27 Aug 2007

Ísbíll

Það er auðvitað ísbíll hérna. Hann hringir bjöllunni og allir í blokkinni hlaupa í lyftuna og brenna niður og kaupa sér frystikistufylli af ís. Í dag var skemmtilegt því Gvendi og Sunneva fóru sjálf og keyptu ís. Þau eru náttúrulega ekki talandi á dönsku ennþá..en þeim tókst alveg ágætlega að velja stærsta pakkann, með 36 ísum í. Þarna á eru þau á myndinni (verður að setja upp gleraugun,eða smella á myndina til að fá hana stærri:) að benda afgreiðslumanninum hvað þau ætla að fá. Í tilefni af því að við Sindri vorum á svölunum að horfa á dásamlegheitin, meig hann í rennuna þar. Ég var bara fegin að hann stóð ekki aðeins nær því þá hefði hann hlandað beint á svalirnar fyrir neðan...þá hefðum við nú fengið skammir í hattinn...

2 comments:

Anonymous said...

Þetta er sem sagt fólk sem er ekki í vandræðum með að bjarga sér! Amma MJÖG stolt af sínum. Elska ykkur öll.
ástarkveðja
mor

Anonymous said...

Hehheheheheheh.... já öll með tölu geta bjargað sér... var ísinn góður??