Hér er allt við sama heygarðshornið. Nema það að við grannkona mín fórum á lífið á föstudagskvöld. Það var gaman.
Saga af Bóndanum og því sem hann gerir:
Það hefur lengi fylgt Bóndanum að safna dótaríi. Allskyns "drasli" úr "rusli" annara. Til að mynda hefur komið heim til okkar, hvar sem það hefur verið hverju sinni, tugir ryðgaðra nagla, maður veit jú aldrei hvenær mikil þörf á nöglum gæti dunið yfir; Ryðguð verkfæri, svo sem sagir af öllu tagi; gult appartat sem menn nota á verkstæði fyrir verkfærin sín, svona sem er á hjólum, það ætlaði nú aldrei að fá að fara til síns heima aftur... skápur, sem var örugglega 100 ára og jafn blautur og hvað hann var gamall og þurfti að prýða garðinn minn á Hvammstangabraut 7 meðan hann þornaði. Hann var að vísu málaður hvítur, eða amk framhliðin og hliðin sem sást og hafður uppi á skör og ég setti inn í hann meira drasl, þess má kannski geta að þegar við fluttum þá hentum við honum og öllu sem inní honum var án þess að blikna. Þannig má segja að við höfum verið með okkar eigins gámastöð uppí stofu. Fleira varða, t.d skápur sem hefði litið gullfallega út þarna undir sjónvarpinu ef það vantaði ekki aðra hurðina á hann. Tannlæknastóll sem reyndar meikaði það aldrei inn. En hann var flottur. Ótalið verður allt spítnabrakið sem hefði geta orðið að hillu (jafnvel hefði hún verið negld upp með ryðguðu nöglunum eða söguð til með ryðguðu söginni:..). Einna vænst um þykir mér þó um altarið okkar góða. Það er sagt vera frá góðri kirkju í Húnaþingi vestra og er næstum því eina húsgagnið sem við fluttum með okkur til Kaupmannahafnar. Það og leikfangakistur barnanna voru einu húsgögnin. Nú sómir það sér mjög vel frammi við hliðna á píanóinu glæsta sem ég spila svooo vel á. Áður hafði það gegnt hlutverki bleiuskiptistöðvar og þar áður var það dótaríisgeymsla.
Sagan er hinsvegar um það að hjá konunni sem hann er að vinna hjá er víst ógrynni af drasli, hann hefur tuðað yfir þessum haug hjá blessuðu fólkinu og kallað þau safnara aldarinnar.Þar er allt...ALLT. Hann heldur því fram að hann sé búinn að læknast af sinni safnáráttu því honum ofbjóði svo geðveikin í þeim. Þar af leiðandi er hann BARA búinn að koma heim með 12 strengja gítar handa mér :) djembe trommu með silvurfæti, stjörnukíki og fullorðins hjól..... hvort það var eitthvað fleira getur vel verið...ég er svo að fara að vinna hjá konunni líka, er að fara bara núna rétt í þessu. Ég þarf bara að finna út hvernig ég kem Sindra með mér á hjólinu, samt í barnavagninum því hann þarf að sofa akkúrat meðan ég á að vinna...ég get allavegana ekki beðið eftir að sjá téðan safnhaug fólksins.
20 Aug 2007
Drifið á dögunum
Posted by Bústýran at 9:41 am
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Áttu að fara að þrífa haugana???
Gangi ykkur nú vel :-)
mor
ástarkveðja til afleggjaranna, allra.
en dásamlegt að vera svona draslsafnari... Gaman að eiga marga gítara, held að ég þurfi að læra á einn svoleiðis - held að maður þurfi að geta spilað undir í sumarbústöðum og útilegum eins og amma gamla ragna er nokk þekkt fyrir... En mikið svakalega langar mig að koma til ykkar um jólin!
Post a Comment