Það er rigning ennþá. Maður spyr sig hvort að það sé yfir leitt ekki rigning og rok á Ísland heldur bara þar sem við erum? Nei nei, enga svartsýni hér. Þetta er í lagi fyrst ég er búin að fá rífandi viðbrögð við bauli mínu yfir regnfataleysi og er nú á leiðinni til mín dýryndis (dírindis,dýrindis,díryndis,bryndís) regnkápa frá 66 gráðum norður. Hrópa húrra fyrir því að eiga bæði systur og regnkápu.
Í morgun kom til mín kona að nafni Fransizka til að stilla píanóið fagra. Hvernig haldiði að Fransizkur líti út? Fyrir mér, áður en ég sá hana, þegar ég var búin að heyra í henni í síma, var hún suðræn í útliti, dökkhærð með svakalega sítt hár. Hún var í andlegu jafnvægi vel lyktandi og var píanóleikari og bara um 35 ára og bar með sér þvílíkan þokka að jafnvel gól á borð við einmitt það þegar verið er að stilla falskt hljóðfæri og ýta á sömu nótuna aftur og aftur myndi hverfa eins og dögg fyrir sólu. Ég sá fyrir mér að hún væri sönn ævintýra manneskja.
Það var ekkert af ofantöldu sem mætti hér kl 9:30 í morgun...að vísu mjög fín manneskja örugglega, en hún var lítil, ljóshærð með stutthár,í bláum útihúsabuxum greiddar ofan í sokkana og æpandi gulum jakka með rauða skólatösku. Hún var með gular tennur og tileygð. En hún var hress og stillti píanóið svo nú get ég byrjað að vekja nágrannana með einhverju velvöldu frá mínum eigins fingrum. Við börnin þurftum að vísu að vera úti á meðan, hún þurfti jú að hafa næði. Þannig að við stóðum bara í rigningunni í klukkutíma..hálf blautt svona..
6 Jul 2007
Veðurteppi
Posted by Bústýran at 1:37 pm
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment