25 Aug 2007

Þorpari

Ef vill svo til að lögreglan í Kaupmannahöfn sé að leita að ódæðismanni þá er ég með mynd af honum. Ég var grandalaus borgari þegar þessi óborgari mætti mér. Það var ekki fyrr en ég hafði furðað mig frekar mikið á því að hann var með grímu...já, grímu sem var með lokað fyrir hálft andlitið og hann var ekki í neinum slæðubúningi og var síður en svo kona af þeirri gerð, að ég fattaði að ég hafði stoppað til að taka mynd af ljótri blokk og svo smellt einni á götuna framundan og viti menn...þorparinn er með á myndinni.

Ljóta blokkin, þetta eru ekki steyptar svalir þetta gráa allstaðar heldur bárujárns markísur..eða svoleiðis skjól.

Og þarna er kauði, bara venjulega klæddur, náttúrulega fyrir utan grímuna og með svona ferðamannapung um mittið og hvítan poka. Myndin er ekki í mjög góðum gæðum því ég þurfti að stækka hana töluvert til að sjá í gæann....en hann er þarna. Spurning hvort ég verði í framhaldi af þessu handtekin sjálf fyrir að hafa ekki skilað inn sönnunargagni...kannski ég fái mér grímu.

1 comment:

Anonymous said...

kannski er þetta maður með mjög brennt andlit eða eitthvað þvílíkt sem hann vill fela - svona þegar hugsað er um óþorparalegan klæðnað hans... Eyðilagði ég plottið kannski?