15 Aug 2007

Hársnyrting og nýr sími

Við getum auðvitað ekki verið öðruvísi en allir sem flytja hingað til Danmerkur. Við erum búin að fá svokallað íslenskt númer. Það er símanúmer sem kostar bara ekkert að hringja heim til Íslands og svo bara á venjulegu Íslands verði að hringja þaðan og hingað. Númerið fæst í skiptum við tölvupóst frá ykkur.

Svo fór ég með börnin í klippingu í dag. Það var alveg kominn tími á það. Loðmundur og Loðeva settust í stólinn hjá að ég held rakara. Jámm, við fórum á Hárstaðinn, ég hef trú á því að ég velji mér stofu næst eftir gæðum ekki staðsetningu.
Hann var trúlega sjötugur og með dágóða ístru. Það aftraði honum að vísu ekki við að sýna snilldar takta sem hárgreiðslumaður. Hann sveiflaði skærunum, á milli þess sem hann rak þau í lubbann á börnum, snöggt upp og til hliðar og þvaðraði heil ósköp við þau á dönsku sem þau skildu náttúrulega ekki neitt og sátu þarna eins og dæmd. Sunnevu fannst þetta nú ekki óþægilegra en svo að hún dottaði á milli skærasveiflanna hjá karlinum.
Það var furðulegt að koma þangað inn því það mætti okkur rakalykt, ekki æðisgengin dásemdarlykt af ótal hárvörum. Lágt til lofts og teppi á gólfinu....lastu þetta?? TEPPI!!! Ég hefði nú síður nennt að taka fram ryksuguna 100 sinnum á dag til að ryksuga hár þá vill maður frekar hafa kúst og ekki teppalagt gólf. Númm, stofan var svosem búin öllum tækjum en það var engin biðstofa og ekkert fínerí sem er í boði á þeim stofum sem ég hef farið á. Reyndar má segja að það sé bara annar standard hérna heldur en heima þar sem allt er greinilega rosalega flott. En þau líta ágætlega út greyið börnin en ég held að ég fari samt ekki þangað aftur. Ég myndi sennilega frekar klippa mitt hár sjálf heldur en að láta blessaðan ístrurakarann gera það. En hann var nú samt sem áður alveg ágætis maður, hann sagði að Gummi hefði færeysk augu og að þau væru súper róleg, börnin mín... ég vildi að ég gæti haft einhvern bláókunnugan heima hjá okkur af og til því þá verða þau alltaf eins þæg og hljóðlát og hægt er...

4 comments:

Anonymous said...

Bíð spennt eftir símanúmerinu og myndum af nýklipptum hausum...

Bústýran said...

Bíða...það stendur skírt og skilmerkilega að það númerið fæst eingöngu í skiptum við tölvupóst frá ykkur..hehe
Tölvupósturinn verður að innihalda góða sögu um hvað er að gerast heima á Íslandi.

Anonymous said...

o. hvað ég vildi að ég gæti séð þau nýklippt!!!!, en Sindrinn er með fallega hárið sitt í friði???
ástarkveðja,
mor

Bústýran said...

Jú Sindri fær að vera með lubbann :)
Ég sendi ykkur myndir af nýklipptum kollum eða set þær hér .