...to major Tom....
Það er einhver fjárinn að ganga hérna..það kallast gestagangur. Við höfum legið í þessu og AHG líka. Við fengum sem sagt kærkomna heimsókn frá Íslandi í vikunni sem leið og þau fóru með einhverjum brösum heim í gær morgun. Við fórum án Bóndans í Bakken, eða segir maður á Bakken? Þar fóru börnin með frænkunni í hestavagn og flest tívolítæki sem leifðu börn. Ég fæ greitt fyrir að vera gunga í tívolíi, ég er komin með dágóðan sjóð sem ég ætla að nota þegar ég leysi Bóndann úr þessari fáránlegu geimflaug þarna fyrir ofan.
Það er einhver fjárinn að ganga hérna..það kallast gestagangur. Við höfum legið í þessu og AHG líka. Við fengum sem sagt kærkomna heimsókn frá Íslandi í vikunni sem leið og þau fóru með einhverjum brösum heim í gær morgun. Við fórum án Bóndans í Bakken, eða segir maður á Bakken? Þar fóru börnin með frænkunni í hestavagn og flest tívolítæki sem leifðu börn. Ég fæ greitt fyrir að vera gunga í tívolíi, ég er komin með dágóðan sjóð sem ég ætla að nota þegar ég leysi Bóndann úr þessari fáránlegu geimflaug þarna fyrir ofan.
Við fórum líka í Dýragarðinn og tókum þá Bóndann með, enda laugardagur og hann ekki að vinna. Þar var náttúrulega ýmislegt að sjá en það er helst frá því að segja þegar allir nema ég fóru í Tropical húsið,þar sem fiðrildi af erlendu bergi brotin eru geymd. Ég var barnavagnapía. Það var gott að sitja úti en svo (eins og ég hef jú nefnt áður) byrjaði að rigna. Fyrst komu bara nokkrir dropar en ég ákvað að setja til öryggis regnhlíf yfir vagninn hennar Ásdísar þar sem hann var ekki í regnslá. Svo komu fleiri dropar. Ég setti þá eina yfir fram hluta vagnsins og aðra yfir afturhlutann,setti líka eina yfir Sindra vagn sem var að verða gegndrepa. Enn herti rigningu. Ég skipti regnhlífunum út og setti regnstakkinn hennar Vilborgar* (sem Bóndinn fékk lánaðan) yfir vagninn og setti eina regnhlíf yfir mig sjálfa. Enn herðir...ég vissi ekki hvert ég ætlaði.. ég gaf skít í nestispokann sem hafði haft barnaregnhlífina og setti hana yfir hnén á mér og áður nefnd regnhlíf hékk fyrir ofan mig. Ég er viss um að fólkið sem hafðist við í skjóli undir þakskeggi stóru,hafi haldið að ég væri kannski eitthvað sem ætti að vera inni í Tropical húsinu.
Gátan er þessi: Hvað var ég með margar regnhlífar?
Af börnum er bara fínt að frétta.
Sunneva og Gummi byrja í skólunum á morgun og Sindri verður bara heima hjá mér örugglega í mánuð í viðbót. Ég vona að það sé ekki því að kenna að hann kann ekki öll algengustu trix smábarna. Hann vill ekki sýna hvað hann er stór og ekki segja voff fyrir hundinn eða íhíhí fyrir hestinn. Hann kann hinsvegar að herma eftir ýmsum mun áhugaverðari og merkilegri tækjum, svo sem eins og ryksugunni. Hann trillar með hana um alla íbúð og gólar uuuuuuUUUUUUUUUU.
*Vilborg=yfirkona Bóndans
3 comments:
það er kannski rétt að upplýsa hverjir gestirnir voru.. Bryndís og Hinrik og Ásdís.
Einnig er rétt að lesendur góðir skilji eftir sig komment, sérlega ef það er gáta...ég er komin með teljara og veit alveg að þið eruð þarna...múúúhahahahaha
er það ekki svindl ef ég svara gátunni?? En hehhehe þetta var jú fyndið. Það var einstaklega gaman að vera uppáhaldsfrænka í heimi í tívolíinu! Gangi þér vel að ná bóndanum úr flauginni... Og ég hlakka til að heyra frá fyrstu skóladögunum!
Ég segi að það hafi verið 5 regnhlífar á svæðinu, ásamt regnstakk Vilborgar (yfirkomu Bóndans) og ein barnavagns regnslá.
Ég hlýt að hafa þetta rétt þar sem ég er að vinna við bRókhald.
Post a Comment