Sem óvitar reikum við ráðvillt í villu
og ruglumst í sífellu´á góðu og illu
uns sál vora örlögin svipt hafa ró.
Nú syrgjum við vesalings barnið sem dó.
Vor harmur er dýpri´en hinn helkaldi sjór.
Hann sem var svo stór.
Hann er orðinn engill nú,
alhvítur sem snjór.
Er von að reki´upp ramakvein
raunamæddur kór?
Í buguðu hjarta nú brostinn er strengur,
því burtu var kallaður hugljúfur drengur
svo indæll og hýr eins og æðardúnssæng.
Nú englatár falla á drifhvítan væng.
Vor harmur er dýpri' en hinn helkaldi sjór.
Hann sem var svo stór.
Hann er orðinn engill nú,
alhvítur sem snjór.
Er von að reki' upp ramakvein
raunamæddur kór?
Horfinn, dáinn, harmafregn!
Hann sem var svo stór.
Hann sem var svo stór.
Það er naumast maður er orðinn svaaag. Ég er alveg að drepast úr væmni. Þetta er ljóð úr barnaleikritinu Óvitar, ég var að spila það fyrir Sindra meðan ég var að reyna að fá hann til að leika sér í kubbum án þess að kalla á mig meðan ég lærði. Er það ekki fallegt og sorglegt í einu??
Já, væmnin á sér engin takmörk. Til að vega á móti því þá ætla ég að tala aðeins um fólkið sem ég er með í hóp í bekknum mínum. Ef ske kynni að eitthvað af þeim myndi þýða þetta eða jafnvel lesa þetta með augunum sínum á íslensku, þá segi ég ekkert hér sem ég ekki myndi segja við fólkið auga á móti auga. Ég ætti að geta sagt hvað mér finnst hérna sem ég myndi líka treysta mér að segja fólki í eiginpersónu....allt hitt sem ég aðeins hugsa fær að liggja milli hluta..efði bara vissuð, MÚÚÚhhehehehee.
Þetta er nú ekkert krassandi. Heldur bara undrun mín á því hvað fólk sem er svona nálægt mér í aldri, því þetta er jú í fyrstaskiptið sem ég er í námi með fólki á mínum aldri, s.s allir á bilinu 25 til 30, síðan ég hætti í skildunámi...getur talað mikið um áfengi og hassneyslu..já og allskonar neyslu. Það er í hverjum kaffi tíma, hverjum matartíma og hverjum brandara sagt einhver gargandi fyndinn bjórbrandari. Þetta minnir mig á þegar ég var 15ára eða á því bili að öllum fannst obbbosslega kúl að tala um bjór eða eitthvað annað rugl. Mér finnst þetta asnalegt umræðuefni, sérlega ef það þarf að tala um þetta á hverjum degi, í margar vikur. Kannski er þetta bara því við þekkjumst svona lítið, ég veit það ekki, kannski er þetta eins og við myndum kannski segja "það er veðrið úti" svona til að segja eitthvað.
En arfa leiðinlegt er þetta umræðu efni, svo leiðinlegt að til að ég þurfi ekki að afhjúpa leiðindavarginn í mér í skólanum (hingað til hefur hann bara haldið sig heima hjá sér) hef ég þurft að halda alveg kjafti. Það er svo sem ekkert nýtt að ég er manneskjan sem er á þver við hópinn sem ég lendi í, eða bara hvar sem ég lendi. Það kannast nokkrir við svoleiðis. Og ég er alveg orðin vön því að meðan allir tala um bjór þá hata ég hann, ef allir eru áttræðir (svosem eins og í consortgruppen sem ég spilaði í ) þá er ég tuttugu og eitthvað, ef allir eru miðaldra kona að leira er ég 25ára að leira (með þeim), ef allir eru barnlausir á ég börn, ef allir eru einhleypir á ég kærasta, ef öllum finnst buxurnar kúl finnst mér þær hallærislegar og ég gæti lengi talið.
En hitt er að segja að fólkið er hið ágætasta, mjög hæfileikaríkt fólk og hið ágætasta að vinna með. Allir skila sínu og mæta á réttum tíma í skólann og það er alltaf voðalega þægilegt.
Það er svo margt sem fær mann til að hugsa furðulegar hugsanir, sei sei
12 Apr 2008
Þvera
Posted by Bústýran at 3:16 pm
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment