Það getur verið að Kaupmannahefningar skuldi mér að þeir leggist á skeljarnar og kyssi á mér tærnar því alveg síðan regnkápan mín fína, sem bæ ðe vei er komin, var keypt þá hefur bara ekki rignt.
Ég er nú reyndar alveg hætt að vera hissa á því og sá þetta gerast, alltaf þegar ég kýs að hengja upp þvott þá rignir. Það er súr staðreynd og ég held að þetta sé ættgengur fjandi.
Héðan er hinsvegar allt gott að frétta. Ég er enn heimavinnandi og held ég geti sagt að ég sé líka húsmóðir, allavega er jólakaka í ofninum.
Bóndinn er að vinna hjá konunni ennþá við málningar. Vinnutíminn er alveg svakalegur, maður skilur ekkert í þessu, ætla mætti að keyra eigi okkur út strax í fyrstu viku. Hann þarf alveg að mæta kl 10 og er ekki búinn fyrr en kl 15...maður spyr sig hvort þetta eigi nokkuð eftir að ganga upp... hvort ekki eigi eftir að koma upp veruleg álagsmeiðsl...ÞÁ Í LETINA.
Voðalega slakir blessaðir danirnir.
10 Jul 2007
Enn af veðri
Posted by Bústýran at 2:38 pm
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
heheheheheh ahahahha... Auðvitað rignir ekki þegar þú ert búin að fá þessa gasalega fínu regnkápu! Passar hún ekki alveg? Hef áhyggjur af ermalengdinni apasystir mín, en Large hefði verið heldur vítt... Úff en sá vinnutími!! Gott í báða enda!
Hér bólar aðeins á spenningi...
Bólar hér líka. Jú ermalengd er aðeins rýr en samt fín sko.
Post a Comment