Fjandakornið. Ég neyðist til að svíkjast undan hinni fínu málverkaherferð minni. Ég er að vísu að fara að mála, en bara með hvítu og á veggi heimilisins. Það atvikaðist þannig að við fáum íbúðina sem við ..vorum búin að fá (flókið mál) og þessvegna erum við Sindri búin að vera í flutningaundirbúningi. Við fórum og keyptum kassa. Já ég veit að það er fáránlegt að kaupa kassa en svoleiðis er það hér. Aldís og Brynjar hafa að vísu síðan lánað mér alla sína kassa, ég vona bara að það sé nóg, þó ég efist um það. Flytte kassar eru ekkert ódýrir, 100 kall danskur fyrir 9 kassa..ég held ég sé búin með þá alla og 10 í viðbót.. það gæti orðið dýrt spaug. Þá fórum við í Fisketorvet og keyptum málningu. Ég er alltaf frábærlega gáfuð og að sjálfsögðu fór ég á hjólinu mínu og Sindri náttúrulega í sætinu sínu fyrir aftan mig. En 2 10lítra fötur af málningu hanga ekki á stýrinu hjá mér svo þær fengu að sitja í barnasætinu og Sindri neyddist til að ganga heim. Það gerði hann með glöðu geði eins og allt annað.
Ég hef verið að uppgötva það hér síðustu daga að hann talar fullt, fullt af dönsku, mikið meira heldur en íslensku. Hann skilur auðvitað allt sem ég segi en hann svarar mér oft á tíðum á dönsku. Það er í lagi og ég pissaði á mig af hlátri þegar hann gólaði alltí einu "det var noget pis".....
20 Jul 2008
Det var noget pis
Posted by Bústýran at 9:35 pm
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment