30 Aug 2007

Haustlykt

Það er vel við hæfi að það sé haustlegt hér í kóngsins fyrst ágúst er nú einusinni að verða búinn. Þó held ég að hitinn sé ekki undir 15. í gær þegar ég fór á fætur og útá svalir var þar svona frostlykt, það finnst mér vera ótvíræður haustboði, fyrir utan að lauf er farið að fjúka af trjánum og ávextir liggja um allar götur.
Það er sagt að hér sé óvenjulega mikið að mygg (mug) (mýflugu/moskító). Það sé vegna þess hvað hefur rignt mikið, e-h um að þær verpi í vatn og.... Það er víst þannig að fólk með garða við húsin sín getur ekki setið þar á kvöldin, fólk á það bara á hættu að verða étið, eða allavegana vel bitið. Þannig er í vinnunni. Húsið er alveg fullt af flugu. Það eiga allir svona rafmagnsflugnaspaða. Þá grillar maður þær bara. Það sem ég þarf að gera er að fara í villtan tennisleik með spaðann á móti allskyns flugum. Þær eru venjulegar myggur og svo eru þarna allskonar köngulær og fleira og fleira..ojojoj.

Þetta er gistihúsið á Kastrupvej, en eins og aðeins gáfumenn vita þá er konan sem við vinnum fyrir (á mjöööög kynjamisréttuðum launum) með gistiheimili sem er á tveimur stöðum á Amager. Þetta gæti verið rosalega fallegt en þarna er endalaust af dóti. Húsið hefur líka verið hertekið af kóngulóm, þarna eru vefir allstaðar.
Hér er veröndin niðri.




Og hér er afgangurinn af veröndinni. Þarna glittir líka í hlið, brúnt undir tré á móti. Þar fyrir handan er risastórt svæði, líka fullt af dóti. Þar hef ég séð glitta í hjólastell,klósettskálar,horngrind í eldhúsinnréttingu,risa stóran gráan járnbala (sem mér finnst flottur), stóll frá Macintosh (sem er frægur, frægur hönnuður) sem vantar setuna á og kostar heill marga peninga, regnhlífar, skór í öllum stærðum og gerðum, stólar og svo videre. Þau héldu loppe market en samt er allt enn fullt af dóti. Ótrúlegt.
Hér er hinsvegar Sunneva Eldey að skúra gólfin. Á bakvið er Sindri eitthvað að bedúa og Bóndinn að ryksuga. Á meðan var ég með lappir uppí loft og lét Gvenda stinga uppí mig einu og einu vínberi og veifa blævæng yfir mér. Mér finnst ekkert annað en við hæfi að ég fái toppmeðferð á minu eigins heimili þar sem það er nú einu sinni ég sem held þessu öllu saman.

No comments: