitthvað frá Lettlandi að mig minnir að þau hafi sagt..eða Litháen. Það er ekkert að því að fljúga með fagfólki sama frá hvaða landi það er, en þegar það vantar parta af stólum, beltin eru laus eins og kom í ljós að var í þeirra tilfelli og flugfólkið er dónó þá getur maður nú ekki þagað skohh.. ekki nóg með allt þetta heldur var seinkun, sem enginn þolir (nema ég því ég er fullkomin) og svo er mAmma Lóa öll í lími eftir ferðina. Sætisarmurinn á stólnum var ekki með púðanum á og það var límband svo hún festist bara við stólinn. Það átti kannski að vera vara leið ef beltið myndi slitna..að líma mannskapinn bara niður. Já, eins og ég sagði þá þagar maður ekki yfir svona svo ég kvartaði til Express. Hringdi fyrst (ég var spök) og sagðist hafa kvörtun, við hvern ég ætti að tala. Mér var sagt að senda tölvupóst (ég er orðin rooosaleg í að pikka ég sendi svo marga tölvupósta hingað og þangað) til kvörtunardeildar sem ég gerði. Og fékk afsökunarbeiðni í dag og þeim þótti þetta svakkkkalega miður. Í mínu bréfi fór ég fram á skaðabætur en það kom ekkert fram í póstinum frá þeim að það ætti að gefa mér flugför fyrir familínuna til mæorka eða neitt í staðinn....
(þessi texti er tileinkaður Ásu og Pabba mínum, þau eru sérstaklega hrifin af Iceland Express bæði tvö)

Einvera okkar Sindra gengur alveg ágætlega. Hann spyr að vísu gríðarlega oft um pabba sinn og systkini en það tekur út yfir allt hvað hann spyr oft um Ömmu Lóu.. ég er búin að segja það svona þúsund sinnum að hún sé heima á Íslandi.
Við fórum svo í gær eftir leikskóla og átum kex og drukkum dúð (djús) í strætóskýli þar sem við (ég) ætluðum í Amagerplanteland, með strætó, sem er einskonar Blómaval. Náttúrulega ekki á íslenskan mælikvarða og voru plönturnar næstum því allar dauðar. Eða næst því. Ég ætlaði sko að kaupa terrakotta potta...(kotta potta..hehe) til að flytja aumingja tómatplönturnar sem eru ennþá í ræktunarkössunum í almennilega potta svo þær geti vaxið eins og hinar sem eru orðnar risastórar. En kom út með mold og 6 aðrar tegundir af kryddjurtum... Sindri söng og söng í búðinni of fékk vökvunarkönnu en hingað til hefur hann þurft að notast við plastflösku sem er ekkert verkfæri fyrir alvöru svalaplöntuvökvara. Hann heillaði alla uppúr skónum í búðinni. Ég og hann erum gott par, því þegar við vorum komin í strætó aftur og ég sá verðmiðann á bölvaðri dollunni sem hans hátign ætlar að vökva úr sá ég að ég hafði líklega ekki greitt fyrir hana...En hann söng voða vel og er greinilega umhugsað um buddu Bústýrunnar.

Það er svo margt skemmtilegt skal ég ykkur segja. Þó ég hafi svo oft og mörgum sinnum farið í hugamínum til helvítis og til baka þá kann ég svo vel að meta þegar hið óvænta gerist og gleður mig. Ekki get ég samt sagt að allt sé óvænt þannig, það er ekkert óvænt að við höfum fengið aðra geðveikt flotta íbúð því við fórum jú og sóttum um hana og það er heldur ekkert óvænt að ég er að fara að læra á selló næsta vetur...því ég sótti um það. Það gerði ég meðan það varð e-h skammhlaup uppi í Heilabúi. Ég skrifaði sísvona á umsóknina fyrir næsta vetur að ég vildi líka læra á selló. Á ég selló??? nei. Það verður þá bara að redda því e-h veginn. Á einhver sem vill lána? Annars var ég að hugsa um að reyna að komast yfir e-h hræódýrt á eBay eða e-h álíka stað, einhver sem hefur reynslu af því að kaupa hljóðfæri á eBay? Reyndar finnst mér kontrabassi miklu voldugra og meira kúl hljóðfæri. En ég ætla að byrja á sellóinu. Ég hef náttúrulega alveg hálfan vetur tekið kennsku í gítarleik og það eru amk 5 ár síðan svo ég get ekki sagt að ég kunni neitt á hann og það er uþb þá allt (eða ekkert) sem ég kann á strengja hljóðfæri. En ómægad, hvað það er rossalega flottur hljómur úr selló, vúff.

Svo las ég mbl.is áðan og komst að því að það væru flóð hér í nágrenni mínu. Ekki gat ég séð það. Eina sem ég sá var frekar stór pollur sem tók mig hálfa sekúndu að hjóla í gegnum. En hinsvegar þá vaknaði Sindri við rigninguna sem var í nótt og hún var GEEEEÐVEIK. Ég hef bara aldrei séð annað eins. Það eru víst klóakrör og e-h svona sem hefur flotið upp, það er greinilegt að við í Danmörku skítum ekki mjög þungu. Ég varð samt ekki vör við neina lykt eða neitt svoleiðis eins og kona ein á Íslandsbryggju hafði sagt við Jyllands-Posten, að kjallarinn væri fljótandi í mannaskít og það væri frekar vond lykt en ekki væri um annað að ræða en að þrífa það upp og taka til. OJ.

9 Jul 2008

Með sex ferðatöskur

Ég var að koma heim núna rétt í þessu eftir að hafa fylgt liðinu mínu útí Metró. Ég afber ekki að fara með þeim allaleið á völlinn..Þau fóru alveg með sex ferðatöskur, að vísu allt handfarangurs töskur nema sú sem Lóa var með, því hún var jú að koma með hrygg og annað góðgæti handa okkur sem ekki komst í neina petit flugfreyjutösku.. Þó ég hafi þusað yfir því að ég þyrfti sko ekki að lá segja mér hvað ég gæti gert hér á meðan þau eru hér, og ég sagði heil ósköp um að ég nennti sko alls ekki að fara að þrífa hér, þá er ég samt mjög fegin að það hefur ekki verið tekið til eða þrifið hér í marga daga. Ég hef verið í óðaönn að hugsa upp verkefni og er komin með þó nokkur.

Anna, já allt annað. Við erum að fara að flytja. Já seisei. Við ákváðum að við vildum búa í "danskri" íbúð. Uppáhalds orðatiltækið mitt er "leitið og þér munið finna". Ef þú leitar ekki að vinnu færðu ekki vinnu og ef við leitum ekki uppi það sem okkur langar þá fáum við það ekki. Ég er búin að vera að kíkja eftir íbúðum í smá tíma en aldrei sent neinn póst, bara skrifað okkur á einn biðlista. En svo sendi ég póst og var boðið að koma í opið hús í einni íbúð. Kemur í ljós að þetta er fasteignasala sem á helling af íbúðum og við fengum lykla af alveg 20 íbúðum í öðrum húsum heldur en opna húsið var í. Við völsuðum um Englandsvej og Østerdalsgade með alla lyklana og gátum valið okkur íbúð. Það gerist nú ekki oft. Oftast þarf maður að taka bara því sem bíðst.

Við völdum okkur geðveika íbúð, sjiiitt hvað hún er flott. Þetta er penthouse (já ...rosa góð meðsig..) eða þakíbúð að dönskum stíl. Það er allt nýtt í henni eins og er hér, enginn hefur búið í íbúðinni áður og það fylgir þvottavél, þurrkari og ísskápur. Eina sem er ekki þar sem er hér er uppþvottavél en hana höfum við hvort sem er ekki notað síðan við komum og svo eru ekki fatskápar, en WHO CARES... Og svo er ekki lyfta og þetta er uppá 5 hæð , sem jafngildir 6hæð á Íslandi, svo bara þeir sem eru í góðu formi geta komið til okkar í heimsókn (drííín). En okkur er alveg sama, það eru tvær svalir, stór og rúmgóð herbergi, Bóndinn er hættur að vera ástfanginn af mér og er nú forelsket í eldhúsinu þar sem að honum finnst er geðveikt. Íbúðin er undir súð að nokkru leiti og er björt og falleg. Rúsínan í pylsuendanum er að íbúðin er einum fermetir stærri og tööööluvert mikið ódýari.. Við getum flutt þangað inn annaðhvort 1.ágúst eða 1.september.
Það er því svo að íbúðin sem við erum í núna gæti verið laus til leigu frá 1.ágúst eða 1.september í einhvern tíma, ef e-h er að flytja út og vill vera e-h staðar meðan hann er að leita sér að íbúð..eða ef þarf að vera hér í smá tíma. Verið bara í bandi ef það er raunin.

Númm, annað hef ég ekki að segja. Markmið mitt þennan mánuðinn er að halda geðheilsu á meðan ég er ein í heiminum og svo að fá það í gegn að ég geti flutt um 1.ágúst..við sjáum hvað setur, ég get verið frekar aðgangshörð og komið hlutunum af stað í rétta (mína) átt..það vitið þið sem þekkið mig best..hoooo hoo HOOOO

7 Jul 2008

Hressandi


Hér er jú allt við það sama. Að vísu eins og ég nefndi styttist óðum í að ég og sá sem er gróinn við minn æðri enda verðum skilin eftir hér í Danaveldi. Já ég segi skilin eftir.. Afleggjararnir eldri fara í fjölskylduheimsóknir margar og öfundum við af því. Bóndinn fær að fara að djöbblast í vinnu með vini sínum, vinna hálfan sólarhring, tromma í 1/4 og sofa saman (þeir sko) í tjaldi afganginn. Ég öfunda...ég öfunda alveg rooosalega mikið í dag. Við Sindri fáum að vera hér, hann í mjög svo þýðingarmiklu verkefni á leikskólanum og ég heima að gera HVAÐ??? Ekkert. Ó mig auma.Til hressingar

Ekki byrja að segja..."já, þú nýtur þess bara að vera ein heima", "þú ættir bara að gera e-h fyrir sjálfa þig á meðan" , "þú notar tímann til að hressa uppá heimilið meðan hann er í burtu"... Ég er alltaf heima, ég þarf ekkert að vera ein heima til að njóta þess, allt sem ég geri yfir höfuð er fyrir sjálfa mig, ég er örugglega sjálfmiðaðasta manneskja sem ég þekki og hressa uppá heimilið...úff, mér finnst nú barasta alveg nóg að stunda venjulega þvotta hér. Ef e-h er í reiðileysi á Íslandi þá er honum boðið að koma og njóta sumars hér hjá mér. Ég verð upptekin við störf í tölvunni allan daginn og fer ekki í neinar skoðunarferðir nema þú bjóðir mér uppá nammi í enda ferðar.


Annars er hér búið að vera hið fínasta veður. Við fórum í Christianíu í gær, það finnst mér alltaf frábær staður. Á aðalgötunni má segja að flestir séu í mjög nánu sambandi við sjálfa sig. Innan um má finna flott hús. Einn maður var að selja bongó trommur og Bóndinn fór og prufaði. Maðurinn hélt að hann ætti stærri trommu heima hjá sér og hélt að hann ætti skinn...menn eru bara svo rólegir þarna að þeir muna ekki hvort þeir eigi varninginn heima..hehe. Þegar Bóndi var búinn að prufa trommuna sagði hann, "you'll be seeing me again" ég er rétt að vona að hann ætli að fara og kaupa trommuna og svo bæði hvítu og svörtu húfuna sem ég sá hangandi þarna. Það voru svona húfur eins og ég er búin að týna en ná bæði yfir hausinn á mér og hárið, svona afró húfa nema ekki í jamaica litum.Meira hressó





5 Jul 2008

Félagsbúsmeðlimir bornir út

Ég er ekki að meina að ég sé að troða þeim innum bréfalúgur hjá nágrönnunum.. nei, það eru næstum allir félagsmeðlimir að fara til Íslands á miðvikudaginn og koma ekki aftur fyrr en síðla sumars. Þau fara Gvendi og Sunna og líka Þorvaldur.
Hann ætlar að halda til á Hvolsvelli ..í tjaldi..hann auglýsir eftir græjum til að hita sér vatn..einhver??

Já, ég veit það ekki. Við verðum þá ein hér ég og sá sem hefur verið saumaður við rassinn á mér.

Af veðri er allt fínt að segja. Mér finnst bara geðveikt að hafa heitt veður og sólskin. Og ég lá allan daginn á ströndinni í gær...þvííílík sæla. Ég lá þar og las og skrifaði. Og í dag fórum við útí skóg og átum þar gotterí. Við vorum að stikna en mér finnst það dásamlegt. Svo dásamlegt að ég fór og lagði mig á svölunum í sólinni núna áðan. Nú er ég bara allan daginn á brókinni, það er svo heitt og ágætt. Sé að ég þarf að fara að fjárfesta í geitungaveiðara..og búðir eru farnar að auglýsa myggusprey, eftirmyggustungumeðal, rafmagnsflugudrepara og skógarpöddufjarlægjara..ég sé mér ekki annað fært en að fjárfesta í því öllu ..og duglegu flugnaeitri.

30 Jun 2008

Myndablogg

Hér eru nokkrar myndir héðan. mAmma Lóa verður komin hingað eftir sólarhring rúmlegan. Börnin eru að springa..Sindri syngur aaaammma Lóóóóaaaa...nanananaaaa...ammmmmma Lóóóaaa og hinir rífast um hvort það voru þrír eða tveir dagar þar til hún kæmi, í fyrradag.

26 Jun 2008

Langt á milli

Já, full langt á milli hérna allt í einu.. ég hef hinsvegar haft í nógu að snúast. Það felst mestmegins í því að snúa mér frá skrifborðinu, í skrifborðsstólnum, til að ná mér í e-h að drekka svo ég ekki drepist við borðið, og svo að snúa mér aftur að því sem ég hef svona mikið að snúast í.

Ég var búin að segja frá því að við Aldís vippuðum upp vefmiðli fyrir Húnaþing vestra og hefur honum verið tekið geysilega vel. Við voðalega upp með okkur. Einhver sem hefur áhuga á að vera fréttamaður þar nyrðra ? (nyrðra..verður e-h erfiðara að bera fram þetta orð..) Bara að koma fram úr skápnum og belgjast fyrir norðan, vera með nefið oní öllu.

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar, man ekki hvort ég er búin að þusa um þetta áður, að mér finnist oft skrítið þegar e-h hefur bara aldrei tíma. Önnurhvor setning er "ég hef ekki tíma". Hjá mér er það þannig að ég geri allt sem mig langar til að gera og ef það er tæknilega séð ekki tími, þá bara bý ég hann til...þ.e ég vaki lengur og þvæ ekki þvottinn margumtalaða. En svo hefur eiginlega gerst svolítið undarlegt. Þó ég sé komin í sumarfrí í tónlistaskólanum og í skólanum (náði prófinu bæ ðe vei) þá hef ég sett mér að gera nokkur verkefni. Eitt er mjög svo útsmogið plan til að ná mér í verkefni sem vefhönnuður. Eitt er náttúrulega Norðanátt.is og annað er að ég prufaði að sækja um vinnu hjá e-h manni hér í Köben. Það er bara hlutastarf. Það verður spennandi að sjá hvort það gengur upp. En, hið útsmogna plan mitt og Norðanáttin taka allan minni tíma og ég hef svei mér þá, bara ekki haft tíma til að gera margt sem mig langar, svo sem að setja inn heilagan sannleikann á þessa blogg síðu. Biðst afsökunar á því kæru aðdáendur, auðvitað eruð þið sár, illa leikin og haldið að ég elski ykkur ekki lengur, en það er öðru nær.

Svo var mér bent á skemmtilega færslu á bloggi annarra Ísldanlendinga, færslan sem er hér
er um að ofvernda afleggjara sína. Ég er meiriháttar sammála. Ég man ekki betur, nú getur reyndar verið að ég sé að fara með bansett fleypur, en ég man ekki betur en að ég hafi gengið til og frá skóla, hjólað þangað sem ég vildi hjóla, stundaði fimleika svo sund í mörg ár og þrammaði þangað sjálf ...og þar fram eftir götunum, ég vill ekki fara að þylja upp líka það sem ég gerði þegar ég var lítil af ótta við að aðrir bloggarar fari að þusa um að nú séu allir að blogga um hvað þeir gerðu þegar þeir voru litlir. Eníveis, þá er ég bara svo sammála. Ekki það að ég sé að fara að láta þau ganga í skólan ein bara í gær en er þetta ekki pínu lítið svona heimatilbúinn ótti? Og kannski mega heimatilbúið að blessaðir afleggjararnir eru svo ofdekraðir og ofurpassaðir að þeir hafa enga sjálfsbjargar viðleitni. Eða ég veit reyndar að þau hafa það, þegar það er neyð og enginn í kring en það er ekki svoleiðis heima. Ég veit það því Gvendi sagði það nú í kvöld þegar hann kom fram í fimmtánda skiptið að hann hefði fests inná klósetti í einhverri ferð sem hann var í (nú fór hugur minn á flug..ætli hann hafi vaðið með hendurnar á skítugt almenningsklósettið og ekkert þvegið sér og borðað síðan nestið sitt eða stangað úr tönnunum með puttunum...úff). Húnninn á hurðinni var bara ekki þar. Hann sagðist nú bara hafa klifrað yfir vegginn og farið út hinummegin. Það tel ég nú bara gott hjá honum. Eiginlega bara frábært.

Við höfum haft dásamlega gesti hér nokkur kvöld. Það voru Freydís og Jói og þeirra drengir. Krakkarnir ná svo vel saman , það er svo fyndið að sjá hvað þau, eða sérlega þeir, smella saman. Sunneva hefur dregið sig svolítið út úr því að vera svona gaura stelpa og hefur eiginlega breyst í stelpu gaur. Þannig hún hefur verið mikið í því að lita og klippa út dúkkulísur. Það er líka frábærlega gaman.

Og það styttist óðum í næsta gest. mAmma Lóa kemur núna 1.júlí, vonum að flugumferðastjórar verði ekki í fríi akkúrat þá. Við hlökkum til.

17 Jun 2008

Ekki minn þvottur

Svo var það fyrir átta árum
að ég kvaddi það með tárum
að brjóta saman Bóndans þvottinn
hann yrði bara' að vera (kaldur og) loppinn
ég hjarta mínu fylgdi á meðan...


Hver veit nema (fata)skápurinn okkar
(efnis)lítill kjóll og (hné)háir sokkar
hittist fyrir hinum megin? (ef hann er í efnislitla kjólnum og hnéháum sokkum..þá held ég ekki..)
þá getum við í gleði okkar
keypt okkur konu sem sér um þvottinn...ég yrði svo fegin.

Það var hinsvegar um daginn að ég held að ég hafi gefist upp á að brjóta ekki saman þvottinn hans Bónda. Ég tók þá ákvörðun eins og segir í kvæðinu hér að ofan að brjóta ekki saman þvottinn hans, hann væri jú fullvaxta maður sem ætti bara að sjá um þetta sjálfur. Enda við komin með börn og alltof margar spjarir til að brjóta saman... það var í sjálfu sér kannski ekki aðal vandamálið, heldur að halda síðan öllu í röðinni í skápnum.
Ég hef sagt við hann síðan við bjuggum á Kirkjuteignum (við skulum athuga að það eru 10 ár síðan það var) hvort hann vilji ekki grysja úr fötunum sínum, það sem hann er að nota og ekki. Ég hef endurtekið þetta í hvert skipti sem ég hef staðið bölvandi og ragnandi yfir árans fatahaugnum hans, sem þó er troðið mjög vandlega inní skápinn. Og þá hef ég rifið fötin úr skápaplássinu hans. Það er goðsögn að ég eigi svo mikið af fötum og hann svo lítið að hann þurfi bara eina hillu fyrir sín föt en ég heilan skáp. Ég þarf að vísu heilan skáp, það er því allt raðað eftir gerð (þið vitið,buxur,bolir,langermabolir,peysur...) og það er enginn vandi fyrir mig að taka úr skápnum það sem ég þarf að nota. Skápaplássið Bóndans hefur hægt, en örugglega verið að breytast yfir í 3 hillur. 3 hillur fullar af samankuðluðum fatalörfum síðan í Nam. Aftur að því þegar ég ríf fötin hans úr skápnum. Ég tæti þau út. Fryst koma öll semi hreinu fötin, þau sem hann fer í eftir vinnuföt og notar bara í 3 tíma á dag. Þá vella út allir bolirnir sem hann sjálfur hefur rifið úr skápnum og farið í en hætt svo við og troðið þar inn aftur. Á eftir ónotuðu, samt krumpuðu bolunum koma allar nærbuxurnar og allir sokkarnir (athugið að það er allt vel saman brotið af mér) sem dauðaleit hefur verið gerð að og í sumum tilfellum farið í skítugu sokkana aftur (ég reyni að forðast umtal um skítugar nærbuxur hér á veraldarvefnum). Það var jú allt falið á bak við það sem þegar er upptalið. Síðast en ekki síst eru það 20 gallabuxur, 20 bolir og 20 langermabolir sem sitja sem fastast, enn saman brotnir síðan í síðasta kasti, aftast í hilludruslunum.
Það sem ég gerði núna síðast var að ég tók allt sem hafði ekki verið hreyft. Þið hefðuð átt að sjá upplitið á Gvenda við að þvottafyrirmynd hans skaust eins og einhver væri á hælum hennar fram í skúffu til að ná í svartan ruslapoka.. og ég hljóp inní herbergi aftur öll kindarleg á svip, því ég vissi jú að svarið yrði það sama hjá Bónda, að hann ætlaði alveg að fara í að sigta fötin... Markmiðið var að koma fötunum í pokann án þess að hann sæi og að Gvendi, hinn ljóshærði, myndi fást til að halda sér saman um atvikið. Það tókst í svona eina sekúndu. Aumingja Gvenda varð svo um uppátæki þvottakonunnar að hann rauk fram og gargaði að ég væri að henda fötum Foringjans... sem sagði reyndar ekki neitt. Örugglega dauðfeginn að ég á ekki eftir að segja þetta aftur því nú hef ég gefist uppá að gefast uppá að brjóta saman þvottinn hans og vill heldur horfa á fataskápinn í röð og reglu heldur en að reyna að ala manninn upp, það var ekki mitt hlutverk heludr,þó þvotturinn kunni að vera það.

14 Jun 2008

Norðanátt

Loksins...LOKSINS

Við Dísa opnuðum vefmiðilinn fína í dag klukkan 16.

Slólin er hér: Norðanáttin

Mikil vinna að baki, mikil vinna framundan..ekki kvarta ég samt, þetta er frekar skemmtilegt.

11 Jun 2008

Ég hef aldrei..

...borðað jafn mikið gotterí í 10 daga í röð eins og þessa daga sem Bryndís var hér..vóóó. En gott varða. Þær fóru í gær hún og Hugrún og ég er ekki frá því að það sé svolítið tómt í koti. Ég veit að við erum fimm og allt, en samt.

Hér hefur veður snúist uppí e-h rugl held ég bara. Það er rok og svo þykkur himininn að það er örugglega bara tímaspursmál, ég tala um sekúndur, hvenær það byrjar að rigna. Ég er alltaf að bíða eftir þrumum og eldingum. Það er alveg frábært að sitja á svölunum með kertaljós á sumarkvöldi og það er pissandi rigning úti og þrumur og eldingar, en ekkert kemur inná svalirnar. Það er hins vegar ekki mjög vænlegt í svona roki eins og er nú.

Þá er ég bara fegin að eiga eftir að klára verkefni í skólanum og gera prófverkefni og undirbúa sjálft prófið, gott að getað gert það í fúlu veðri :) Ekki það að undanfarna daga hef ég bara smellt mér með tölvuna útá svalir og lært þar.

Það eru örugglega allir sammála mér þegar ég spyr afhverju allt þarf að hrúgast á sama tímann, þið skiljið..þegar allt er að gerast á einni helgi eða þegar það yfir höfuð er vor og allt að klárast fyrir sumarið, svo sem skólar og svona. Hér í Köben virðist vera alveg endalaust af foreldra viðtölum eða samkomum af einhverju tagi. Við þurfum að fara með Gumma í sumarveilsu á laugardaginn, svo er kynning fyrir 0.bekk og 1.bekk á miðvikudaginn efitr það (fyrst hann svo hún), daginn eftir það er eitthvað sem heitir klassehygge hjá Gumma frá 13 til 19 og svo daginn efitr það er bansett foreldra kaffi frá 8 til 8:45. Ég veit það ekki, það er eins og þau hafi bara gleymt að gera þetta allt yfir veturinn og ákveðið að hafa bara öll skiptin í einni viku...rétt undir það síðasta þegar allir (amk ég ) eru að standa í prófum, lokaverkefnum og einhvernvegin að ganga frá vetrinum til að getað farið í frí t.d.

Talandi um frí. Þá er ég farin að hlakka til. Ég fer í mitt próf 23.júní og eftir það er ég komin í sumarfrí. Það er dásamlegt. Ef allt fer eins og ég hafði planað það þá þarf ég ekki að fara að vinna, þó ég velkomi verkefni í margmiðlunargeiranum sem krefjast þess ekki að ég mæti á staðinn.
Það verður ágætt að skipta úr "keyrslu" hamnum og fara að leika sér í staðinn.

Sei, sei..ég ákvað núna áðan að ég ætlaði að fjölvinna. Ég skipti íbúðinni upp í 7 hluta (ég er ekki með þroskaheftni á háu stigi..) og ætla að læra/vinna í klukkutíma í senn og fara svo og þrífa einn hluta og með þessu átti ég að læra og þrífa og hvíla mig á því að sitja við tölvuna með því að brjóta þetta svona upp. Í enda dags á íbúðin að vera hrein, ég langt komin með það sem ég þarfa að klára fyrir föstudaginn og ekki með sofandi rass og aum hné á að sitja...hvað er ég að gera???? blogga kannski... Það er eins og "ég" sé staðráðin í að stoppa það af að "ég" framkvæmi nokkuð, erða ekki merkilegur fjandi?

8 Jun 2008

Síðustu dagarnir

Hér

eru nokkrar myndir frá síðustu dögum. Hér er búið að vera með eindæmum gestkvæmt. Ég spilaði á tónleikunum og það gekk vel, rest Félagsbúsins og grúppíurnar Bryndís og Hugrún komu og hlustuðu. Ég skilaði síðasta verkefninu í skólanum og það er að finna hér.
(tæknilegir örðuleikar sem eru hvítur ferningur alveg fyrst, bíðið bara róleg)
(og hér fyrir þá sem geta ekki séð flash spilað) Verkefnið snérist um að við áttum að búa til áróðurs síðu fyrir danskt hjálparstofnunar fyrirtæki. Við fengum feikna góð ummæli um þetta verkefni vort. Þá tekur við yfirferð í næstu viku og svo prófa undirbúningur og ég fer í mitt próf 23.júní. og er þá komin í sumarfrí, ekkkki slæmt.

Síðustu skóladagana hjá krökkunum eru tómt rugl. Það er ferð annan hvern dag og foreldra eitthvað hinn daginn. Við þurfum að mæta á þrjár slútt veislur (börnin eru jú þrjú) allskonar kynningar fundi fyrir næsta vetur og foreldra viðtöl. Mér finnst svoleiðis alveg arfa leiðinlegt.

Svo vinnum við Aldís hörðum höndum að því að koma upp hinum fína vefmiðli, það verður gaman þegar hann er kominn í loftið.

Óver and át.

29 May 2008

Fyrir Bryndísi

Sjáiði helgina?? Spurning Bryndís að þú þurfir ekki að smella þér í ljós í kvöld og réttáður en þú kemur til að venja þig við..hehe og svona er veðrið næstu daga. Jebbbí kóóóla

26 May 2008

Sindri og söngvakeppnin


Já. Það var s.s á laugardaginn sem ég gleymdi að svæfa Sindra (auðvelt því vagninn er jú brotinn). Af þeim orsökum steinsofnaði hann á gólfinu um klukkan 17...

Fyndið því það liggur Tópas við hliðina á honum. Það er ekki af honum skafið það er alveg á hreinu, því svo var hann svo eitur hress þegar kom að því að fara að sofa (eins og allir sem hafa verið með barn í sinni umsjá sem svaf á röngum tíma, vita). Þannig að hann kom fram, allur undarlegur á svipinn, hann veit jú að hann mátti alls ekkert koma fram. Labbaði í sófann og lagðist hjá Bóndanum og hafði hægt um sig... eða alveg þangað til Eurovision byrjaði. Fyrsta laginu munum við bara eftir því litla svínið söng af lífi og sál með. Verst þykir mér að hafa ekki náð því á vídjó, enda er það vonlaust verkefni að vera með kameru á börnunum allan sólarhringinn að bíða eftir að þau geri e-h fyndið. En hann söng, og það hástöfum. Ég grenjaði úr hlátri. Svo stökk hann fram á gólf (þegar hann taldi það öruggt að færa sig aðeins uppá skaftið, þó hann hefði stolist framúr) og byrjaði að dansa við lögin og klappa saman höndunum. Fyrir neðan er mynd af honum að horfa á Eurovision, gæti ekki verið meira áhugasamur.
Það er æði heitt á svölunum mínum. Þó það sé pissandi rigning í dag þá er dásamlega heitt þegar það er sólin. Það er reyndar svo mikil rigning að það er ekki hægt að fara út nema vera í polla galla og í stígvélum með derhúfu.
Um daginn léku þau sér í sandkassanum börnin. Þau grófu risastóra holu og lögðust í hana bæði. Svo hófust þau handa við að henda sandi uppúr kassanum, ég spyr afhverju, jú það var víst kattaskítur héldu þau í kassanum....sagði ég ekki í annarri færslu að ég hlakkaði til því það væri hugsanlega minni þvottur á sumrin, eða færri þvottavélar, því sumarfötin væru þynnri og kæmusta fleiri fyrir í vélinni? Það er firra því á sumrin eru öll föt útí hundaskít,kattaskít eða mannaskít. Mold, drulla, sandur og smásteinar berast inn og ég má hafa mig alla við, við að spreyja einhverju leysiefninu á veggi og hurðakarma til að afmá brún og svört fingraför...seisei

Að leika sér í lestinni. Gróðrarstöðin mín í baksýn. Ég er reyndar búin að grisja hana, þ.e ég er búin að fækka í pottunum svo það verði pláss fyrir alla uppskeruna og svo færði ég stöðina út á svalir.

Númm, allt er í góðum gír, merkilegt hvernig það er alltaf þannig að allt þarf að gerast á sama tíma. Það sem fyrirliggur er að æfa óstjórnlega, fór á 4 tíma æfingu með Blæserensemblet á laugardaginn..vó, skila síðasta verkefninu á önninni, fjarvera og meiri fjarvera hópmeðlima minna hefur orðið til þess að ég hef framleitt næstum alla vinnu og þar sem þetta er hópverkefni sitjum við í súpunni en þetta ætti samt að hafast, mæta í allar sumarveislur, foreldraviðtöl og annað húbbla í skólum krakkanna, tónleikar á laugardaignn næsta, og svo er það heimasíðan sem við Aldís erum að fást við, sem á að líta dagsins ljós í byrjun júní (kípíng mæ fingers krosst) og síðast en EKKI síst, þá eru Bryndís og Hugrún að koma á föstudaginn, jehúú.


23 May 2008

Kúl

“Just think how happy you would be if you lost everything you have right now, and then got it back again.”

~ Frances Rodman

(er ekki í umræðunni að við fáum þá hjólið til baka..??)

21 May 2008

Ajax og annar merkilegur óþrifi

Ég hef um árabil, eða alveg síðan ég byrjaði að búa sjálf eða í tæp 13 ár verið haldin miklu hreingerningar efna æði. Kannski er það komið til af því að ég lyfti aldrei litla fingri þegar ég var á Hótel Mömmu að ég finn mig knúna til að þrífa mikið með allskonar efnum. Fyrir skömmu ákvað ég, eða (ég ætla greinilega að nota mikið af orðinu "eða" í þessum pistli..) þegar við fluttum frá Hvammstanga og ég komst að því að ég átti dobíu af hreingerningarefnum, að snúa á þennan skæða vana minn.

Ég sá þegar ég flutti þaðan að ég átti alveg 5 gerðir af gólfhreinsi efni. Eina mjög dýra sem átti að þrífa hið gasalega dýrmæta "næstum því eins og alvöru parket" plastparket sem dekkaði gólfin þar. Mér fannst á þeim tíma sjálfsagt að kaupa þetta efni fyrst við vorum nú að fjárfesta í svona líka miklu eðal plastparketi...svo varð ég eitthvað leið á lyktinni af því og keypti í kjölfarið 2 tegundir af ajax með mismunandi lykt, það er jú svo heppilegt að kaupa sér ajax þú getur notað það allstaðar, ekki bara á gólf. Þá keypti ég líka flúx parketsápu, það er tilkomið af því að mér fannst ég jú vera með alvöru parket og skúraði gólfið mitt af mikilli alúð. Síðast en ekki síst keypti ég tegund af náttúrusulli einhverju sem átti að vera æði gott fyrir náttúruna þegar ég skolaði notuðu skúringarvatninu niður í klósettið.

Þá hef ég notað cif, jif, skúrepúlver og allskonar skúringakrem (hver fann uppá því eiginlega...) til að rífa skítinn af t.d baðkari, sturtu og klósettvaksi. Þrír til fjórir hálfir svoleiðis brúsar eru nauðsynlegir á hvert heimili.

Efni til að þrífa klósettskálina eru nauðsynleg af auðsjáanlegum ástæðum, allavega þegar strákar eru í meirihluta heimilis og náttúrulega alltaf bara. Það skiptir mig miklu máli hvernig lykt er af því og þessvegna hef ég oft á tíðum átt kannski 3 til 4 flöskur af svoleiðis því það er alltaf að koma nýtt svoleiðis í búðinni, annað hvort ný lykt eða með extra bakteríu útrýmandi áhrifum.

Svo hafa allskyns pennastriks,rauðvínsbletta,annarrabletta og lyktar..eyðandi verið keypt. T.d Leysigeisli, mr. Proppé (eða hvað hann heitir) og fleira útrýmandi. Það var reyndar kaldhæðnislegt að þegar við vorum nýbúin að kaupa ofan nefnt parket þá tók Gvendi fram rauðan Artline tússpenna (þá sem ekki eru ætlaðir börnum) og vandaði sig mjög við að strika með honum í allar raufarnar á parketinu.. að ég átti ekki neitt svona leysigeislaefni og neyddist til að hringja í mömmu L og biðja hana um að bruna yfir með Leysigeisla svo ég gæti tortímt tússinum. Geðshræringin alger, frábæra parketið ný komið á gólfið..og ég var nýbúin að þrífa blóð, svita og tár Bóndans af. (ég lýg náttúrulega með tárin, hann grætur ekki frekar en aðrir sannir karlmenn).

Og því ég er flutt í landið þar sem innfæddir hugsa ekki um annað en peninga og ég vill ekki stinga í stúf tók ég þá ákvörðun að kaupa ekki meira hreinsiefni fyrr en hitt af sömu tegund eða með sömu virkni er búið. Ég er búin að eiga einn gluggahreinsir í eitt ár..erða ekki merkilegt.

Hér er Hreinn
Um Hreinan
Frá Hreinsi
Til Hreinsis

O M G

Hvað á maður að halda þegar það þjóta og þá meina ég ÞJÓTA fram hjá manni 7 stórir, fullbúnir fullbúnum lögreglumönnum, lögreglubílar með vælandi sírenur og tilheyrandi önnur læti. (Verðlaun fyrir þann sem náði þessari setningu í fyrsta kasti).

Ég vorkenni bara fólksbílnum sem var á milli löggubíls númer 2 og 3..hann hefur ekki haft um annað að velja en þjóta bara áfram líka...

17 May 2008

Önnur útgáfa af píanóleiknum..leiknum af sinfóníuhljómsveit

Ykkur finnst þetta kannski ekki eitthvað til að nenna að hlusta á, en þið ættuð samt og þó hljóðgæðin séu klárlega ekki góð, þá er það samt þess virði. Nú hef ég spilað á þverflautu síðan ég var ég veit ekki gömul og samfleytt síðan 2003, það hefur opnað fyrir mér (og byrjar hin væmna aftur) heila aðra veröld af dásamlegheitum. Það er kúl að hlusta á rokk og popp og hvað eina en það er alveg spes að hlusta á klassík. Ég þarf að hlusta oft á sama lagið til að fatta hversu geðveikt, og þá meina ég GEÐVEIKT það er (þetta er eins og að byrja að reykja, engum finnst það gott í fyrstaskipti, en margir halda samt áfram ...) ég er að tala um gæsahúð niður í afturenda og upp aftur, tilfinning sem kemur á óvart. Ég skora á Hinrik til að byrja að hlusta. Gæti nefnt honum nokkur lög en bara ef hann tekur áskoruninni...komasooohhhh. Ef það hjálpar eitthvað þá er stjórnandinn frekar fyndinn í framan og í endann eins og hann ætli bara að ** það....

16 May 2008

Í Blæserensemblet spilum við verk efnit Mussorgsky, sem heitir Pictuers at an exibition. Við spilum 8 sett úr verkinu og hér er það síðasta sem við tökum fyrir . Upphaflega er þetta samið fyrir píanó eins og þessi er augljóslega að spila á... en með eindæmum flott verk.

15 May 2008

Þjófar og þorparar

Hvað haldiði??? Var ég ekki að segja frá því að Christiania hjólinu okkar hefði verið stolið? Þegar þorpararnir fóru inn í lokaðan garðinn þar sem Bóndinn vinnur og hnupluðu hjólinu...jú það er sko ekki langt síðan. Og hvað gerðist í nótt... aftur stolið. Ótrúlegt. Það lá bara sundur klipptur vírlás á jörðinni. Ég veit ekki alveg hve lengi eða oft ég get sagt að vonandi hafi þorpararnir bara neyðst til að ræna af mér hjólinu, þið vitið, til að eiga fyrir mat og svona. Og afleggjararnir alveg þrumu lostnir, komu upp með klippta lásinn og skildu ekki hvernig bófarnir eiginlega þorðu þessu, "vita þeir ekki að löggan nær þeim..". Gummi getur ekki sofnað núna, hann hefur svo miklar áhyggjur af þessu. Ekkert smáááá fúúúlt.

Gargandi fúlt. Kaldhæðnislegt að börnin vöktu mig svo oft í nótt, allavega 6 sinnum (pissa, drekka, drekka, pissa..dudda, dudda), afhverju kíkti ég ekki útum gluggann eiginlega og sá þá og ég hefði gargað DRULLIÐ YKKUR Í BURTU á íslensku auðvitað og kannski múnað á þá líka..ooooOOOOOOO

12 May 2008

Bojj..þetta verður löng færsla

Hvítasunnuhelgin, hér er þetta Pinse, ég veit reyndar ekki hvort það er það sama, en það gæti mjög vel verið. Ég fór aftur í Frederiksberghave á föstudaginn og nýtti tímann sem ég hafði til að læra. Það gerðu fleiri í garðinum, greinilegt að prófaundirbúningur er í algleymingi, get ekki sagt að veður íþyngi okkur í slíkum undirbúningi, þó ég sjálf byrji ekki fyrr en um miðjan júní. Númm eftir það fór ég að hitta afgang Félagsbúsins, það er ekki vegur að ég láti þau valsa stjórnlaus um Kaupmannahöfn. Þau voru við að versla sér ís þegar mig bar að garði eða réttara sagt bryggju. Þar stoppuðum við aðeins og þau sleiktu jarðaberja og sólberja ís og ég sleikti sólina. Þegar við komum heim fór ég útá svalir og lá þar í síðdegissólinni minni. Nú lít ég út eins og konan í There is something about Mary, s.s ekki eins og Mary (dæmalaust falleg blondína) heldur eins og Magda (sú með ofursóluðu plasthúðina..).

Og við fórum á carnival sem var í Fælled Parken í austurhluta Kaupmannahafnar (eða ég held að minnstakosti að það sé austurhlutinn) Þar voru margir. Þar voru ýmis sölutjöld og tívolí og hoppukastali og ýmislegt fleira, fótbolta mót en við vorum ekkert að taka þátt í því, þó ljóst sé að við hefðum rústað andstæðingunum.
Og Gvendi fékk far hjá mér. Hann er 7 ára og fílar ekki að ég, mamman (full af væntum þykju og stolti yfir duglegum og fögrum afleggjara), sé að kyssa hann á almanna færi.Og þarna voru súperkúl indjánar. Þeir voru að selja geisladiskinn sinn. Þetta er alveg heill þjóðflokokur sem var á amk tveimur stöðum á svæðinu. Þeir vinna líka á Strikinu. Þeir eru svalir.
Sunneva aftur komin heim til sín í trén. Þetta vatn er í Fælled Parken. Hún vildi ólm sjá gosbrunn sem var útí vatninu, sem minnti mig á áhuga minn á gosbrunninum sem var (eða er ..??) í tjörninni í Reykjavík. Hann var mikið flottari en þessi.Þegar við hjóluðum svo úr Fælled Parken, komum við við ...við ..í grasagarðinum að ósk Gvenda. Þar fórum við ,ég og börnin, og löbbuðum uppá fjall sem þar var að finna. Það er samt bara hóll með aragrúa af tegundum af ýmsum plöntum, alveg gríðarlega flott og góð lykt þar. Þegar við vorum búin að ganga "fjallið" þá hittum við Bóndann aftur sem hafði fangið fullt af bakkelsi. Þá settumst við í Rósenborgargarðinn og átum það. Þarna er Bóndinn hinn svali í þeim garði.
Þarna er Gróðrarstöð Félagsbúsins. Þetta flýgur alveg upp. Gott ef baunagrasið nær ekki nú þegar í gullpottinn í himnum.Og daginn eftir var förinni heitið á ströndina. Þangað höfðum við ekki komið áður. Á leiðinni sáum við vatn með andar, álftar og gæsarungum. Endilega að sýna börnum það. Okkur leist ekki alveg á blikuna þar sem allur skarinn sem svamlaði í róleg heitum á vatninu þaut uppúr og æddi í áttina til okkar...ein kom og hvæsti á mig..ég hvæsti bara til baka (ég meina, það kássast enginn uppá mig..
Þegar við komum á ströndina sem er á Amager, sést til Svíþjóðar og á flugvöllinn, var Sindri sofnaður. Við bjuggum til sóltjald handa honum.Og krakkarnir áttu heiminn.Og Sindri er sætur þegar hann er á ströndinni. Hann var nú pínu ringlaður þegar hann vaknaði en kom fljótt til :)Þarna er Bóndinn með afleggjarana í baði. Er þetta ekki fallegt á litinn?

Ok, þetta var kannski ekkert svo löng færsla, en löng helgi að baki og hún var frábær. Mamma hefur nú lagt af stað frá heimili sínu í Hafnarfirði og heyrði í ég henni á Dalvík í gær, svo ætla þau í NOrrænu og koma svo væntanlega til okkar uppúr 17.maí :) Næsti uppásetningur (sá sem sest uppá fólk ) mun vera frúin á Daggarvöllum og sú sem sýgur á henni brjóstin og þær koma í endann á Maí. Þær hafa ákveðið að koma til að heyra undurfagra flaututóna mína. Iceland Express er ekki hresst með hversu dræm mæting er...kommoooon.