Í alvöru..engin komment til mín???
Hann sem leigir okkur tilvonandi íbúð hringdi til mín í dag og sagði að ég gæti bara farið þar inn eftir helgina..þegar hann er búinn í sumarfríi. Það er mjög vel.
Svo hefst bara allt þetta sem ég stóð í fyrir ári..sækja um hitt og þetta, húsaleigubætur á ég við og tilkynna flutning hingað og þangað..þetta virkar allt saman miklu flóknara en heima þegar er nóg að hringja í pósthúsið og biðja þau vinsamlega að senda póstinn annað..og nóg að hringja í símann og segja þeim að maður sé fluttur og að maður vilji móttaka símtölin á réttan stað. Allt myndi það taka hálfa sekúndu, það liggur við að það sé hægt að segja að fyrirtækin á Íslandi viti fyrirfram hvað maður ætlar að biðja um og svo hringir maður og þá er bara allt klárt. Það er ekki svoleiðis hér, hérna gefa þeir sér alveg 2 vikur í að tengja símann á nýja staðinn..það er offfsalega langur tími.
Búnir að vera furðulegir dagar. Rakst á svo heppilega setningu eða eiginlega tvær og þær eru þessar:
"Það er oftast kvíðinn sem hindrar okkur í að sjá hinar ljósu og björtu hliðar lífsins. Kvíðinn býr innra með okkur, svo okkur er frjálst að hafna áhrifum hans á viðbrögð okkar við því sem fyrir okkur kemur"
"Í skugga vængs þíns verði mitt skjól þar til áþján þessi er yfirgengin"
Já seisei.
23 Jul 2008
Í alvöru
Posted by Bústýran at 9:49 pm
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
hæhæ Kristín það er nóg að gera í Danaveldi,gangi þér vel með flutningana,bara það leiðinlegasta sem ég geri þeas að flytja.finnst alltaf jafngaman að lesa skrifin þín,brasið með stóra fjölskyldu minnir mig á þegar mín stóru voru lítil.Annars bara gangi þér vel í flutningum fúmmfúmmfúmm kveðja úr Hafnarfirði,Inga hans Einars
Halló mín kæra.
Allt gott héðan,Sunneva að brasa eitthvað með Emmu Karen,reikna með að þær noti tímann vel í dag :)
Þú tekur vonandi upp þráðinn aftur í listaverkunum þegar um hægist !!
Knús á ykkur Sindrann.
Kv.Lóa
Engin komment - hvaða hvaða!
Fékk frábæra heimsókn hingað á Bif í dag, en þar voru á ferð Bóndinn og vinur hans. Gott kaffi og góður félagsskapur - verður ekki mikið betra.
Kveðja úr prófstressi (fyrir síðasta prófið í þessu námi mínu í fyrramálið)
Ása
Jiii, gangi þér vel Ása og rétt er að félagarnir eru frábærir , enda velur Bóndinn sér alltaf frábæra vini.
Takk fyrir velfarnaðaróskir í flutningum Inga, fúmm fúmm fúmm..til Einars líka að sjálfssögðu.
Elsku mAmma L, ég knúsaði Örverpið vel og lengi fyrir þig...og svo tek ég upp þráðinn, sé að ég er strax við barm heimsfrægðar í málaralistinni..
Ég hefði nú verið til í að bera eitthvað upp á 5.hæð, enginn smá árangur af því, fyrir þá sem burðast með..............sjálfa sig!
Hlakka mjög til að fá Sunnevu til mín á eftir.
ástarkveðja til ykkar,
mor
p.s. allra kærustu kveðjur líka til AB og co.
Post a Comment