Ykkur finnst þetta kannski ekki eitthvað til að nenna að hlusta á, en þið ættuð samt og þó hljóðgæðin séu klárlega ekki góð, þá er það samt þess virði. Nú hef ég spilað á þverflautu síðan ég var ég veit ekki gömul og samfleytt síðan 2003, það hefur opnað fyrir mér (og byrjar hin væmna aftur) heila aðra veröld af dásamlegheitum. Það er kúl að hlusta á rokk og popp og hvað eina en það er alveg spes að hlusta á klassík. Ég þarf að hlusta oft á sama lagið til að fatta hversu geðveikt, og þá meina ég GEÐVEIKT það er (þetta er eins og að byrja að reykja, engum finnst það gott í fyrstaskipti, en margir halda samt áfram ...) ég er að tala um gæsahúð niður í afturenda og upp aftur, tilfinning sem kemur á óvart. Ég skora á Hinrik til að byrja að hlusta. Gæti nefnt honum nokkur lög en bara ef hann tekur áskoruninni...komasooohhhh. Ef það hjálpar eitthvað þá er stjórnandinn frekar fyndinn í framan og í endann eins og hann ætli bara að ** það....
Þetta er magnþrungið verk! Ég hlakka heldur betur til að sitja og hlusta á Blæserensemblet sem inniheldur systir mína góðu ;)
Post a Comment
1 comment:
Þetta er magnþrungið verk! Ég hlakka heldur betur til að sitja og hlusta á Blæserensemblet sem inniheldur systir mína góðu ;)
Post a Comment