27 Apr 2008

Og daginn eftir

...birtist Gummi, hver hefði haldið að hann væri á leiðinni akkúrat þarna. Ég var skít fegin, enda eins og ég nefndi orðin óþægilega þung (óþægilega...ógeðslega). Hann puðraðist á endanum í heiminn blessaður og verður eiginlega bara hressari með hverjum degi sem líður.
Byrjað snemma...krææææst. Þetta er rassakrem sko. Zink krem, ef það hjálpar ykkur eitthvað og þetta var ekki í fyrsta skiptið sem svoleiðis fór um allar trissur, ekki veit ég afhverju við læstum kremið ekki inní lyfja skáp hjá Kjartani og Katrínu fyrir ofan eftir fyrsta skiptið, svo við værum viss um að þetta gerðist ekki aftur...en við erum jú eins og við erum. Það má geta þess að hel***** kremið fór ekki úr hárinu á honum fyrr en eftir viku af massívum hárþvotti með sterkri sápu.
Gvendi í hnotskurn, hverjum finnst ekki betra að djamma á bleiupakka.
Í Háagerði á Hvammstanga. Það er ekkert betra en sólríkur dagur á Hvammstanga, sérlega ef það er hægt að vera í arsenal stuttbuxum af Jóa frænda, stígvélum og með eyrnatólaútvarpið hans pabba.
Og það er ekki annað hægt en að draga Drottninguna meðan hún les bók í þvottagrindinni.... með kúreka hatt, annars væri þetta ógerlegt með öllu.
Og þarna eru þau, litla Gunna og litli Jón. Svo sæt. Hann 4 og hún 3 held ég, eða hann 5 og hún 4..ég er bara ekki viss. Voðalega er ég gloppótt.
Ein að lokum, til heiðurs Gumma sem er nú orðinn í alvörunni stór. Maður verður varla sætari, hvaððá meira kúl en hann er. Meira um afmælisveisluna og hvað eina annað sem rekið hefur á daga okkar undanfarið, síðar.

5 comments:

Anonymous said...

Gaman að sjá þessar myndir,og til hamingju með elsku snúðinn minn,hann er að verða svostór þessi elska :) já og til hamingju með mömmu þína líka :) Ástarkveðja.
Lóa

Anonymous said...

OOO þessir rassar sem voru svo litlir en orðnir svo stórir!! Gummi verður sjálfsagt eitthvað mikið meiri og merkilegri maður en við flest, svona miðað við hvernig 7 ára gaur hann er orðinn ;) Til hamingju elsku Gummsli minn með afmælið um daginn - vona að við sjáumst í næsta mánuði ;)

Anonymous said...

Til hamingju með Gumma-daginn um daginn...

Anonymous said...

ja hérna Gummilaði bara orðin árinu eldri, til hamingju með drenginn. Við fáum hann kannski lánaðan þegar við komum til Köben, verðum á ferðinni 5-12 júní :-D
kveðja Sæa

Anonymous said...

þetta er dásamlegt fólk!
ástarkveðja,
mor