Aha. Ég á gamla, grútgamla ferðatösku. Það er ekki hægt að ferðast með hana til útlanda, hún fengi örugglega ekki einusinni aðgang í "undarlegur í laginu" farangurinn. Í henni geymi ég þessvegna framkallaðar myndir. Einhverntíma ætlaði ég að setja allt þetta í myndaalbúm..en sé að ég yrði að fjárfesta í annarri bókahillu þá. Í töskunni er ógrynni af bráðskemmtilegum myndum. Frá svo mörgu að það hálfa væri nóg. Það eru margar myndir af Bóndanum í óþekktu ástandi og af vinum hans líka. Margar myndir síðan fyrir árið 2000. Svæsnar sturtu myndir...(ekki af mér). Sönnunargögn um líf á Kleppsvegi númer 50 og eitthvað (ekki af mér heldur), það er gæti verið efni í heila bók.
Eitt sem ég rakst á í gær, þegar ég var að fara yfir þessa tösku í leit að sæmilegum myndum, einni af mér og einni af Bónda fyrir Gumma að fara með í ferðina sem hann er í núna..ekki veit ég afhverju hann kaus að fá myndir af okkur með, kannski til að vera viss um að fá hressilega heimþrá, það sem ég rakst á voru þónokkuð margar myndir af íbúðum þar sem ég hef búið.
Þetta er í herbergi okkar Bryndísar á Melhaganum margumrædda. Ég meina..sést í veggi fyrir dóti?? Þó ég hafi ekki akkúrat núna sönnunargögn þá veit ég (þar sem ég var jú þarna) að það sést ekki í gólfið heldur.Í tímaröð..þarna er ég í e-h kasti á sófanum á Kirkjuteignum þar sem við bjuggum við Bóndi í fyrndinni. Það sést heldur ekki í gólfið fyrir drasli..og það teygir sig upp um alla veggi.
Og enn er sama sagan. Þetta er í Stóragerði í Reykjavík, þar sem ég bjó með Jóhönnu og Sirrý. Góðar stundir, góðar stundir....líklega e-h aðeins of uppteknar við annað en að taka til...
og í Hágerði (Háagerði..Stóragerði..) enn svo mikið af dóti allstaðar að varla sést úr augunum. Furðulega þá man ég ekkert eftir því að hafa haft eldhúsborðið mitt í stofunni..en það hefur greinilega verið svoleiðis.
Niðurstöður þessarar naflaskoðunar hljóta að vera að ég sé rosalega góð í að skipuleggja kaoz.
Og að lokum önnur mynd af litlu Gunnu og litla Jóni... með ömmu minni og afa. Dásamleg mynd.
28 Apr 2008
Naflaskoðun
Posted by Bústýran at 8:17 pm
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
það er svo gott að hafa mikið dót og gott fólk í kringum sig! Hver vill hafa lítið í kringum sig????
ásrtarkveðja, mor
Nákv!! Sætasta myndin af afa og ömmu og búrasystkinunum!
Post a Comment