9 Jul 2008

Með sex ferðatöskur

Ég var að koma heim núna rétt í þessu eftir að hafa fylgt liðinu mínu útí Metró. Ég afber ekki að fara með þeim allaleið á völlinn..Þau fóru alveg með sex ferðatöskur, að vísu allt handfarangurs töskur nema sú sem Lóa var með, því hún var jú að koma með hrygg og annað góðgæti handa okkur sem ekki komst í neina petit flugfreyjutösku.. Þó ég hafi þusað yfir því að ég þyrfti sko ekki að lá segja mér hvað ég gæti gert hér á meðan þau eru hér, og ég sagði heil ósköp um að ég nennti sko alls ekki að fara að þrífa hér, þá er ég samt mjög fegin að það hefur ekki verið tekið til eða þrifið hér í marga daga. Ég hef verið í óðaönn að hugsa upp verkefni og er komin með þó nokkur.

Anna, já allt annað. Við erum að fara að flytja. Já seisei. Við ákváðum að við vildum búa í "danskri" íbúð. Uppáhalds orðatiltækið mitt er "leitið og þér munið finna". Ef þú leitar ekki að vinnu færðu ekki vinnu og ef við leitum ekki uppi það sem okkur langar þá fáum við það ekki. Ég er búin að vera að kíkja eftir íbúðum í smá tíma en aldrei sent neinn póst, bara skrifað okkur á einn biðlista. En svo sendi ég póst og var boðið að koma í opið hús í einni íbúð. Kemur í ljós að þetta er fasteignasala sem á helling af íbúðum og við fengum lykla af alveg 20 íbúðum í öðrum húsum heldur en opna húsið var í. Við völsuðum um Englandsvej og Østerdalsgade með alla lyklana og gátum valið okkur íbúð. Það gerist nú ekki oft. Oftast þarf maður að taka bara því sem bíðst.

Við völdum okkur geðveika íbúð, sjiiitt hvað hún er flott. Þetta er penthouse (já ...rosa góð meðsig..) eða þakíbúð að dönskum stíl. Það er allt nýtt í henni eins og er hér, enginn hefur búið í íbúðinni áður og það fylgir þvottavél, þurrkari og ísskápur. Eina sem er ekki þar sem er hér er uppþvottavél en hana höfum við hvort sem er ekki notað síðan við komum og svo eru ekki fatskápar, en WHO CARES... Og svo er ekki lyfta og þetta er uppá 5 hæð , sem jafngildir 6hæð á Íslandi, svo bara þeir sem eru í góðu formi geta komið til okkar í heimsókn (drííín). En okkur er alveg sama, það eru tvær svalir, stór og rúmgóð herbergi, Bóndinn er hættur að vera ástfanginn af mér og er nú forelsket í eldhúsinu þar sem að honum finnst er geðveikt. Íbúðin er undir súð að nokkru leiti og er björt og falleg. Rúsínan í pylsuendanum er að íbúðin er einum fermetir stærri og tööööluvert mikið ódýari.. Við getum flutt þangað inn annaðhvort 1.ágúst eða 1.september.
Það er því svo að íbúðin sem við erum í núna gæti verið laus til leigu frá 1.ágúst eða 1.september í einhvern tíma, ef e-h er að flytja út og vill vera e-h staðar meðan hann er að leita sér að íbúð..eða ef þarf að vera hér í smá tíma. Verið bara í bandi ef það er raunin.

Númm, annað hef ég ekki að segja. Markmið mitt þennan mánuðinn er að halda geðheilsu á meðan ég er ein í heiminum og svo að fá það í gegn að ég geti flutt um 1.ágúst..við sjáum hvað setur, ég get verið frekar aðgangshörð og komið hlutunum af stað í rétta (mína) átt..það vitið þið sem þekkið mig best..hoooo hoo HOOOO

1 comment:

Anonymous said...

Ju minn hvað þetta er allt spennandi hjá ykkur - vera ein heima (i love it) og fara svo að flytja sem er líka gaman - stundum! Spurning hvort þau hafi mætt Birki á flugvellinum þar sem hann fór til Dan í gær...
Annars er ég flutt enn eina ferðina á Bif - síðasti kúrsinn í náminu byrjar á mánudaginn og ritgerðinni skal svo skila 5. ágúst!
Kveðja og njóttu þess að njóta þín að vera "ein" heima (bara með einn áhanganda).
Annars væri voða gaman að sjá fleiri myndi - elska myndabloggin þín!