1 Jun 2007

Vellir

Hef verið að tæma Drekavelli undanfarna daga. Eiginlega hefur ferlið tekið um 3 vikur, það var einmitt fyrir um 3 vikum sem ég fór fyrst í geymsluna. Þá sá ég eftir að hafa byrjað þar því íbúðin er búin að vera eins og vígvöllur síðan. Það var ekki fyrr en ákveðið var að flýta brottför um viku að ég var virkilega þakklát framtakssemi minni fyrir að hafa byrjað í geymslunni. Með diggri aðstoð Bústýru Daggarvalla hafðist það af að henda ég veit ekki hvað mikið af dóti, selja fullt af dóti, pakka nauðsynjavöru niður í kassa og koma á bretti sem er komið til Kaupmannahafnar as we speake, eftir uþb viku verður næsta bretti með nauðsynjavöru komið út, og við líka :) henda svo meira af dóti, pakka niður því sem enginn vill eiga og enginn vill henda og eru Drekavellir nú tómir. Eitt húsgagn fór með, það var hið frábæra altari sem hefur þjónað oss sem klósettgagn nú þennan vetur. Númm.. við erum með búsetu þar til aðfararnótt þriðjudags á Meistaravöllum þar sem meistari faðir minn býr. Það er búið að plana hvernig og hverjir keyra okkur á Flugvöllinn, það munu vera pápi og hinn afleggjarinn. Þá er bara að hefjast handa við að endurpakka og niðurraða í þessi 80kg af farangri sem vér megum hafa. Það er ekkert verið að spyrja að því hvort fólk geti yfir höfuð komið svo miklum farangri til né frá..það kemur í ljós síðan hvort við höldum velli....

1 comment:

Anonymous said...

Ég tek restina í júní ;) heheheh