26 May 2008

Sindri og söngvakeppnin


Já. Það var s.s á laugardaginn sem ég gleymdi að svæfa Sindra (auðvelt því vagninn er jú brotinn). Af þeim orsökum steinsofnaði hann á gólfinu um klukkan 17...

Fyndið því það liggur Tópas við hliðina á honum. Það er ekki af honum skafið það er alveg á hreinu, því svo var hann svo eitur hress þegar kom að því að fara að sofa (eins og allir sem hafa verið með barn í sinni umsjá sem svaf á röngum tíma, vita). Þannig að hann kom fram, allur undarlegur á svipinn, hann veit jú að hann mátti alls ekkert koma fram. Labbaði í sófann og lagðist hjá Bóndanum og hafði hægt um sig... eða alveg þangað til Eurovision byrjaði. Fyrsta laginu munum við bara eftir því litla svínið söng af lífi og sál með. Verst þykir mér að hafa ekki náð því á vídjó, enda er það vonlaust verkefni að vera með kameru á börnunum allan sólarhringinn að bíða eftir að þau geri e-h fyndið. En hann söng, og það hástöfum. Ég grenjaði úr hlátri. Svo stökk hann fram á gólf (þegar hann taldi það öruggt að færa sig aðeins uppá skaftið, þó hann hefði stolist framúr) og byrjaði að dansa við lögin og klappa saman höndunum. Fyrir neðan er mynd af honum að horfa á Eurovision, gæti ekki verið meira áhugasamur.
Það er æði heitt á svölunum mínum. Þó það sé pissandi rigning í dag þá er dásamlega heitt þegar það er sólin. Það er reyndar svo mikil rigning að það er ekki hægt að fara út nema vera í polla galla og í stígvélum með derhúfu.
Um daginn léku þau sér í sandkassanum börnin. Þau grófu risastóra holu og lögðust í hana bæði. Svo hófust þau handa við að henda sandi uppúr kassanum, ég spyr afhverju, jú það var víst kattaskítur héldu þau í kassanum....sagði ég ekki í annarri færslu að ég hlakkaði til því það væri hugsanlega minni þvottur á sumrin, eða færri þvottavélar, því sumarfötin væru þynnri og kæmusta fleiri fyrir í vélinni? Það er firra því á sumrin eru öll föt útí hundaskít,kattaskít eða mannaskít. Mold, drulla, sandur og smásteinar berast inn og ég má hafa mig alla við, við að spreyja einhverju leysiefninu á veggi og hurðakarma til að afmá brún og svört fingraför...seisei

Að leika sér í lestinni. Gróðrarstöðin mín í baksýn. Ég er reyndar búin að grisja hana, þ.e ég er búin að fækka í pottunum svo það verði pláss fyrir alla uppskeruna og svo færði ég stöðina út á svalir.

Númm, allt er í góðum gír, merkilegt hvernig það er alltaf þannig að allt þarf að gerast á sama tíma. Það sem fyrirliggur er að æfa óstjórnlega, fór á 4 tíma æfingu með Blæserensemblet á laugardaginn..vó, skila síðasta verkefninu á önninni, fjarvera og meiri fjarvera hópmeðlima minna hefur orðið til þess að ég hef framleitt næstum alla vinnu og þar sem þetta er hópverkefni sitjum við í súpunni en þetta ætti samt að hafast, mæta í allar sumarveislur, foreldraviðtöl og annað húbbla í skólum krakkanna, tónleikar á laugardaignn næsta, og svo er það heimasíðan sem við Aldís erum að fást við, sem á að líta dagsins ljós í byrjun júní (kípíng mæ fingers krosst) og síðast en EKKI síst, þá eru Bryndís og Hugrún að koma á föstudaginn, jehúú.


6 comments:

Anonymous said...

vííííííhúúúú!!! bara tveir dagar þangað til ég get farið að pakka :D

Anonymous said...

Hann er dásemd þessi drengur :)

Anonymous said...

Hann er dásemd þessi drengur :)

Anonymous said...

hahaha greinilega ekki nóg að segja það einu sinni !! :)

Ellan said...

Ohhhhh ég sakna Köben....og auðvitað þín líka hehe ;)

Bústýran said...

hehe, og ég þín og ykkar allra, vææææl