Nú er ég tengd heima hjá AHG. Ég veit ekki hvenær ég fæ netið heim til mín. Lenti í einhverjum vandræðum með þetta... þar sem ég bý núna í skýjakljúfi þá nær ekki tengingin betur þar uppeftir að ég varð að taka exekkjútíff ákvörðun um að sleppa því að vera með heimasíma. Það er í lagi því við notum hann heldur ekki neitt. Ekki örvænta, við verðum enn með íslenska símann og þið getið hringt eins og þið fengjuð borgað fyrir það. Númm..og ég hringdi ...og svo hringdi ég aftur..og aftur og alltaf fékk ég furðuleg skilaboð um að fyrst það væri ekki hægt að flytja símann heldur bara sjónvarp og net og svo að það væri sko aldeilis hægt að flytja þetta allt saman..og að það myndi gerast í dag og svo hringdi ég í gær og vildi vita meira um málið því það var síðan hringt um að það væri ekki hægt að flytja þetta... flókið, en kellingin í símanum bað mig að vera þolinmóða..ÞOLINMÓÐA..ég tilkynnti flutninginn fyrir 2 vikum síðan, ég er alveg plentí þolinmóð þykir mér, þó ég segi sjálf frá.
Svo eru dögum mínum sem einstæðingi lokið, dvöl Bóndans og Hins fíbblsins er lokið og þau eru bara komin í loftið held ég. Og lenda á eftir klukkan um hálf níu. Við Sindri ætluðum að elda grjónagraut fyrir þau að borða þegar þau koma heim en erum núna í góðu yfirlæti hjá AHG og nennum ekki heim til að elda.
Meira þegar ég er komin í netsamband og með myndavél svo ég geti sýnt ykkur myndir af íbúðinni nýju :)
6 Aug 2008
Netlaus = allslaus
Posted by Bústýran at 6:09 pm
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Þetta minnir nú bara á þjónustu Símans hér á Hvt !!! en það er önnur saga :) Hlakka til þegar þið verðið orðin tengd ! og til að sjá myndir frá nýja staðnum.Og nú er Gummi væntanlega á leiðinni með afa sínum og þið bráðum öll saman á ný :)
Ástarkveðja.
Lóa.
Átti svo ekki að koma mynd af mér?
A.Bjé
ji hvað ég hlakka til :D
Post a Comment