... sem betur fer. Við elskum að fá heimskókn. Heimsækjandinn verður reynda að vera skemmtilegur og til í tuskið (þvo mannaskít af gólfum og elda velling oní okkur öll). Nú er Yfirpabbi farinn og næstur í röðinni er Einar Karl. Fyrir þá sem ekki vita hver Einar Karl er, þá er hann bræðrasonur Bóndans...altsvo..þeir eru bræðrasynir, synir bræðra sinna..oj... eða bara frændi hans, skilið?
Við hlökkum til að fá Einar í heimsókn. Svo mikil er tilhlökkun Bóndans að hann hefur sparkað okkur hinum, mér og afleggjurunum þremur út á laugardaginn. Hvað ætlar hann eiginlega að gera með Einar? Ég hef hinsvegar engar áhyggjur af okkur þegar við þurfum að standa úti. Í fyrsta lagi má heita að sumar sé komið og ég er búin að liggja í sólbaði tvisvar, annað skiptið varð mér svo heitt að ég varð að sýna körlunum, sem elska hvorn annan í blokkinni á móti, á mér afturendann. Fínni afturenda er varla að finna. Ekki á mínum svölum allavegana. Svo okkur verður amk ekki kalt. Þá hafa börnin hvort sem er gott af því að djöflast úti og ég get notað tímann til að lesa skólaskruddurnar og hanga í tölvunni, vona að netsambandið náist út, annars neyðist ég til að ræna sambandi frá þeim sem búa á neðstu hæðunum. Hvað varðar mat þá ætla ég bara að bjóða okkur í mat til sígaunanna á jarðhæðinni. Ég reyndar efast um að þeir séu sígaunar...þau eru bara endalaust mörg þarna inni og það eru læti í þeim. Sígaunarnir grilla nefnilega sér til óbóta og reyndar mér líka því lyktina leggur um allt hverfið...af lekandi svínafitu...jjjjaaakkk. Það er sannkallaður vorboði að heyra þá rífast aftur og grilla. Grillkúnstin í þeirra flokkum er greinilega erfð í karllegg. Þeir standa svona 7 saman í kringum grillið, með aðra hönd í vasa og segja rosalega fyndinn brandara og nota hina hendina til að leggja áherslu á ...svona ítalskt ef einhver veit hvað ég meina með því. Og svo velta þeir kjötinu og urra á konurnar þegar þær koma út til að kvarta yfirþví að þeir séu ekki búnir aðessu. Börnin þeirra leika lausum hala, þ.e þau hlaupa um allar trissur og hika ekki við að fá lánað dóta annarra barna...eða eru það mín börn...
Gummi kom heim í dag, hann var í svokölluðum Lejrskole. Bekkurinn hans og hann með, fóru á mánudaginn útí sveit og voru þar í tvær nætur. Honum fannst svo gaman að hann óskaði þess að hann gæti verið þar í milljón daga í viðbót. Hann er alger sveitagemlingur. Ég hafði pakkað niður fyrir hann samviskusamlega eftir lista sem ég fékk og tróð öllu í bakpoka og svo var svefnpoki með. Leiðbeiningarnar sögðu að þau ættu að geta borið þetta sjálf. Ég varð því örlítið hissa þegar ég opnaði töskuna hans áðan og sá að hún var full af grjóti... máluðu grjóti úr ferðinni, flott grjót en frekar þungt.
Og þar sem ég hafði lofað því að hann fengi frá mér að fá gat í eyrað þá framkvæmdum við það í dag. Við fórum í Fisketorvet í skartgripabúð og hann valdi flottan lokk til að láta skjóta í eyrað. Ég spurði svona hvort hann vildi að ég myndi halda í hendina á honum meðan það yrði skotið í gegn...hann hélt nú ekki og sagði svo að þetta hefði ekki verið neitt vont!!
Ég segi húrra fyrir Appolló lakkrís...ég þori náttúrulega ekki að biðja mömmu að senda meira því ég sé búin með hitt..
30 Apr 2008
Heimsóknartíminn er hafinn...
Posted by Bústýran at 9:47 pm
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
ekki hafa áhyggjur, ég kem örugglega með slatta...
Om my - vildi að ég ætti pantaðan heimsóknartíma - sjáum til síðar í sumar...aldrei að vita!
Greinilega áætlað fjör hjá Bóndanum og Frændanum...
Hálandakveðjur
Post a Comment