Ég veit ykkur þykir skemmtilegt þegar ég monta mig af veðrinu hérna. Og það er einmitt þessvegna sem ég pósta þessa mynd af veður spá helgarinnar eða næstu viku öllu heldur. Eins og sjá má verður glennu sól og upp undir 30 stiga hiti. Í þessu ætla ég að flytja. Shit. Ég pósta þetta líka fyrir hönd Aldísar B en hana hefur langað til að monta sig af veðrinu hér líka en er því miður netlaus og mikið góðhjartaðari og minna hrokafull en ég.
Einhver sem býður sig fram í að flytja með mér? Ég er ekki að meina ykkur á landi roks og rigninga..heldur þá sem búa hér í næsta nágrenni í Köben.
Flutningurinn hefur æði margt jákvætt í för með sér, fyrir það fyrsta er garantíað að við losnum við auka skvap ef það er að þvælast fyrir okkur. Ef það er ekki að þvælast fyrir okkur þá getum við bókað að við fáum frábæra vöðva eftir þetta púl. Og í þriðjalagi höfum við afsökun til að vera meira og minna innandyra því við verðum öll orðin skaðbrennd eftir góðaveðrið um helgina. Þannig þetta er eiginlega heilsuferð uppá 5 hæð. Ég mun sjá um að það verði kalt hvaðsemer, sem flytjendur vilja drekka til að svala þorstanum. Þó verð ég að segja að allur bjór sem ég myndi versla yrði að vera áfengislaus því ég vill ekki að þið missið æði dýrmætar eigur mínar beint í gólfið.
Nú kemur í ljós hversu góða vini ég á. Ég mun pósta hér myndir af þeim sem ég tel vera vini mína og ekki nenna að taka til hendinni með mér..múÚÚÚÚhahahAHAHA
25 Jul 2008
Flytja í besta veðrinu
Posted by Bústýran at 11:13 am
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
commentið á fyrri færslu átti náttlega að vera hér...........
kv. mor
Úff svitaholurnar opnuðust bara við að horfa á kortið !!!
Gangi þér bara offfsalega vel í flutningunum og vonandi færðu mikla hjálp. Bóndi á líka frábæra bústýru :)
Knús á ykkur Sindra.
ástarkveðja.
Lóa
úff.. vona að þú hafir fengið hjálparviðbrögð á annan hátt en í commentum... Væri mikið til í að vera að hjálpa þér, ekki er það nú skvapið sem er að angra mig, en vöðvaleysi heldur :D Svo finnst mér eitthvað heillandi við að flytja ;)
Post a Comment