11 Jun 2008

Ég hef aldrei..

...borðað jafn mikið gotterí í 10 daga í röð eins og þessa daga sem Bryndís var hér..vóóó. En gott varða. Þær fóru í gær hún og Hugrún og ég er ekki frá því að það sé svolítið tómt í koti. Ég veit að við erum fimm og allt, en samt.

Hér hefur veður snúist uppí e-h rugl held ég bara. Það er rok og svo þykkur himininn að það er örugglega bara tímaspursmál, ég tala um sekúndur, hvenær það byrjar að rigna. Ég er alltaf að bíða eftir þrumum og eldingum. Það er alveg frábært að sitja á svölunum með kertaljós á sumarkvöldi og það er pissandi rigning úti og þrumur og eldingar, en ekkert kemur inná svalirnar. Það er hins vegar ekki mjög vænlegt í svona roki eins og er nú.

Þá er ég bara fegin að eiga eftir að klára verkefni í skólanum og gera prófverkefni og undirbúa sjálft prófið, gott að getað gert það í fúlu veðri :) Ekki það að undanfarna daga hef ég bara smellt mér með tölvuna útá svalir og lært þar.

Það eru örugglega allir sammála mér þegar ég spyr afhverju allt þarf að hrúgast á sama tímann, þið skiljið..þegar allt er að gerast á einni helgi eða þegar það yfir höfuð er vor og allt að klárast fyrir sumarið, svo sem skólar og svona. Hér í Köben virðist vera alveg endalaust af foreldra viðtölum eða samkomum af einhverju tagi. Við þurfum að fara með Gumma í sumarveilsu á laugardaginn, svo er kynning fyrir 0.bekk og 1.bekk á miðvikudaginn efitr það (fyrst hann svo hún), daginn eftir það er eitthvað sem heitir klassehygge hjá Gumma frá 13 til 19 og svo daginn efitr það er bansett foreldra kaffi frá 8 til 8:45. Ég veit það ekki, það er eins og þau hafi bara gleymt að gera þetta allt yfir veturinn og ákveðið að hafa bara öll skiptin í einni viku...rétt undir það síðasta þegar allir (amk ég ) eru að standa í prófum, lokaverkefnum og einhvernvegin að ganga frá vetrinum til að getað farið í frí t.d.

Talandi um frí. Þá er ég farin að hlakka til. Ég fer í mitt próf 23.júní og eftir það er ég komin í sumarfrí. Það er dásamlegt. Ef allt fer eins og ég hafði planað það þá þarf ég ekki að fara að vinna, þó ég velkomi verkefni í margmiðlunargeiranum sem krefjast þess ekki að ég mæti á staðinn.
Það verður ágætt að skipta úr "keyrslu" hamnum og fara að leika sér í staðinn.

Sei, sei..ég ákvað núna áðan að ég ætlaði að fjölvinna. Ég skipti íbúðinni upp í 7 hluta (ég er ekki með þroskaheftni á háu stigi..) og ætla að læra/vinna í klukkutíma í senn og fara svo og þrífa einn hluta og með þessu átti ég að læra og þrífa og hvíla mig á því að sitja við tölvuna með því að brjóta þetta svona upp. Í enda dags á íbúðin að vera hrein, ég langt komin með það sem ég þarfa að klára fyrir föstudaginn og ekki með sofandi rass og aum hné á að sitja...hvað er ég að gera???? blogga kannski... Það er eins og "ég" sé staðráðin í að stoppa það af að "ég" framkvæmi nokkuð, erða ekki merkilegur fjandi?

2 comments:

Anonymous said...

Jú mikið var nú borðað af sælgæti... úff... held að sú sem hangir á brjóstunum á mér sé með fráhvarfseinkenni frá því, jahh eða söknuður! Hún grenjar bara í dag. En ég tók greinilega sólina með mér heim, en gleymdi hlýindunum því hér er jú kaaallllllt.

Helga said...

ég bíð svo spennt... bara fimmtán mínútur til stefnu, vona að þetta gangi allt saman vel :)