Hér er jú allt við það sama. Að vísu eins og ég nefndi styttist óðum í að ég og sá sem er gróinn við minn æðri enda verðum skilin eftir hér í Danaveldi. Já ég segi skilin eftir.. Afleggjararnir eldri fara í fjölskylduheimsóknir margar og öfundum við af því. Bóndinn fær að fara að djöbblast í vinnu með vini sínum, vinna hálfan sólarhring, tromma í 1/4 og sofa saman (þeir sko) í tjaldi afganginn. Ég öfunda...ég öfunda alveg rooosalega mikið í dag. Við Sindri fáum að vera hér, hann í mjög svo þýðingarmiklu verkefni á leikskólanum og ég heima að gera HVAÐ??? Ekkert. Ó mig auma.Til hressingar
Ekki byrja að segja..."já, þú nýtur þess bara að vera ein heima", "þú ættir bara að gera e-h fyrir sjálfa þig á meðan" , "þú notar tímann til að hressa uppá heimilið meðan hann er í burtu"... Ég er alltaf heima, ég þarf ekkert að vera ein heima til að njóta þess, allt sem ég geri yfir höfuð er fyrir sjálfa mig, ég er örugglega sjálfmiðaðasta manneskja sem ég þekki og hressa uppá heimilið...úff, mér finnst nú barasta alveg nóg að stunda venjulega þvotta hér. Ef e-h er í reiðileysi á Íslandi þá er honum boðið að koma og njóta sumars hér hjá mér. Ég verð upptekin við störf í tölvunni allan daginn og fer ekki í neinar skoðunarferðir nema þú bjóðir mér uppá nammi í enda ferðar.
Annars er hér búið að vera hið fínasta veður. Við fórum í Christianíu í gær, það finnst mér alltaf frábær staður. Á aðalgötunni má segja að flestir séu í mjög nánu sambandi við sjálfa sig. Innan um má finna flott hús. Einn maður var að selja bongó trommur og Bóndinn fór og prufaði. Maðurinn hélt að hann ætti stærri trommu heima hjá sér og hélt að hann ætti skinn...menn eru bara svo rólegir þarna að þeir muna ekki hvort þeir eigi varninginn heima..hehe. Þegar Bóndi var búinn að prufa trommuna sagði hann, "you'll be seeing me again" ég er rétt að vona að hann ætli að fara og kaupa trommuna og svo bæði hvítu og svörtu húfuna sem ég sá hangandi þarna. Það voru svona húfur eins og ég er búin að týna en ná bæði yfir hausinn á mér og hárið, svona afró húfa nema ekki í jamaica litum.Meira hressó
1 comment:
Njóttu þess að hafa FÆRRI föt til að þvo!!!!!!!!!!!!!!!Ása Ólafs.
Post a Comment