Við erum loksins orðin almennilega tengd við umheimin. Nú er hægt að lesa fréttir af okkur hér á síðunni, senda okkur villt og galið sms og hringja í íslenska símann. Þið eruð með númerið. Það má nú varla minna vera. Ég fékk nú samt sendibréf í dag. Það var límt fast á nammi pakka frá systur minni. Það var frábært. Ég settist strax við skriftir og má hún eiga von á ritgerð þegar ég man eftir því að fara með bréfið í póst.
Hér er allt við það rólega þó ég hafi þurft að þvo ótrúlega mikinn þvott í dag, mamma veit hvað ég er að meina..hehe. Ég hef alveg verið í því að spreyja sótthreinsandi um allar trissur.
Ég þori varla að segja það en það er engin mygga búin að sjást hérna eins og í fyrra. Það er frekar furðulegt því það var svo geðððveikt mikið af þeim þá. Kannski hefur ekki rignt nógu mikið. Það er þó spáð rigningu eiginlega út ágúst að mér sýnist, ég var alveg að vona að ég hefði tækifæri á einum góðum strand degi og nokkrum svalasólböðum.
Á mánudaginn byrjar svo ballið. Gummi byrjar þá í skólanum, Sunneva daginn eftir og svo við Sindri mánudaginn eftir viku. Já, þetta verður örugglega frábær vetur :)
15 Aug 2008
Símon
Posted by Bústýran at 11:04 pm
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
pakkinn hefur þá komist í sinni annari tilraun á leiðarenda... enjoy.. og mikið hlakka ég til að fá sendibréf! sunnan er alveg eins og bústýran á ballettmyndinni góðu og mikið afskaplega snertir það mitt gamla ballett hjarta að hún ætli að prófa það!
Já, sammála, þetta verður örugglega frábær vetur!
ástarkveðja,
mor
Post a Comment