17 Jul 2007

Afmæli í röðum

Sjálf á ég afmæli í dag.
Eins og er kunn staðreynd þá varð ég ekki hrukkótt eða hokin eða neitt af því sem ég taldi upp að Bóndinn væri enda er ég ennþá bara tuttugu og eitthvað.

Ein saga í tilefni aldursbreytinga:
Ónefndur sveitarstjóri búsettur á Hvammstanga hringdi í mig þegar ég bjó líka þar (þá árinu yngri en ég er nú). Ég svaraði með hallói en hann sagði "já...er mamma þín heima".....
Það á enginn eftir að taka eftir því þegar ég verð gömul.

5 comments:

Ellan said...

Til hamingju með daginn ´sssskan :)

Anonymous said...

Hehe... til hamingju aftur.

Anonymous said...

Já, þó ég sé nú búin að tala við ykkur bæði, afmælisbörnin, bæði hið merka og hið minna :-) þá ætla ég nú að óska ykkur enn og aftur til hamingju! Það er ekkert annað er gleðilegt við það að ná einum afmælisdegi enn! Það er ekki alltaf gefið. Það er bara æðislegt að sjá myndir af ykkur. Hér er líka spenningur yfir því að BG og co. séu að koma til ykkar. Það væri nú gaman að vera fluga á vegg þegar litlu krílin ykkar öll hittast, þegar Ásdís hittir "hálf systkinin" sín.
ástakveðja,
mor

Anonymous said...

Maður hefur ekki undan að skutla inn afmæliskveðjum..
Til haaaamingju með þennan merka áfanga.

Það eru 2 ár eftir í ellina. (þetta átti að vera smáa letrið en það er ekki til neitt smátt letur, allavega ekki sem ég kann á..)

Anonymous said...

Til lukku með daginn í gær frænka og bóndann aðeins á undan....
hafið það gott í dk...
kveðja Ásta frænka og hinir í Tröllinu