7 Apr 2008

Að vera upptekinn.

Þýðir það að maður er upptekinn, s.s alltaf að endurtaka það sem maður segir eða er maður ekki með tappann skrúfaðan á eða hefur einhver tekið mann upp með rótum...eða er maður bara bissí??

Ég held að við mig eigi allar mögulegar skíringar á þessu annars ágæta orði. Ég er alltaf að endurtaka það sem ég er alltaf að segja. Ég þarf örugglega ekki að telja það upp, þetta koma allt fram í laginu hér að neðan, varða ekki fyndið?? Ég er pottþétt ekki með tappann skrúfaðan á, það er útaf því sem öll vitleysan vellur uppúr mér. Það er bara ekki ég að vera með tappann á. Ég held ekki ennþá að ég verði svo fræg að verða síðan tekin upp..þá á kannski hljóðband eða sjónband.
Hins vegar er ljósara en nokkuð ljóst að ég er upptekin. Við fengum verkefni í skólanum á fimmtudaginn um að hanna tölvuleikja karakter. Það má sega að við höfum setið við. Allir unnu heimavinnuna sína á laugardag og svo hittumst við á sunnudagskvöldið til að fara yfir þetta. Það drógst á langinn og ég kom ekki heim fyrr en klukkan 1. Það finnst mörgum sem lesa til annarra mikið bóklegri greina örugglega bara piss sko, en staðan var þannig að ég var stödd í austurhluta borgarinnar og bý sjálf í suðurhlutanum. Það er ekkert óþægilegra en að hjóla einn í myrkrinu í gegnum Kaupmannahöfn. Það er mögulega óþægilegra að hjóla í gegnum niðdimman skóginn ókristilega snemma á morgnana eins og ég sagði frá um jólaleyti (ég er ENNÞÁ reið við fólkið í Amager Blomster..langrækin eða hvað...). Það var nefnilega þannig að þegar ég hjólaði úr tónskólanum um kaffileytið á sunnudaginn, frá s.s Frederiksberg og yfir á Østerbro, þá viltist ég og vissi þar af leiðandi ekki alveg hvernig ég átti að komast til baka, en það reddaðist sem betur fer og ég fékk lánað kort hjá þeirri sem fundurinn var haldinn hjá. Mér finnst bara ekkert spes að hjóla án þess að vita hvert ég er að fara og finnast hver einasti póstkassi, einasta ruslatunna, einasti símakassi, einasta skilti sem er í mannhæð vera einhver húkandi vera, mögulega með eitthvað ókristilegra en að hjóla snemma morguns í gegnum skóginn, innanundir úlpunni. Það var aldrei neinn, sem betur fer. Og ég komst heim. Verð þó að viðurkenna að hjartslátturinn átti við margra klukkutíma maraþonhlaup en ekki 30mínútna hjól niðrímóti. Hvað um það.
Verkefnið okkar snerist m.a um það að hanna karakter sem síðan allir hinir hóparnir neyðast til að nota við gerð tölvuleikjanna sinna. Við unnum keppnina...JEEEHÚÚÚ. OKkar bíður hinsvegar mikið meiri vinna en fyrir hina hópana svo ég veit eiginlega ekki hvort það var í alvöru gott að vinna.

5 comments:

Anonymous said...

Kongrats með fyrsta sætið!! Snillingur ;)

Anonymous said...

Frábært! Til hamingju!! Það er rosa gott að heyra hvað gengur vel.
ástarkveðja,
mor

aldisojoh said...

jeij... glæsilegt hjá þér

Anonymous said...

Var að lesa. TIL HAMINGJU :)
Ástarkveðja.
Lóa.

Anonymous said...

...og dugleg ertu - koma svo og tak'idda