Gvendi missti tönn í skólanum í fyrradag. Er þetta ekki afskaplega mikil 6ára mynd, svona skældur með enga tönn :)
Hann byrjaði líka í skólanum í dag. Skólinn er í sama húsi og skóladagheimilið sem hann hefur verið á síðan í byrjun ágúst. Þeir dagar hafa verið mis frábærir. Alltaf gaman en mest gaman þegar hinn íslenski strákurinn er líka.
Nýklipptur. Það má segja að þau hafi verið eins og grýla og leppalúði áður en við fórum í klippinguna.
Sunneva komin með hár á axlir, það voru teknir alveg 10cm af hárinu á henni. Það er ekkert auðveldara að fá hana til að greiða á sér hárið, það tekur bara styttri tíma...
Hún er líka glöð á sínum leikskóla.
Á morgnana hjólum við í gegnum skóginn að skólanum hans Gumma, þar á leiðinni er hesthús, stórt sem er með reiðnámskeið. Við horfum á hestana og hnusum lyktina og viljum fara í sveitina. Þegar við vorum komin eiginlega alveg í gegn einn daginn sá ég mann sitja við borð og hjólið hans standa við borðið. Hann er þarna alltaf, líka um eftirmiðdaginn, alveg einn. Svo sá ég einn daginn að hann drekkur fjári mikið af bjór... sei, sei og nú í kaffinu þá var bara taska þarna, engin karl, hann hefur trúlega brugðið sér af bæ.
Annars má segja frá því að ég hef verið að hreinsa herbergi hjá konunni sem Þorvaldur vinnur hjá. Þá hjóla ég með Sindra í stóra hjólinu og læt hann sofa í því. Það er rosalega fyndið, ég klúðraði efri hluta vagnsins hans oní hjólið, setti þvottakörfuna mína undir svo hann rynni ekki niður og brunaði af stað. Í gær svaf hann þar í 2 tíma...í trékassa föstum á hjóli...híííí.
Það verður heldur ekki skafið af því þegar ég segi hvað ég hef hjólað mikið í gær og í dag..eða hve hratt ég fór. Í gær hjólaði ég þar til mig verkjaði í fæturna. Ég hjólaði um það bil 20km og það allt með börn og síðar á ferðinni með innkaupa poka líka í hjólinu. Börnin eru samtals um 50kg...bara því ég ætlaði ekki að skafa af því... Í dag hjólaði ég svo fætur toguðu í vinnuna, ég þarf að hreinsa herbergi á tveimur stöðum, það tekur 20mín að hjóla á seinni staðinn héðan. Og til baka geystist ég í metróið með Sindra í barnastól á mínu hjóli. Í Metróinu fór ég að Norreport í hendingskasti og brunaði svo upp Nørrebrogade til að fara í viðtal í tungumála skólanum KISS. Elskulegt nafn alveg. Ég fer þá að læra dönsku í október.
Nú er hinsvegar helst að ég fari í sturtu því það er ekki þannig að maður framleiði vellyktandi þegar maður hjólar svona mikið og svona hratt og í þeim hita sem var hér í dag...vóóóóó.
Hér er hinsvegar mynd af símahólfinu í hillunni minni Fyrst við fengum okkur annað símanúmer þá þurftum við annan síma. Sá er fagurbleikur. Ég lagaði auðvitað til í þessari tækniflækju en þarna eru : Router,Siemenstæki (sem ég fékk til að geta haft internetið frá vinum mínum í TDC), tvö tæki til að tala í símann yfir netið, 13 snúrur í öllum litum og öllum gerðum, millistykki fyrir 6 klær, snúrur liggja eins og kóngulóarvefur úr hillunni. Ótrúlegt hvað við þurfum að líða fyrir bara til að yður getið hringt til okkar og sent tölvupóst.
Sunneva komin með hár á axlir, það voru teknir alveg 10cm af hárinu á henni. Það er ekkert auðveldara að fá hana til að greiða á sér hárið, það tekur bara styttri tíma...
Hún er líka glöð á sínum leikskóla.
Á morgnana hjólum við í gegnum skóginn að skólanum hans Gumma, þar á leiðinni er hesthús, stórt sem er með reiðnámskeið. Við horfum á hestana og hnusum lyktina og viljum fara í sveitina. Þegar við vorum komin eiginlega alveg í gegn einn daginn sá ég mann sitja við borð og hjólið hans standa við borðið. Hann er þarna alltaf, líka um eftirmiðdaginn, alveg einn. Svo sá ég einn daginn að hann drekkur fjári mikið af bjór... sei, sei og nú í kaffinu þá var bara taska þarna, engin karl, hann hefur trúlega brugðið sér af bæ.
Annars má segja frá því að ég hef verið að hreinsa herbergi hjá konunni sem Þorvaldur vinnur hjá. Þá hjóla ég með Sindra í stóra hjólinu og læt hann sofa í því. Það er rosalega fyndið, ég klúðraði efri hluta vagnsins hans oní hjólið, setti þvottakörfuna mína undir svo hann rynni ekki niður og brunaði af stað. Í gær svaf hann þar í 2 tíma...í trékassa föstum á hjóli...híííí.
Það verður heldur ekki skafið af því þegar ég segi hvað ég hef hjólað mikið í gær og í dag..eða hve hratt ég fór. Í gær hjólaði ég þar til mig verkjaði í fæturna. Ég hjólaði um það bil 20km og það allt með börn og síðar á ferðinni með innkaupa poka líka í hjólinu. Börnin eru samtals um 50kg...bara því ég ætlaði ekki að skafa af því... Í dag hjólaði ég svo fætur toguðu í vinnuna, ég þarf að hreinsa herbergi á tveimur stöðum, það tekur 20mín að hjóla á seinni staðinn héðan. Og til baka geystist ég í metróið með Sindra í barnastól á mínu hjóli. Í Metróinu fór ég að Norreport í hendingskasti og brunaði svo upp Nørrebrogade til að fara í viðtal í tungumála skólanum KISS. Elskulegt nafn alveg. Ég fer þá að læra dönsku í október.
Nú er hinsvegar helst að ég fari í sturtu því það er ekki þannig að maður framleiði vellyktandi þegar maður hjólar svona mikið og svona hratt og í þeim hita sem var hér í dag...vóóóóó.
Hér er hinsvegar mynd af símahólfinu í hillunni minni Fyrst við fengum okkur annað símanúmer þá þurftum við annan síma. Sá er fagurbleikur. Ég lagaði auðvitað til í þessari tækniflækju en þarna eru : Router,Siemenstæki (sem ég fékk til að geta haft internetið frá vinum mínum í TDC), tvö tæki til að tala í símann yfir netið, 13 snúrur í öllum litum og öllum gerðum, millistykki fyrir 6 klær, snúrur liggja eins og kóngulóarvefur úr hillunni. Ótrúlegt hvað við þurfum að líða fyrir bara til að yður getið hringt til okkar og sent tölvupóst.
2 comments:
OOO en flottur svona tannlaus!!
Gaurinn glæsilegur! og daman frábærlega falleg! STÓRT knús frá ömmu gömlu, sem saknar ykkar rosalega. En hvar var myndin af 3ja afleggjaranum????
Til hamingju með nýju pennaveskin og skólatöskurnar! Gangi ykkur nú vel, krúttin mín að mennta ykkur, hvert á ykkar stigi :-)
ástarkveðja,
mor
Post a Comment