30 Apr 2008

Heimsóknartíminn er hafinn...

... sem betur fer. Við elskum að fá heimskókn. Heimsækjandinn verður reynda að vera skemmtilegur og til í tuskið (þvo mannaskít af gólfum og elda velling oní okkur öll). Nú er Yfirpabbi farinn og næstur í röðinni er Einar Karl. Fyrir þá sem ekki vita hver Einar Karl er, þá er hann bræðrasonur Bóndans...altsvo..þeir eru bræðrasynir, synir bræðra sinna..oj... eða bara frændi hans, skilið?
Við hlökkum til að fá Einar í heimsókn. Svo mikil er tilhlökkun Bóndans að hann hefur sparkað okkur hinum, mér og afleggjurunum þremur út á laugardaginn. Hvað ætlar hann eiginlega að gera með Einar? Ég hef hinsvegar engar áhyggjur af okkur þegar við þurfum að standa úti. Í fyrsta lagi má heita að sumar sé komið og ég er búin að liggja í sólbaði tvisvar, annað skiptið varð mér svo heitt að ég varð að sýna körlunum, sem elska hvorn annan í blokkinni á móti, á mér afturendann. Fínni afturenda er varla að finna. Ekki á mínum svölum allavegana. Svo okkur verður amk ekki kalt. Þá hafa börnin hvort sem er gott af því að djöflast úti og ég get notað tímann til að lesa skólaskruddurnar og hanga í tölvunni, vona að netsambandið náist út, annars neyðist ég til að ræna sambandi frá þeim sem búa á neðstu hæðunum. Hvað varðar mat þá ætla ég bara að bjóða okkur í mat til sígaunanna á jarðhæðinni. Ég reyndar efast um að þeir séu sígaunar...þau eru bara endalaust mörg þarna inni og það eru læti í þeim. Sígaunarnir grilla nefnilega sér til óbóta og reyndar mér líka því lyktina leggur um allt hverfið...af lekandi svínafitu...jjjjaaakkk. Það er sannkallaður vorboði að heyra þá rífast aftur og grilla. Grillkúnstin í þeirra flokkum er greinilega erfð í karllegg. Þeir standa svona 7 saman í kringum grillið, með aðra hönd í vasa og segja rosalega fyndinn brandara og nota hina hendina til að leggja áherslu á ...svona ítalskt ef einhver veit hvað ég meina með því. Og svo velta þeir kjötinu og urra á konurnar þegar þær koma út til að kvarta yfirþví að þeir séu ekki búnir aðessu. Börnin þeirra leika lausum hala, þ.e þau hlaupa um allar trissur og hika ekki við að fá lánað dóta annarra barna...eða eru það mín börn...

Gummi kom heim í dag, hann var í svokölluðum Lejrskole. Bekkurinn hans og hann með, fóru á mánudaginn útí sveit og voru þar í tvær nætur. Honum fannst svo gaman að hann óskaði þess að hann gæti verið þar í milljón daga í viðbót. Hann er alger sveitagemlingur. Ég hafði pakkað niður fyrir hann samviskusamlega eftir lista sem ég fékk og tróð öllu í bakpoka og svo var svefnpoki með. Leiðbeiningarnar sögðu að þau ættu að geta borið þetta sjálf. Ég varð því örlítið hissa þegar ég opnaði töskuna hans áðan og sá að hún var full af grjóti... máluðu grjóti úr ferðinni, flott grjót en frekar þungt.
Og þar sem ég hafði lofað því að hann fengi frá mér að fá gat í eyrað þá framkvæmdum við það í dag. Við fórum í Fisketorvet í skartgripabúð og hann valdi flottan lokk til að láta skjóta í eyrað. Ég spurði svona hvort hann vildi að ég myndi halda í hendina á honum meðan það yrði skotið í gegn...hann hélt nú ekki og sagði svo að þetta hefði ekki verið neitt vont!!

Ég segi húrra fyrir Appolló lakkrís...ég þori náttúrulega ekki að biðja mömmu að senda meira því ég sé búin með hitt..

29 Apr 2008

Á maður að láta svona flakka

Ég held að það liggi fyrir mér að verða alveg stjarnfræðilega hamingjusöm.

Ég held ekki að peningar eigi eftir að veita mér þá hamingju. Ef það væri svoleiðis þá væri ég þegar orðin rík. Þetta er ekki sagt því ég á ekki skuldlausa íbúð, skuldlausan bíl, varasjóð uppá mörghundruðkall og sparigrís úttroðinn af seðlum.

Nú vitna ég í annað blogg "Þið eigið alla mína samúð, ef þið teljið dýrt flatskjásjónvarp vera æðsta stig lífshamingjunnar. Mér þykir líka leiðinlegt ef þið teljið ykkur eiga peninga, því þið eigið enga.

Peningarnir eiga ykkur."(myrkur.is, vona að honum sé sama).

Ég er nokkuð sammála þessu. Það er auðvitað til í því að fólk verði hamingjusamt við að kaupa sér hluti. Og þetta segi ég ekki því ég sé græn af öfund yfir því að annað fólk eigi dýran flatskjá..ég á flatskjá, að vísu ekki voða dýran....

Alvöru hamingju tel ég hinsvegar vera falda í því að vera trúr sjálfum sér og náttúrulega að trúa á æðri mátt. Rólegan æsing!! ..enginn að segja að það þurfi að ganga í sértrúarsöfnuð eða flytja í munkaklaustur á Indlandi. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta allt saman um okkur sjálf og að við lærum að bera kærleik í brjósti.

Og hvað sem á eftir að gerast, þá held ég að peningar séu ekki það sem á eftir að bjarga mér. Hvers virði er ég ef ég hef glatað möguleikanum á að vera með frið og kærleik í hjarta en hefði sæg af seðlum til að kaupa mér hvaðeina...varla kaupi ég mér visku, frið, kærleik, ást, hamingju...

Það kann að vera gáfulegt að leggja til hliðar fé, spara til mögru áranna, eiga varasjóð. En þó ég ætti það, þá færði það mér ekki hamingjuna alsbera. Það kann að veita öryggi að eiga varasjóð og ég segi ekki að ég gæti ekki verið hamingjusamur eigandi mikils fés..heldur að bara það að eiga fúlgur fjár færir engum alvöru hamingju og ég held ég vorkenni pínu þeim sem eru þeirrar skoðunar að peningar séu málið varðandi það, því þeir hafa þá bersýnilega ekki smakkað hamingju sem felst í því að finna lykt af nýslegnu grasi, heyra dásamlegt tónverk eða frábært lag, vera svo heppinn að sjá sólarlagið þegar það er þarna, þ.e vera ekki of upptekinn til að sjá það og svo náttúrulega að eiga eins frábæra fjölskyldu og vini og ég á.

Sorry, ég er bara að drepast úr væmni..hvar endar þetta eiginlega, ég er hálfu skrefi frá því að gerast predikari í sértrúarsöfnuði. Ég myndi að sjálfsögðu narra Bóndann í söfnuðinn og láta hann ganga um í safnaðarheimilinu og blessa fólk hægri vinstri. Börnin myndi ég neyða til að syngja í kór og marséra með kerti í lok ræðu minnar. Söfnuðurinn myndi lofsyngja mig og það væri það minnsta sem hann gæti gert, ég myndi telja eðlilegt að fætur mínir yrðu skrúbbaðir rækilega af auðmjúkum þegnum mínum og svo myndu þeir elda fyrir mig kvöldmat....

Það meikar samt sens sem ég segi með féð og famingjuna, monný and mappýness, penge og pykke.
Ojhhh.. strjúkið friðinn og elskið kviðinn.

28 Apr 2008

Naflaskoðun

Aha. Ég á gamla, grútgamla ferðatösku. Það er ekki hægt að ferðast með hana til útlanda, hún fengi örugglega ekki einusinni aðgang í "undarlegur í laginu" farangurinn. Í henni geymi ég þessvegna framkallaðar myndir. Einhverntíma ætlaði ég að setja allt þetta í myndaalbúm..en sé að ég yrði að fjárfesta í annarri bókahillu þá. Í töskunni er ógrynni af bráðskemmtilegum myndum. Frá svo mörgu að það hálfa væri nóg. Það eru margar myndir af Bóndanum í óþekktu ástandi og af vinum hans líka. Margar myndir síðan fyrir árið 2000. Svæsnar sturtu myndir...(ekki af mér). Sönnunargögn um líf á Kleppsvegi númer 50 og eitthvað (ekki af mér heldur), það er gæti verið efni í heila bók.
Eitt sem ég rakst á í gær, þegar ég var að fara yfir þessa tösku í leit að sæmilegum myndum, einni af mér og einni af Bónda fyrir Gumma að fara með í ferðina sem hann er í núna..ekki veit ég afhverju hann kaus að fá myndir af okkur með, kannski til að vera viss um að fá hressilega heimþrá, það sem ég rakst á voru þónokkuð margar myndir af íbúðum þar sem ég hef búið.
Þetta er í herbergi okkar Bryndísar á Melhaganum margumrædda. Ég meina..sést í veggi fyrir dóti?? Þó ég hafi ekki akkúrat núna sönnunargögn þá veit ég (þar sem ég var jú þarna) að það sést ekki í gólfið heldur.Í tímaröð..þarna er ég í e-h kasti á sófanum á Kirkjuteignum þar sem við bjuggum við Bóndi í fyrndinni. Það sést heldur ekki í gólfið fyrir drasli..og það teygir sig upp um alla veggi.

Og enn er sama sagan. Þetta er í Stóragerði í Reykjavík, þar sem ég bjó með Jóhönnu og Sirrý. Góðar stundir, góðar stundir....líklega e-h aðeins of uppteknar við annað en að taka til...
og í Hágerði (Háagerði..Stóragerði..) enn svo mikið af dóti allstaðar að varla sést úr augunum. Furðulega þá man ég ekkert eftir því að hafa haft eldhúsborðið mitt í stofunni..en það hefur greinilega verið svoleiðis.

Niðurstöður þessarar naflaskoðunar hljóta að vera að ég sé rosalega góð í að skipuleggja kaoz.
Og að lokum önnur mynd af litlu Gunnu og litla Jóni... með ömmu minni og afa. Dásamleg mynd.

27 Apr 2008

Og daginn eftir

...birtist Gummi, hver hefði haldið að hann væri á leiðinni akkúrat þarna. Ég var skít fegin, enda eins og ég nefndi orðin óþægilega þung (óþægilega...ógeðslega). Hann puðraðist á endanum í heiminn blessaður og verður eiginlega bara hressari með hverjum degi sem líður.
Byrjað snemma...krææææst. Þetta er rassakrem sko. Zink krem, ef það hjálpar ykkur eitthvað og þetta var ekki í fyrsta skiptið sem svoleiðis fór um allar trissur, ekki veit ég afhverju við læstum kremið ekki inní lyfja skáp hjá Kjartani og Katrínu fyrir ofan eftir fyrsta skiptið, svo við værum viss um að þetta gerðist ekki aftur...en við erum jú eins og við erum. Það má geta þess að hel***** kremið fór ekki úr hárinu á honum fyrr en eftir viku af massívum hárþvotti með sterkri sápu.
Gvendi í hnotskurn, hverjum finnst ekki betra að djamma á bleiupakka.
Í Háagerði á Hvammstanga. Það er ekkert betra en sólríkur dagur á Hvammstanga, sérlega ef það er hægt að vera í arsenal stuttbuxum af Jóa frænda, stígvélum og með eyrnatólaútvarpið hans pabba.
Og það er ekki annað hægt en að draga Drottninguna meðan hún les bók í þvottagrindinni.... með kúreka hatt, annars væri þetta ógerlegt með öllu.
Og þarna eru þau, litla Gunna og litli Jón. Svo sæt. Hann 4 og hún 3 held ég, eða hann 5 og hún 4..ég er bara ekki viss. Voðalega er ég gloppótt.
Ein að lokum, til heiðurs Gumma sem er nú orðinn í alvörunni stór. Maður verður varla sætari, hvaððá meira kúl en hann er. Meira um afmælisveisluna og hvað eina annað sem rekið hefur á daga okkar undanfarið, síðar.

Afmæli dynja á oss

Mamma mín á afmæli á hverju ári 23.apríl.

Ég er ekki alveg viss en minnir að mér hafi verið sagt að þarna hafi Ragnheiður verið 5 ára?? eða 8..mér finnst kjóllin æði.
Svo falleg. Veit heldur ekki hvað þú ert gömul þarna mamma. Kannski 14? Það mætti segja að það sé auðséð hvaðan ég hef hárið.
Útskrifuð hjúkka. Enginn er betri hjúkka en mamma, ég held að allir séu sammála mér. Doldið lík Siggu frænku þarna, en eiginlega bara stundum, mér finnst þau ekkert áberandi lík systkinin en hvert öðru fegurra, sama hvaða röð þau eru talin upp í.
Og í eldhúsinu á Melhaganum. Ég elska Melhagann og mömmu náttúrulega líka. Þarna eru jól eða áramót. Veit ekki hvað ár, en nýja eldhús innréttingin er komin og blússan hlýtur að gefa eitthvað ..1985 eða uppúr. Skyndilega man ég að ég var spurð að því þegar ég var að leika mér við stelpur einhverjar í vesturbænum, nánartiltekið á Tómasarhaga, að sú sem ekki þekkti mig spurði mig þegar ég sagði að ég ætti heima á Melhaga, hvort það væru geitur þar. Skrítnari spurningu er ekki hægt að spyrja, verandi á Tómasarhaga, sem bersýnilega er ekki í sveit og afhverju geit?? afhverju ekki kindur eða beljur..geit..

Til hamingju með daginn um daginn mamma, ég hefði tæknilega séð átt að taka upp þegar krakkarnir hringdu afmælis sönginn, hehe, það var pípandi fyndið.


Svo varða 23.apríl 2001 að eitthvað fór að gerast...Úff maður... ég er ótrúlega ...verri, þegar ég er bomm. 100kg var ég þarna. ..

19 Apr 2008

Skattur

Ég sem var búin að vera að drepast úr skattkvíða...ég hefði getað sparað mér mikilvægan tíma sem fór í að hugsa um hvað ég kæmi til með að þurfa að eyða miklum tíma að í að framkvæma vilja danskra skattyfirvalda. Þau höfðu mér til ótrúlega mikillar ánægju unnið allt verkið fyrir mig. Það var ekki stafur sem ég þurfti að gera, ekki nema að opna umslagið sem skattagíróseðillinn var inní. Hann stóð að sjálfsögðu í núlli.

Af vaxtarlagi: þó ég hjóli þennan bansetta klukkutíma á dag og fari svo allt að 3 í yoga á viku, þá er ég samt ótrúlega eitthvað...bólgin. Ég veit að sumum finnst ekki mikið til þess koma að ég fari í heila 3 yoga tíma á viku, en ég mana..MANA þá sem ekki hafa prófað Astanga yoga að prufa það, það er engin smá líkamsrækt, sviti sem rennur og skjálfti í fótum þegar æfing er búin. Og hún stendur í ekki minna en einn og 1/2 tíma. Bara að vera viss um að allir skilji að þetta er hörku púl en ekki setið á rassgatinu og hummað með godt gået merki á báðum höndum (þumall og vísifingur saman..). (...ég meina það er bara úldið að hugsa sem svo að ég ætli að bæta í flokkinn barni!!)

Af veðri: hér er jú búið að vera gott veður. Það má segja að það sé komið "léttjakkaveður" og börnin eru ólm í að vera úti á brókinni..sem Sunneva jú framkvæmdi í dag..Þau hafa reyndar í allan vetur og alveg síðan þau fæddust að ég held bara ekki nennt að fara í útifötin. Og það er greinilega komið betra veður, þau eru úti eiginlega allan tíman frá því leikSkólinn er búinn og eru skítug frá toppi til táar. Eina vonin sem ég á um að þvottar minnki þegar sumarið kemur, þegar það er ekki rigning eða slabb eða hvað er sem eykur þvotta, er að fötin sem þau eru í á sumrin eru hugsanlega minni og þynnri, svo það komast fleiri í eina vél..

Af námi: Nú stendur fyrir dyrum að sækja um í tónlistaskóla fyrir Gumma og Sunnevu. Hana langar að læra á flautu (mér finnst það ekki eðlilega gaman) og hann langar að læra á trommur. Við sjáum til hvað er hægt, kannski verð ég að neyða hann til að læra á gítar eða flautu fyrst. Annað er að 19.maí, byrjar Sunneva í skólanum..eða öllu heldur hún byrjar á frítíðsheimilinu sem Gummi er á og byrjar svo í "bekknum" í ágúst.Hún er alveg ágætlega spennt yfir því. Ég er bara í því að útbúa tölvuleiki... það verður ekki mikið meira þversgagnar kennt, ég meina af öllu því sem ég hef tekið mér fyrir hendur..ég spila aldrei tölvuleiki, hata þá en finnst nokkuð gaman að búa þá til. Svo spilaði ég á tónleikum þarsíðasta fimmtudag. Það var mergjað því við hliðina á mér stóð einn af þekktari flautuleikurum danmerkur. Við hinar vorum eins og eiginlega ekkert við hliðina á honum. Ég sé að ef ég ætla mér að verða komin í sinfóníuhljómsveit um fertugt þá neyðist ég til að fara að blása töluvert meira lofti í flautuna. Og fyrir ághuga saman, ef þið hafið gleymt því (þ.e ef ég var búin að nefna það hér) þá óska ég eftir alvöru flautu í 30 afmælisgjöf, það er þá ekki annað eftir en að byrja að safna fyrir því, sko þið ekki ég, í afmælisGJÖF sagði ég.


Þetta er listaverk eftir minn eigin son, þann eldri, ásamt félögum hans í skólanum. Þetta prýðir, hvað á ég að segja, vinnugáma á byggingarsvæði við Leifsgade.
Hér eru hin verkin, þetta er alveg heillöng runa.
Og við fórum í göngu um hverfið okkar. Það er ótrúlega gott að vera hér. Hér erum við stödd í stórborg en samt sjáum við sama fólkið oft á dag. Hér hoppum við bara yfir götuna (bókstaflega) og þá erum við komin út í guðsgræna náttúruna og heyrum ekki einusinni hljóðin í stórborginni. Hversu frábært er það eiginlega, að hafa þetta allt svona nálægt sér?? Og maður þarf ekkert að setjast uppí bíl með 20þúsund í rassvasanum til að komast aðeins í annað umhverfi. Eitt skref er allt og sumt.

Svo kemur Pápi hér á næsta fimmtudag, Einar Karl í byrjun maí, svo veit ég ekki nema að ammaR sé að fara í ferð í landinu uppúr miðjum maí og annar meðlimur fjölskyldunnar er með alvarlega þanka um flugferð yfir sjó og land. Auðvitað viljum við fá alla hina meðlimi fjölskyldunnar líka. Ása, þurfið þið ekki að taka eitthvað mjög (ó)þarft frí? Eða ammaL, ef það fer að snjóa aftur heima þá er ekkert annað í stöðunni en að bruna til okkar. Prinsinn er ávalt velkominn til okkar, alveg sama hvað hann leysir mikið loft úr læðingi. Svo í byrjun júní flytja hingað enn aðrir partar af fjölskyldunni, það verður bara frábært.

JÆjahh...óver end át.

18 Apr 2008

Ég ligg á You Tube..



Þið takið eftir að það er BARA selló og flauta, það er enginn að spela á neitt annað..

15 Apr 2008

Líka fallegt

12 Apr 2008

Þvera

Sem óvitar reikum við ráðvillt í villu
og ruglumst í sífellu´á góðu og illu
uns sál vora örlögin svipt hafa ró.
Nú syrgjum við vesalings barnið sem dó.
Vor harmur er dýpri´en hinn helkaldi sjór.
Hann sem var svo stór.

Hann er orðinn engill nú,
alhvítur sem snjór.
Er von að reki´upp ramakvein
raunamæddur kór?

Í buguðu hjarta nú brostinn er strengur,
því burtu var kallaður hugljúfur drengur
svo indæll og hýr eins og æðardúnssæng.
Nú englatár falla á drifhvítan væng.
Vor harmur er dýpri' en hinn helkaldi sjór.
Hann sem var svo stór.

Hann er orðinn engill nú,
alhvítur sem snjór.
Er von að reki' upp ramakvein
raunamæddur kór?
Horfinn, dáinn, harmafregn!
Hann sem var svo stór.
Hann sem var svo stór.


Það er naumast maður er orðinn svaaag. Ég er alveg að drepast úr væmni. Þetta er ljóð úr barnaleikritinu Óvitar, ég var að spila það fyrir Sindra meðan ég var að reyna að fá hann til að leika sér í kubbum án þess að kalla á mig meðan ég lærði. Er það ekki fallegt og sorglegt í einu??

Já, væmnin á sér engin takmörk. Til að vega á móti því þá ætla ég að tala aðeins um fólkið sem ég er með í hóp í bekknum mínum. Ef ske kynni að eitthvað af þeim myndi þýða þetta eða jafnvel lesa þetta með augunum sínum á íslensku, þá segi ég ekkert hér sem ég ekki myndi segja við fólkið auga á móti auga. Ég ætti að geta sagt hvað mér finnst hérna sem ég myndi líka treysta mér að segja fólki í eiginpersónu....allt hitt sem ég aðeins hugsa fær að liggja milli hluta..efði bara vissuð, MÚÚÚhhehehehee.
Þetta er nú ekkert krassandi. Heldur bara undrun mín á því hvað fólk sem er svona nálægt mér í aldri, því þetta er jú í fyrstaskiptið sem ég er í námi með fólki á mínum aldri, s.s allir á bilinu 25 til 30, síðan ég hætti í skildunámi...getur talað mikið um áfengi og hassneyslu..já og allskonar neyslu. Það er í hverjum kaffi tíma, hverjum matartíma og hverjum brandara sagt einhver gargandi fyndinn bjórbrandari. Þetta minnir mig á þegar ég var 15ára eða á því bili að öllum fannst obbbosslega kúl að tala um bjór eða eitthvað annað rugl. Mér finnst þetta asnalegt umræðuefni, sérlega ef það þarf að tala um þetta á hverjum degi, í margar vikur. Kannski er þetta bara því við þekkjumst svona lítið, ég veit það ekki, kannski er þetta eins og við myndum kannski segja "það er veðrið úti" svona til að segja eitthvað.
En arfa leiðinlegt er þetta umræðu efni, svo leiðinlegt að til að ég þurfi ekki að afhjúpa leiðindavarginn í mér í skólanum (hingað til hefur hann bara haldið sig heima hjá sér) hef ég þurft að halda alveg kjafti. Það er svo sem ekkert nýtt að ég er manneskjan sem er á þver við hópinn sem ég lendi í, eða bara hvar sem ég lendi. Það kannast nokkrir við svoleiðis. Og ég er alveg orðin vön því að meðan allir tala um bjór þá hata ég hann, ef allir eru áttræðir (svosem eins og í consortgruppen sem ég spilaði í ) þá er ég tuttugu og eitthvað, ef allir eru miðaldra kona að leira er ég 25ára að leira (með þeim), ef allir eru barnlausir á ég börn, ef allir eru einhleypir á ég kærasta, ef öllum finnst buxurnar kúl finnst mér þær hallærislegar og ég gæti lengi talið.
En hitt er að segja að fólkið er hið ágætasta, mjög hæfileikaríkt fólk og hið ágætasta að vinna með. Allir skila sínu og mæta á réttum tíma í skólann og það er alltaf voðalega þægilegt.

Það er svo margt sem fær mann til að hugsa furðulegar hugsanir, sei sei

9 Apr 2008

Hálft fermingarbarn

Gummi verður bráðum 7. Mér fannst svakalegt þegar hann varð 6 ára, það jafnaðist samt ekki á við það þegar ég varð 16ára, það var sko áfangi og eiginlega aftur þegar ég varð 18 ára. Þó ég muni reyndar ekki mjög mikið frá þessum árum þá man ég að ég beið með óþreyju eftir að verða eldri alveg þangað til ég varð 20, eftir það finnst mér ekkert til þess koma að verða árinu eldri. Númm, að þeim hálffermda. Því ég hef hér börn á ýmsum aldri þá finnst mér skemmtilegar breytingarnar sem verða á þeim. Fyrst eru þau smábörn= Sindri 1árs, svo verða þau smákrakkar=Sindri núna, svo verða þau börn=Sunneva og svo verða þau eitthvað millibilsástand=Gummi nú. Það hefur eitthvað breyst í honum. Fyrir utan að hann stækkar og fær risastórar fullorðinstennur þá hefur eitthvað í fari hans breyst. Ekki get ég komið auga á það og það er ekki hegðunarlegt. Kannski er það bara tilfinning sem ég fæ eða eitthvað í fasi hans sem lætur mig sjá að hann er að vaxa uppúr því að vera "barn" (ég veit vel að hann er það til 18ára..).Núna langar hann bráðum að fara að ganga einn til og frá skóla (það tíðkast ekki hér að senda þau bara 6ára ein, ég man ekki annað en að ég hafi þrammað Melhagann frá skólabyrjun, en svo veit ég það ekki alveg hvort það var alveg síðan þá). Svo kann hann svo marga hluti sem ég hafði ekki hugmynd um. T.d að fá mömmu sína til að gera það sem hann vill án þess að prufa aðferðina "leggjast í gólfið og ÖSKRA".
Við fórum saman í búðir um daginn, ég og hann. Fyrst fórum við í mínar búðir og svo í dótabúðina, með því skilyrði þó að hann færi hvorki að grenja né væla um að kaupa eitthvað. Það var samþykkt. Við gengum milli hillanna. Við skoðuðum allskyns legó dót, sem mér finnst vera fínt dót, býður uppá svo margt og svo komum við að ógeðiskalla hillunni. Honum finnst þetta vera virkilega flott og kúl. Örugglega því ég er ekki maður, þá skil ég ekki hvað getur verið svona gaman að leika sér að ógeðisköllum með sverð og sprengjur, blóð á vígtönnum og risastóran eldspúandi dreka í haldi.
Það sem hafðist uppúr þessari ferð, var að ég lofaði honum að þegar hann er búinn að læra að lesa og búinn að safna sér fyrir leikjatölvu (sem kostar 1000dkk) þá má hann kaupa hana. Ég gekk alveg á þver við allt sem ég hef alltaf haldið fram hér á heimilinu í einni dótabúðarferð. Ég hef haldið því fram að tölvuleikir séu óhollir og hann fái nóg af þeim annarsstaðar..
Peningagjöfum í afmælisgjöf er því beint, beint inná reikning, ekki í hendurnar á honum :) hehe.

Annars er allt gott að frétta. Klukkan er núna 2 tímum á undan. Merkilega, þó þetta sé bara einn tími, þá fann ég alveg fyrir þreytu eða einhverjum ruglingi þarna þegar skiptin voru.

Love you all, allir að hafa það súpergott, elska friðinn og strjúka kviðinn :)

7 Apr 2008

Að vera upptekinn.

Þýðir það að maður er upptekinn, s.s alltaf að endurtaka það sem maður segir eða er maður ekki með tappann skrúfaðan á eða hefur einhver tekið mann upp með rótum...eða er maður bara bissí??

Ég held að við mig eigi allar mögulegar skíringar á þessu annars ágæta orði. Ég er alltaf að endurtaka það sem ég er alltaf að segja. Ég þarf örugglega ekki að telja það upp, þetta koma allt fram í laginu hér að neðan, varða ekki fyndið?? Ég er pottþétt ekki með tappann skrúfaðan á, það er útaf því sem öll vitleysan vellur uppúr mér. Það er bara ekki ég að vera með tappann á. Ég held ekki ennþá að ég verði svo fræg að verða síðan tekin upp..þá á kannski hljóðband eða sjónband.
Hins vegar er ljósara en nokkuð ljóst að ég er upptekin. Við fengum verkefni í skólanum á fimmtudaginn um að hanna tölvuleikja karakter. Það má sega að við höfum setið við. Allir unnu heimavinnuna sína á laugardag og svo hittumst við á sunnudagskvöldið til að fara yfir þetta. Það drógst á langinn og ég kom ekki heim fyrr en klukkan 1. Það finnst mörgum sem lesa til annarra mikið bóklegri greina örugglega bara piss sko, en staðan var þannig að ég var stödd í austurhluta borgarinnar og bý sjálf í suðurhlutanum. Það er ekkert óþægilegra en að hjóla einn í myrkrinu í gegnum Kaupmannahöfn. Það er mögulega óþægilegra að hjóla í gegnum niðdimman skóginn ókristilega snemma á morgnana eins og ég sagði frá um jólaleyti (ég er ENNÞÁ reið við fólkið í Amager Blomster..langrækin eða hvað...). Það var nefnilega þannig að þegar ég hjólaði úr tónskólanum um kaffileytið á sunnudaginn, frá s.s Frederiksberg og yfir á Østerbro, þá viltist ég og vissi þar af leiðandi ekki alveg hvernig ég átti að komast til baka, en það reddaðist sem betur fer og ég fékk lánað kort hjá þeirri sem fundurinn var haldinn hjá. Mér finnst bara ekkert spes að hjóla án þess að vita hvert ég er að fara og finnast hver einasti póstkassi, einasta ruslatunna, einasti símakassi, einasta skilti sem er í mannhæð vera einhver húkandi vera, mögulega með eitthvað ókristilegra en að hjóla snemma morguns í gegnum skóginn, innanundir úlpunni. Það var aldrei neinn, sem betur fer. Og ég komst heim. Verð þó að viðurkenna að hjartslátturinn átti við margra klukkutíma maraþonhlaup en ekki 30mínútna hjól niðrímóti. Hvað um það.
Verkefnið okkar snerist m.a um það að hanna karakter sem síðan allir hinir hóparnir neyðast til að nota við gerð tölvuleikjanna sinna. Við unnum keppnina...JEEEHÚÚÚ. OKkar bíður hinsvegar mikið meiri vinna en fyrir hina hópana svo ég veit eiginlega ekki hvort það var í alvöru gott að vinna.

1 Apr 2008

The mum song!!



Ég ætti að fá greitt fyrir að pissa í mig af hlátri. Ég var að lesa bloggið hjá Helgu og Palla og sá þar þetta vídjó og þennan texta að laginu, verður eiginlega að lesa textann meðan sungið er.Offffsa fyndið.

Get up now
Get up now
Get up out of bed
Wash your face
Brush your teeth
Comb your sleepyhead
Here's your clothes and your shoes
Hear the words I said
Get up now! Get up and make your bed
Are you hot? Are you cold?
Are you wearing that?
Where's your books and your lunch and your homework at?
Grab your coat and gloves and your scarf and hat
Don't forget! You gotta feed the cat
Eat your breakfast, the experts tell us it's the most important meal of all
Take your vitamins so you will grow up one day to be big and tall
Please remember the orthodontist will be seeing you at 3 today
Don't forget your piano lesson is this afternoon so you must play
Don't shovel
Chew slowly
But hurry
The bus is here
Be careful
Come back here
Did you wash behind your ears?
Play outside, don't play rough, will you just play fair?
Be polite, make a friend, don't forget to share
Work it out, wait your turn, never take a dare
Get along! Don't make me come down there
Clean your room, fold your clothes, put your stuff away
Make your bed, do it now, do we have all day?
Were you born in a barn? Would you like some hay?
Can you even hear a word I say?
Answer the phone! Get off the phone!
Don't sit so close, turn it down, no texting at the table
No more computer time tonight!
Your iPod's my iPod if you don't listen up
Where are you going and with whom and what time do you think you're coming home?
Saying thank you, please, excuse me makes you welcome everywhere you roam
You'll appreciate my wisdom someday when you're older and you're grown
Can't wait till you have a couple little children of your own
You'll thank me for the counsel I gave you so willingly
But right now I thank you not to roll your eyes at me
Close your mouth when you chew, would appreciate
Take a bite maybe two of the stuff you hate
Use your fork, do not burp or I'll set you straight
Eat the food I put upon your plate
Get an A, get the door, don't get smart with me
Get a grip, get in here, I'll count to three
Get a job, get a life, get a PHD
Get a dose of,
"I don't care who started it!
You're grounded until you're 36"
Get your story straight and tell the truth for once, for heaven's sake
And if all your friends jumped off a cliff would you jump, too?
If I've said it once, I've said at least a thousand times before
That you're too old to act this way
It must be your father's DNA
Look at me when I am talking
Stand up straighter when you walk
A place for everything and everything must be in place
Stop crying or I'll give you something real to cry about
Oh!
Brush your teeth, wash your face, put your PJs on
Get in bed, get a hug, say a prayer with mom
Don't forget, I love you
And tomorrow we will do this all again because a mom's work never ends
You don't need the reason why
Because, because, because, because
I said so, I said so, I said so, I said so
I'm the mom, the mom, the mom, the mom, the mom!!
Ta da!!!

Vorið loksins að koma??eða sumar kannski..

Ég er ekki frá því að í 100 skipti nú í "vor" að ég haldi að nú sé þetta looooksins að gerast hérna í Köben, að það fari að vera "útlandalykt", heitt, heit gola, fögur kvöld með sólsetri, rokna rigning og þrumuverður..en samt heitt :)
Það hefur verið að gerast frekar oft að ég er að segja einhverjar sumarfréttir hér en svo hefur næsti pistill verið um einhverjar ánskótans snjókomur og lítil tryllitæki sem moka snjó klukkan 22:00, var ég ekki búin að segja frá því þegar við heyrðum í vetur um tíu leytið (þegar allir eru farinir að sofa í Köben nema Íslendingar) eitthvað suð. Það hafði snjóað fyrr um kvöldið og það var greinilega ekki seinna vænna en að bruna út í garð á lítilli mannhæðarhárri "gröfu" til að skafa stéttina..ég veit ekki við hverju húsvörðurinn hefur búist, kannski að snjóinn myndi festa hér....ég hef ekki séð það gerast, þó það hafi verið stundum pínu fros um morgun.

En svona í alvöru þá held ég að það gæti alveg verið farið að hlýna, þó það sé ekki komið bikinís veður strax.

Rest Félagsbúsins kom heim á sunnudaginn. Allir voru góðir í fluginu, eða alveg þar til Sindri ákvað að tjúllast yfir því að sitja í beltinu í lendingu. Hann var svo þreyttur síðan að hann sofnaði á öxl Bóndans og þegar ég hitti þau þá lá hann oní efri körfunni á svona töskukerru steinsofandi...einstkalega fyndið.

Mér finnst gott að eiga engan bíl. Þeir eru dýrir, tímafrekir og oft á tíðum óþægilegir. Bíst ekki við að ég myndi taka svona sterkt til orða heima á Fróni, en þetta finnst mér hér. Mér finnst frábært að hjóla. Maður getur hjólað í gegnum miðbæinn og mannhafið og maður getur líka hjólað gegnum skóginn. Bæði jafn skemmtilegt.

Í skólanum hef ég nú hafið gerð tölvuleikja...er það nú helst til furðulegt miðað við sýn mína og almennan áhuga á tölvuleikjum? Við eigum engar leikjatölvur og ég fæ nú bara grænarbólur (með greftri) og bregst ókvæða við ef lítil rödd segir "mamma má ég fara í tölvuna...miiiig lángar í pleeeeeiiisteistjón...."Það liggur við að ég fái útbrot. Sonaeriddahh