Við fórum á svæði á Amager sem var með hellign af pínulitlum húsum sem voru svo sæt, sum með vel hirtum garði en önnur með algerum ofgróðri. Þarna voru blóm af ýmsustu tagi, eplatré, perutré og plómutré sem við rændum af tveimur grjóthörðum óætum plómum.
Ég fékk Gumma til að taka myndir yfir hekkið af japönskum garði sem þarna lá og ég ekki sá...
Allt er fínt að frétta annars. Eftir frábæra daga með afa í heimsókn þá tekur við hversdagsleikinn en hann er ekkert verri. Nú halda Gummi og Sunneva áfram að dóta sér á leikSkólunum. Gummi kemur ævinlega rennblautur heim. Í góðu veðri er kveikt á úðara og vatn fyllir uppí dæld í malbikinu. Þar er buslað á brókinni og haft mjög gaman að. Sunneva er jafn þakin sandi og Gummi vatni...hjá henni er ævintýralegur leikvöllur og fór hún í sína fyrstu ferð, svo kallaðan tur, með leikskólanum. Það var bátsferð á einhverju síkinu sem hér eru. Vonandi halda allir dagar áfram að vera góðir hjá okkur eins og þeir sem hafa liðið hér í Köben. Vonandi verða þeir líka góðir hjá yður kæri aðdáandi.
1 comment:
Ja, það er jú aldeilis gott að heyra að öllum líði vel. Það er allra best! Það er sama hér. ástar-og saknaðarkveðjur
mor
Post a Comment