Hvað haldiði??? Var ég ekki að segja frá því að Christiania hjólinu okkar hefði verið stolið? Þegar þorpararnir fóru inn í lokaðan garðinn þar sem Bóndinn vinnur og hnupluðu hjólinu...jú það er sko ekki langt síðan. Og hvað gerðist í nótt... aftur stolið. Ótrúlegt. Það lá bara sundur klipptur vírlás á jörðinni. Ég veit ekki alveg hve lengi eða oft ég get sagt að vonandi hafi þorpararnir bara neyðst til að ræna af mér hjólinu, þið vitið, til að eiga fyrir mat og svona. Og afleggjararnir alveg þrumu lostnir, komu upp með klippta lásinn og skildu ekki hvernig bófarnir eiginlega þorðu þessu, "vita þeir ekki að löggan nær þeim..". Gummi getur ekki sofnað núna, hann hefur svo miklar áhyggjur af þessu. Ekkert smáááá fúúúlt.
Gargandi fúlt. Kaldhæðnislegt að börnin vöktu mig svo oft í nótt, allavega 6 sinnum (pissa, drekka, drekka, pissa..dudda, dudda), afhverju kíkti ég ekki útum gluggann eiginlega og sá þá og ég hefði gargað DRULLIÐ YKKUR Í BURTU á íslensku auðvitað og kannski múnað á þá líka..ooooOOOOOOO
15 May 2008
Þjófar og þorparar
Posted by Bústýran at 9:01 pm
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
NÝJA HJÓLINU ?????
Þetta gerir mann fjúkandi illann !!!
Þetta er nú bara ekki hægt.!
Æi elsku Gumminn minn ,vonandi getur hann sofið.
Post a Comment