5 Jul 2007

Rigningin

Það bara rignir endalaust. Hvað á það að þíða?? Bóndinn er farinn að vinna hjá konu (nei ekki svoleiðis..). Hann er að mála hjá henni veggina og líma eitthvað. Á meðan sit ég heima og passa börn, eða glápi á rigningu. Það er nefnilega þannig að mig vantar regnkápu, já, kápu, sem er síð niðrá hné eða svo. Hana er ekki að finna hér í Köben. Án hennar kemst ég ekkert út þegar rignir svona. Ég er búin að þræða Strikið, Fiskitorvet og Fields en allir eru að selja ermalausa boli. Svo kæra fjölskylda og þið sem tilheyrið almúganum endilega bendið mér á hvar ég fæ regnkápu. Ef þið vitið um í Köben þá er það glimrandi en ég hugsa að ég þurfi að leita heim til Íslands, þar sem er jú rok og rigning nema í síðustu viku :). Og þið verðið að kommenta eða senda okkur tölvupóst eða sms eða eitthvað, skrifiði bréf, það er alltaf svo skemmtilegt. Love you all.

2 comments:

Anonymous said...

Yður hefur verið send regnyfirhöfn til að vera í regninu í Kaupmannahöfn Hlökku óstjórnlega til að koma !!!

Bústýran said...

Kærar þakkir nafnlaus..þó ég viti nú alveg að þetta er þú kæra systir :)