Við fáum vonandi á föstudaginn net og síma..númerið verður aðeins látið völdu heiðursfólki í té. Það voru hátíðahöld á 16.júní í tilefni af þeim seytjánda. Við fórum ekki bara vegna þess að við eigum ekki regnhlíf, stígvél eða geimbúning til að verjast rigningunni sem var hreint ótrúleg. Hún var nú samt ekkert í samanburði við það sem gerðist hér í gær, í svona 15 mínútur var eins og hellt væri úr fötu, bókstaflega, þrumur og allt. Krakkarnir fóru út bara til þess að prufa regnhlífar sem þau fengu frá Ömmu Rögnu fyrir örugglega 2 árum síðan og aldrei getað notað :)
Hér er bara ágætis veður og í þessum töluðu orðum er sögustund á AHG (Axel Heides Gade, eða Adda og Helgu Gata). Allir krakkarnir 7 eru í herbergjunum þeirra tveimur og það er ótrúleg ró yfir, meira að segja Sunneve Eldey og Lára Huld eru hljóðar..það er eiginlega ótrúlegt. Nú er ég búin að sækja alla pappíra til að sækja um leikskóla og vöggustofu og væntanlega svokallaðan börnehaveklasse fyrir Gumma sem er reyndar svipað og hann var í, í vetur, svona undirbúningsbekkur fyrir Grunnskóla. Þá ætlum við Helga að skoða Vöggustuen hér í næstu götu og athuga hvort hún er þess verð að láta dvergana á lista þar inn. Og svo að skrá sig á tungumálanámskeið.
18 Jun 2007
Nettenging og mííígandi rigning
Posted by Bústýran at 11:38 am
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment