12 May 2008

Bojj..þetta verður löng færsla

Hvítasunnuhelgin, hér er þetta Pinse, ég veit reyndar ekki hvort það er það sama, en það gæti mjög vel verið. Ég fór aftur í Frederiksberghave á föstudaginn og nýtti tímann sem ég hafði til að læra. Það gerðu fleiri í garðinum, greinilegt að prófaundirbúningur er í algleymingi, get ekki sagt að veður íþyngi okkur í slíkum undirbúningi, þó ég sjálf byrji ekki fyrr en um miðjan júní. Númm eftir það fór ég að hitta afgang Félagsbúsins, það er ekki vegur að ég láti þau valsa stjórnlaus um Kaupmannahöfn. Þau voru við að versla sér ís þegar mig bar að garði eða réttara sagt bryggju. Þar stoppuðum við aðeins og þau sleiktu jarðaberja og sólberja ís og ég sleikti sólina. Þegar við komum heim fór ég útá svalir og lá þar í síðdegissólinni minni. Nú lít ég út eins og konan í There is something about Mary, s.s ekki eins og Mary (dæmalaust falleg blondína) heldur eins og Magda (sú með ofursóluðu plasthúðina..).

Og við fórum á carnival sem var í Fælled Parken í austurhluta Kaupmannahafnar (eða ég held að minnstakosti að það sé austurhlutinn) Þar voru margir. Þar voru ýmis sölutjöld og tívolí og hoppukastali og ýmislegt fleira, fótbolta mót en við vorum ekkert að taka þátt í því, þó ljóst sé að við hefðum rústað andstæðingunum.
Og Gvendi fékk far hjá mér. Hann er 7 ára og fílar ekki að ég, mamman (full af væntum þykju og stolti yfir duglegum og fögrum afleggjara), sé að kyssa hann á almanna færi.Og þarna voru súperkúl indjánar. Þeir voru að selja geisladiskinn sinn. Þetta er alveg heill þjóðflokokur sem var á amk tveimur stöðum á svæðinu. Þeir vinna líka á Strikinu. Þeir eru svalir.
Sunneva aftur komin heim til sín í trén. Þetta vatn er í Fælled Parken. Hún vildi ólm sjá gosbrunn sem var útí vatninu, sem minnti mig á áhuga minn á gosbrunninum sem var (eða er ..??) í tjörninni í Reykjavík. Hann var mikið flottari en þessi.Þegar við hjóluðum svo úr Fælled Parken, komum við við ...við ..í grasagarðinum að ósk Gvenda. Þar fórum við ,ég og börnin, og löbbuðum uppá fjall sem þar var að finna. Það er samt bara hóll með aragrúa af tegundum af ýmsum plöntum, alveg gríðarlega flott og góð lykt þar. Þegar við vorum búin að ganga "fjallið" þá hittum við Bóndann aftur sem hafði fangið fullt af bakkelsi. Þá settumst við í Rósenborgargarðinn og átum það. Þarna er Bóndinn hinn svali í þeim garði.
Þarna er Gróðrarstöð Félagsbúsins. Þetta flýgur alveg upp. Gott ef baunagrasið nær ekki nú þegar í gullpottinn í himnum.Og daginn eftir var förinni heitið á ströndina. Þangað höfðum við ekki komið áður. Á leiðinni sáum við vatn með andar, álftar og gæsarungum. Endilega að sýna börnum það. Okkur leist ekki alveg á blikuna þar sem allur skarinn sem svamlaði í róleg heitum á vatninu þaut uppúr og æddi í áttina til okkar...ein kom og hvæsti á mig..ég hvæsti bara til baka (ég meina, það kássast enginn uppá mig..
Þegar við komum á ströndina sem er á Amager, sést til Svíþjóðar og á flugvöllinn, var Sindri sofnaður. Við bjuggum til sóltjald handa honum.Og krakkarnir áttu heiminn.Og Sindri er sætur þegar hann er á ströndinni. Hann var nú pínu ringlaður þegar hann vaknaði en kom fljótt til :)Þarna er Bóndinn með afleggjarana í baði. Er þetta ekki fallegt á litinn?

Ok, þetta var kannski ekkert svo löng færsla, en löng helgi að baki og hún var frábær. Mamma hefur nú lagt af stað frá heimili sínu í Hafnarfirði og heyrði í ég henni á Dalvík í gær, svo ætla þau í NOrrænu og koma svo væntanlega til okkar uppúr 17.maí :) Næsti uppásetningur (sá sem sest uppá fólk ) mun vera frúin á Daggarvöllum og sú sem sýgur á henni brjóstin og þær koma í endann á Maí. Þær hafa ákveðið að koma til að heyra undurfagra flaututóna mína. Iceland Express er ekki hresst með hversu dræm mæting er...kommoooon.

8 comments:

Anonymous said...

jú sælar.
ég kem nú alltaf við hér reglulega en er ekki nógu dugleg við að kvitta fyrir mig...en nú verður breyting á og kvitta ég hér með fyrir mig :)
gaman að sjá myndir....flottir krakkar (afleggjarar) sem þið eigið:)

venlig hilsen
Jóhanna B

Anonymous said...

Það er eins gott að veðrið verði svona gott í byrjun júní!!!

Bústýran said...

já það er einsgott...en ef það verður ekki, þá skiptir það engu máli, það verður samt gaman

aldisojoh said...

jiminn hvað þessar myndir eru girnilegar... verðurfars- og útlandalega séð.

Anonymous said...

ekki bara það! Sýnir bara af hve góðu kyni við erum og getum af okkur sérlega smekklega afleggjara og náum okkur í svala aðleggjara...

Bústýran said...

HEHEHEH...HEHEHEH....aðleggjari...múúúheheheh

Anonymous said...

Æðislegar myndir.Sumar,sól og fallegt og frábært fólk :)

Anonymous said...

Ég kom nú ekkert við á Dalvík, en á Djúpavogi, sem er á hinum enda landsins.............. Takk fyrir síðast elskurnar mínar. ALLTOF stutt stopp, en það verður lengra næst! ástarkveðja, mor.