Já svei mér. Ég er búin að búa til á A3 blaði vikuplan fyrir næstu tvær vikur. Það er sett upp með marglituðum post-it miðum hvar hver og hvað hann er að gera hvenær er sýnt, sem ég síðan skipti út og set aftur tvær vikur þegar þessar eru liðnar. Og við bjuggum til matarplan líka, erum við ekki óð? Það er hinsvegar spurning hvort okkur tekst að fylgja þessum plönum, ég hef gert marga lista og mörg plön en kannski ekki síðan fylgt þeim og allt hefur farið til fjandans.
Það er þá flauta á mánudögum, bæði einkatímarnir og Blæserensemblet. Í vetur verður einhver norrænn tónverka vetur og byrjum við á dönskum, svo var eitt með norskum og svo sagðist hún ætla að finna eitthvað með sænskum, veit hún ekki að Ísland er líka eitt af norðurlöndunum???
Þá er selló á þriðjudögum. Það var nú meira. Hafiði ekki kynnst fólki sem tekur þéttingsfast í hendina á ykkur (ekkert að því , þoli ekki lausheilsara reyndar) og heldur svo bara endalaust í hendina. Þegar maður heilsar tekur maður í hendina og gerir uþb þrisvar niður eða einusinni fast og ákveðið. Svo sleppir maður og setur hendurnar í vasann eða á mjöðmina eða í aðra vandræðalega stöðu, maður heilsar jú ekki fólki sem maður þekkir vel og þarf þar af leiðandi ekki að vera vandræðalegur.
Selló kennarinn sem heitir Thomas hélt og hélt í hendina, ég vissi eiginlega ekkert hvert ég ætlaði. Þá hófst leit í skólanum að sellói og kom það loks í ljós inní einum skápnum og það er gamalt og notað og lyktar þannig líka, frábært semsagt. Sellóið er stórt, eiginlega stærra en ég hafði haldið, ég hef jú aldrei snert selló fyrr. Og ég fékk að læra hvernig á að halda á boganum og sitja við spilun og það á ég að æfa heima. Hlakka til að geta farið að spila af alvöru.
Svo stofnaði ég hljómsveit. Það vita það reyndar ekki alveg allir meðlimir held ég, þetta var svona einstaklings ákvörðun og ég var einstaklingurinn sem ákvað. En ég bíst við að þetta verði rætt hér eftir skammastund á PHG 5, hjá AB. Ég held að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem ég stofna hljómsveit, en eins og með plönin þá hef ég ekki enn komist í að framkvæma fyrstu æfingu. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta fer..hehe.
Annars er allt að fara á fúll svíng í skólanum núna. Og Þorvi byrjar á mánudaginn. Þannig að ég held að við verðum að fá oss au per, einhver??
4 Sept 2008
Sellóið
Posted by Bústýran at 3:54 pm
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Kannski við ættum að fara að skokka líka..
já, pottþétt, ég keypti jú skó, er ekki glatað að láta þá svo bara eyðast af sjálfusér í skápnum..áfram við..
eheheheh... mér líkar heldur ekki lausheilsarar....
Takk fyrir skeytið - ekki oft sem maður fær svoleiðis þessa dagana!
Gangi ykkur allt í haginn, er ekki Bóndinn að setjast á skólabekk í dag - eftir nokkurra ára fjarveru þaðan?
Hálandakveðjur
Post a Comment