Gummi verður bráðum 7. Mér fannst svakalegt þegar hann varð 6 ára, það jafnaðist samt ekki á við það þegar ég varð 16ára, það var sko áfangi og eiginlega aftur þegar ég varð 18 ára. Þó ég muni reyndar ekki mjög mikið frá þessum árum þá man ég að ég beið með óþreyju eftir að verða eldri alveg þangað til ég varð 20, eftir það finnst mér ekkert til þess koma að verða árinu eldri. Númm, að þeim hálffermda. Því ég hef hér börn á ýmsum aldri þá finnst mér skemmtilegar breytingarnar sem verða á þeim. Fyrst eru þau smábörn= Sindri 1árs, svo verða þau smákrakkar=Sindri núna, svo verða þau börn=Sunneva og svo verða þau eitthvað millibilsástand=Gummi nú. Það hefur eitthvað breyst í honum. Fyrir utan að hann stækkar og fær risastórar fullorðinstennur þá hefur eitthvað í fari hans breyst. Ekki get ég komið auga á það og það er ekki hegðunarlegt. Kannski er það bara tilfinning sem ég fæ eða eitthvað í fasi hans sem lætur mig sjá að hann er að vaxa uppúr því að vera "barn" (ég veit vel að hann er það til 18ára..).Núna langar hann bráðum að fara að ganga einn til og frá skóla (það tíðkast ekki hér að senda þau bara 6ára ein, ég man ekki annað en að ég hafi þrammað Melhagann frá skólabyrjun, en svo veit ég það ekki alveg hvort það var alveg síðan þá). Svo kann hann svo marga hluti sem ég hafði ekki hugmynd um. T.d að fá mömmu sína til að gera það sem hann vill án þess að prufa aðferðina "leggjast í gólfið og ÖSKRA".
Við fórum saman í búðir um daginn, ég og hann. Fyrst fórum við í mínar búðir og svo í dótabúðina, með því skilyrði þó að hann færi hvorki að grenja né væla um að kaupa eitthvað. Það var samþykkt. Við gengum milli hillanna. Við skoðuðum allskyns legó dót, sem mér finnst vera fínt dót, býður uppá svo margt og svo komum við að ógeðiskalla hillunni. Honum finnst þetta vera virkilega flott og kúl. Örugglega því ég er ekki maður, þá skil ég ekki hvað getur verið svona gaman að leika sér að ógeðisköllum með sverð og sprengjur, blóð á vígtönnum og risastóran eldspúandi dreka í haldi.
Það sem hafðist uppúr þessari ferð, var að ég lofaði honum að þegar hann er búinn að læra að lesa og búinn að safna sér fyrir leikjatölvu (sem kostar 1000dkk) þá má hann kaupa hana. Ég gekk alveg á þver við allt sem ég hef alltaf haldið fram hér á heimilinu í einni dótabúðarferð. Ég hef haldið því fram að tölvuleikir séu óhollir og hann fái nóg af þeim annarsstaðar..
Peningagjöfum í afmælisgjöf er því beint, beint inná reikning, ekki í hendurnar á honum :) hehe.
Annars er allt gott að frétta. Klukkan er núna 2 tímum á undan. Merkilega, þó þetta sé bara einn tími, þá fann ég alveg fyrir þreytu eða einhverjum ruglingi þarna þegar skiptin voru.
Love you all, allir að hafa það súpergott, elska friðinn og strjúka kviðinn :)
9 Apr 2008
Hálft fermingarbarn
Posted by Bústýran at 11:11 pm
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Stíkur maður ekki bara kviðinn þegar eitthvað spriklar í honum =) pahahahahahaahaha.....
Gurrý
thad yrdi tha ad vera loft..allavega i minu tilfelli..hehe
aha - svona var þetta líka á mínu heimili - ég semsé gat ekki fattað þetta með byssurnar - hvað er svona skemmtilegt við byssur? EEEn stóri strákurinn (sem við köllum óvitann, þ.e. Raggi) fór alltaf og keypti byssur sem fylgdu með í sumargjöf og ótrúlegt en satt þá hitti það alltaf í mark!
Spurning hvort D-drengurinn fái byssu í sumargjöf...ekki alveg viss!
Post a Comment