8 May 2008

Veðurfar

Enn af veðri. Ég þreytist aldrei á því að tala um veður.

Hnoðri í norðri verður að veðri þótt síðar verði. (segist hratt, aftur og aftur)

Það er þannig að Kaupmannahöfn er sprungin út. Fyrst byrjuðu kirsuberjatrén að verða bleik og einhver önnur tré að verða hvít. Þannig borgin var bleik og hvít. Þá tók allt brumið að verða að laufi og mý flýgur villt og galið um loftið og greip ég eina með augan um daginn. Þá kom svo mikil sól að ég hef neyðst til að fá mér lúr á svölunum um eftirmiðdaginn. Ekki bara það heldur hef ég nú hent öllum síðbuxunum mínum og langermabolum og fyllt fataskápinn minn af hnébuxum, pilsum og ofur kúl nærbolum. Þá er það greinilegt vor merki að Köbenhávnere eru farnir úr sokkunum. Ég gerði vísindalega rannsókn og í ljós hefur komið að helmingur íbúa Kaupmannahafnar er nú ekki í sokkum og gjarnan í opnum skóm. Þar á meðal ég, ég hef tekið fram "ámillitánna" skóna mína (nei, ekki milli stórutánna ..hvað varstu eiginlega að hugsa??) og sent múnbútsin, sem sannnarlega redduðu mér yfir veturinn, uppá hillu í geymslunni.

Annað mikið vormerki er að þær sem "hoppupp í bíla með hveeeeerjum sem er" á Skjaldbökugötunni eru búnar að renna niður fyrir brjóstaskorunni. Vonandi, þeirra vegna, verður meira að gera hjá þeim fyrir vikið.

Nú styttist óðum í að Sunneva kveðji leikskólann, 10 dagar og hún telst vera komin í skóla, þó hún byrji ekki að læra fyrr en í ágúst.

Ég spila tónleika 31.maí með Blæserensemblet, ef einhver ætlar að fjárfesta í flugmiða og hlýða á mig spila. Ég var rétt í þessu í sambandi við Iceland Express og þeir eru að setja saman pakkaferð fyrir þetta, innifalið er flug, gisting (að vísu hjá mér..) og miði á tónleikana (sem reyndar er frítt inná..).

Annað er að ég fór í ferð með strætó með afleggjarana þrjá lengst útá Amager. Þar er búð sem er eins og Blómaval þegar það var í Sigtúninu og heitir Amager Planteland (Plöntuland Amager). Þar örkuðum við inn og skoðuðum blóm og blómapotta. Ég hafði misst mig áður í annarri búð við að kaupa fræ (vorhugurinn í mér kallar eðlislega á að gera vorverk, svo sem eins og að gróðursetja) svo okkur vantaði potta til að setja herleg heitin í. Við fundum 3 potta úr leir og svo nokkra poka af sáðmold. Við hlóðum vagninn sem Sindri, ekki svo litli, sat/svaf í. Við fórum svo í strætó og sem betur fer komumst við þangað sem við komumst, s.s næstum því heim, því vagninn bara brotnaði. Aumingja Sindri sofandi, hlunkaðist niður. Ef ég hefði ekki verið með alla pottana undir hefði hann bara hrunið úr...og ef ég hefði ekki verið með pottana hefði þetta líklega ekki gerst..hehe. En við ræstum bara Bóndann út, þó hann hafi verið að njóta sín í sófanum með Einari (nei, þeir voru ekki að gera neitt "svoleiðis", ertu frá þér??) og hann kom og bjargaði okkur. Númm, svo gróðursetti ég. Ég gróðursetti: Tvær gerðir af baunum, tómatatré, kanil basilíku, venjulega basilíku, grasker, óreganó (sem óvart fór oní með basilíkunni= óreganíka..), rósmarín, timjan og sítrónumelissu. Ég veit nú ekki hvaðan ég hef þessa öfga..hvar ætla ég að rækta öll graskrin? eða baunatrén?

Það sem er gaman hér, er t.d um daginn þá stoppaði ég á torgi sem heitir Kultorvet, er við Norreport og tók með mér tvær fallegar risastórar Orkideur hvítar hjá blómasala í tjaldi.

Það sem er enn skemmtilegra er það sem ég gerði í dag og það var eftir skóla, því ég þurfti síðan að fara í spilatíma og það tók því ekki að fara heim á milli. Mér var bent á að fara í Frederiksberghave. Það gerði ég, lenti að vísu í að hjólið mitt bilaði. En það var lagað. Ég fór inní garðinn og settist á peysuna mína á hól sem var nýsleginn. Þarna var annað fólk líka, pía að læra og maður að lesa blaðið. Pían var á bikiníi og maðurinn á nærbrókinni..og þarna var fleira fólk sem sneri rassi með g-streng á milli kinnanna, á móti mér þegar ég kom inní garðinn.
Þetta var dásamlegt og svo var aftaka gott veður. Einstaklega gott veður. Verður það betra en að slaka á í fallegum grónum garði hjá riiiisastóru tré, í sólskini á nýslegnu grasi?
Það er sagt að fílarnir í dýragarðinum sjáist frá þessum garði, ég á alveg eftir að fara og athuga það.

Annað er bara í stuðinu hér.

2 comments:

Anonymous said...

úhh æðinslegt að vita af góðu veðri, vonandi helst það þangað til að við komum. Stelpurnar voru að "æfa" sig að pakka niður fyrir útlandsförina, þegar í fór að skoða í töskunni hjá rósinni þá var í henni veiðistöng og aðventuljós... hmmm við verðum nú ekki svo lengi í Danmörku híííí

bið að heilsa
Sæa

Anonymous said...

éeg vildi búa með þér, ég meina fjölskyldunni, en ég meina sko undir sama þaki og þið!!! Þá gætir þú vökvað fyrir mig sem ég set svona ofaní potta og gleymi að vökva og ég gæti vökvað fyrir þig..............! Þá gæti ég lært að baka dáááásamlega brauðið hans Bónda, kannski!...........gæti knúsað mín fast og oft! Ég sat í Fredriksberghave í 3 vikur (ekki alveg nótt og dag!) árið 2004 held ég og saumaði rauðvínsflöskumyndina mína, þó nokkur út talning í 30 stiga hita! Enginn að skipta sér af manni, yndislegt! Myndin skot gekk. Æ, elska ykkur af öllu. Hlakka til að sjá ykkur, vonandi getum við nýtt tímann í að njóta hans ´þennan stutt tíma sem við stoppum, svo kem ég bara einhvern tíma ein og á ein.
ástarkveðja, mor
snúðarnir að brenna............