20 Jun 2007

Gsm

Ojojoj
Okkur hefur bara tekist að eyða fullt af peningum í Frelsi í útlöndum reikninginn...vúff.. Ekki er hægt að kaupa danskt númer og nota það í hvorugan símann. Hann er læstur og ekki hægt að opna hann nema fyrir einhverja töfra í Hátækni ...á ÍSLANDI... sei, sei.

Það er spurning um að senda þá heim...já eða bara sleppa þeim.

Gummi fór í kynnisferð í skólann sinn í dag, var kynntur fyrir komandi kennara sínum og byrjar 22.ágúst þar í svokölluðum börnehaveklasse.
Hann fékk með sér blómapott með sólblómafræi sem hann á að hugsa um og koma með þegar skólinn byrjar. Gaman.

Sunneva hjólar eins og hún eigi lífið að leysa hér á nýja hjólinu sínu. Merkilegt hvað henni tókst vel upp að yfirgefa hjálpardekkin.

Sindri hefur hafið talað mál. Hann notar aðallega tvö orð, það er ekki mamma eins og vel upp alin börn segja eða pabbi heldur HÆTTU.. Hann segir nunna fyrir Sunneva og svo HÆTTU. Hann var í sturtu með Gvenda um daginn og Þorvaldur ætlaði að taka hann úr, litli reif í sturtu hengið og dró það fyrir um leið og hann gargaði HÆTTTU. Hann er ekkert að spara þetta fyrst hann er byrjaður sko, hristir hausinn svo við öllu og prílar eins og hann fái greitt fyirr.

Ég sit á svölunum mínum í tölvunni og það er rigning, samt er alveg eins og ég sé inni..hreint dásamlegt.
Hej hej

3 comments:

Anonymous said...

Nitta, ert þetta þú? Jii en gaman að finna þig á netinu, var einmitt að spá hvort þú ætlaðir ekkert að blogga. Ég henti líka inn á Klobbasíðuna. En það er ekki laust við smá öfund héðan. Bíð spennt eftir næsta pistli... :)

Anonymous said...

Jú seisei, hér er ég :)

Anonymous said...

okkur finnst vanta allar myndir á þessa síðu!! Kveðja úr AHG