Það eru myggur hér,svona ofvaxnar mýflugur eða smávaxnar moskítóflugur. Þær eru búnar að bíta Sindra útum allt og hin börnin á ýmsum stöðum. Ótrúlegt en satt hefur Bóndinn alveg sloppið, það er af sem áður var er hann varð flóm að bráð.
Það var allt fullt af þessu hér inni í gærkveldi og um leið og ég vaknaði í morgun æddi ég út í búð og keypti raflostsflugnaspaða, tvo minni spaða (handa börnunum) og flugnaeytur. Svo var okkur sagt að ef við höfum gluggana lokaða í ljósaskiptunum þá komi þær ekki inn,þó svo að opnað verði út seinna um kvöldið.
Það kom svo mikið nammi með frá Íslandi að ég þurfti að endurskipuleggja í skápunum,það er heil hilla full af gotteríi.
25 Jul 2007
Nammi og myggur
Posted by Bústýran at 8:31 pm
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment