Ég er ekki að meina að ég sé að troða þeim innum bréfalúgur hjá nágrönnunum.. nei, það eru næstum allir félagsmeðlimir að fara til Íslands á miðvikudaginn og koma ekki aftur fyrr en síðla sumars. Þau fara Gvendi og Sunna og líka Þorvaldur.
Hann ætlar að halda til á Hvolsvelli ..í tjaldi..hann auglýsir eftir græjum til að hita sér vatn..einhver??
Já, ég veit það ekki. Við verðum þá ein hér ég og sá sem hefur verið saumaður við rassinn á mér.
Af veðri er allt fínt að segja. Mér finnst bara geðveikt að hafa heitt veður og sólskin. Og ég lá allan daginn á ströndinni í gær...þvííílík sæla. Ég lá þar og las og skrifaði. Og í dag fórum við útí skóg og átum þar gotterí. Við vorum að stikna en mér finnst það dásamlegt. Svo dásamlegt að ég fór og lagði mig á svölunum í sólinni núna áðan. Nú er ég bara allan daginn á brókinni, það er svo heitt og ágætt. Sé að ég þarf að fara að fjárfesta í geitungaveiðara..og búðir eru farnar að auglýsa myggusprey, eftirmyggustungumeðal, rafmagnsflugudrepara og skógarpöddufjarlægjara..ég sé mér ekki annað fært en að fjárfesta í því öllu ..og duglegu flugnaeitri.
5 Jul 2008
Félagsbúsmeðlimir bornir út
Posted by Bústýran at 5:42 pm
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Hlakka MJÖG til að sjá "útburðina"
ástakveðja, mor
Post a Comment