Ég skrifa ekkert hér aftur fyrr en ég er búin að skipuleggja önnina út í hörgul. Tímataflan er að verða tilbúin, skólinn, flautan, sellóið (já..hehe, verður það ekki gaman), hvenær hvaða barn er í íþróttum, hvenær hvaða foreldri fer á hvaða foreldrafund hjá hvaða barni, hvenær hver er í hvaða íþróttum og svo fær Bóndi væntanlega stundaskrá líka... oooog svo erða hvenær á að læra, hvenær á að vinna í Norðanátt (let me tell you, það er ekki lítið á döfinni þar) og hvenær á að æfa sig, hvenær á að sinna börnum, hvenær á að sinna manni, hvenær og hver á að sinna mér hvar ..hvenær á að vinna vinnuna sína já sei sei, það væri lygi ef ég segði að mér finnist þetta ekki vera pínulítið yfirþyrmandi þegar ég er búin að setja þetta svona upp..jibbíkóla skohh..
Ég er samt að vinna í því að koma þessu á koppinn, þetta er allt spurning um að skipuleggja og skipuleggja svo skipulagið með skipulagningu.
Eins og ég segi, ég blogga aftur þegar ég hef sett það í stundaskrána hehe, vonandi samt bara eftir tvo daga eða svoleiðis, ég ætlaði að vera búin að gera öll plön núna en svo var bara sólbaðsveður, þannig að því miður eyddi ég tíma mínum á ströndinni, á svölunum, í búðunum, með AB (Aldísi og Brynjari), með familíunni minni að sjálfsögðu og þannig er þaðnú.
Óver..
31 Aug 2008
Skipuleggja
Posted by Bústýran at 9:53 pm
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
7 comments:
Æji, nenniru að skipuleggja allt mitt líka ;)
ekkert mál, fleiri???
nei, hér var tekið til í öllum skúmaskotum(eða næstum því) fyrir skírn, sem tókst mjög vel, nema ykkar var sárt saknað, auðvitað, þú með þínar embættisskyldur og ykkar allra bara saknað!
ástarkveðja,
mor
Var ég með embættisskyldur??
skírnarvottur í fjarlægu landi, eins og presturinn sagði!
Það gleymdist alveg að tilkynna mér það en auðvitað tek ég það að mér, með ánægju.
hva.. ertu enn að skipuleggja stelpa??
Post a Comment