30 Jun 2007

Ólukku konur

Job center- ið er ágæt stofnun hér í Danmörku sem hjálpar útlendingum og öðrum með enga atvinnu að finna eina. Þar fer maður og skráir sig í atvinnuleitendasjóð. Þetta er örugglega vinnumiðlun Danmerkur. Þar sem ég er úr öðru evrópulandi þarf ég að mæta á Skælbeksgade, eða Skjaldbökugötu. Kaldhæðið er að meðan ég gengi bogin í baki af skömm yfir því að vera ekki með atvinnu enn, þá eru nokkrar kvinnur bara að redda sér þarna rétt fyrir utan, þær eru aldeilis hressar, alveg sprenghressar og hoppuppí bíla með hveeerjum seeem EEEEeeeer...
alveg dejligt.

29 Jun 2007

SÍMANÚMER

Við erum komin með símanúmer, það er hér á hliðarlínunni. Það bara poppaði allt í einu í gang eftir frekar leiðinlegar fréttir um að við þyrftum að bíða í 30 daga. Ég held að þau séu öll full þarna í Tdc...aaaaðeins of mikið í bjórnum..

26 Jun 2007

Ég minni á :

styrktarreikning Félagsbúsins, þar er hægt að leggja inn styrktar fé vegna enn vaxandi símareiknings.
Það er vegna þess að ég fékk gefins píanó í dag, held ég bara það fallegasta sem ég hef séð, að ég ætla ekki að skrifa enn einn símanöldurs póstinn.

Mamma, ef þú myndir tíma að lána mér svo sem eina píanóbók...jííííhaaaaa

25 Jun 2007

Sveiiiiii mér þá...

Fyrr má nú rota en dauðrota, sem var jú gert, glöggir munu muna að ég bauð á gæðaverði breiðbandssímatengi og breiðbandsapparat...er ég ekki bara komin með þriðja svona apparatið heim til mín, þeir eru alveg óðir í að senda mér breiðbandssímatengi og adslhúbbla. Ég á ekki annarra kosta völ en að bjóða það þriðja líka til sölu, mér finnst eðlilegast að það sé aðeins dýrara en það sem kom númer tvö.
Enginn tæknimaður kominn...nú má ég góla aftur í Tdc búðinni á Strikinu..ojojoj...

22 Jun 2007

Nokkrar myndir


Fyrstu dagana vorum við með ekkert, engin sængurföt og ekkert..fengum vindsængur lánaðar.

Þá var sól og afar gott veður, næstum því 30 stig í hita...en svo kom rigning og það ekkert smá
Á túristabuxunum í dýragarðinum. Það var fáránlega heitt og að vera þarna með 7 börn samtals, sem sagt 11 manns að tala í einu. En það var samt skemmtilegt, er ekki frá því að það væri gaman að fara aftur og þá í kaldara veðri. Þarna erum við : Arnar, Helga, Þorvi,Lára Huld, Sunneva,Gummi, Tómas og litlu stýrin, Ásta Hlín og Sindri.

21 Jun 2007

Ríkissími

Ég veit ekki...ætli svona aðal símafyrirtækjum sé það í blóð borið að rukka öfugt? Flækja málin og gera vesen.
Ég er semsagt búin að sækja um síma alveg, meira að segja búin að deila númerinu með nokkrum stofnunum hér í landi. Það er vika síðan ég keypti heimanúmer og gsm númer...Frelsi í útlöndum orðið glóandi (það hefur verið stofnaður stuðningsreikningur í bankanum, feel free ). Í dag fékk ég svo reikning frá Tdc, svona Síminn.is Danmerkur. Það var aldeilis 1000kr dönskum hærra en hafði verið rætt um og áður þótti mér nóg um...fokkettífokk. Ég brunaði nið65ðreftir, enn einu sinni og reyndi að baula á minni ágætu íslENSKU að þetta gæti ekki staðist, að'ð ég hefði aldeilis kannað það hvað þetta átti að kosta fyrirfram, sem ég gerði, ég spurði og spurði.
Eníhú, þá var það þannig að eitthvað aukadótarí var inná reikningnum..vantar einhverjum Breiðbandstengingu og breiðbandssíma?? ég er með tvö sett, fer á hæsta tilboði.
Þá fæ ég netsamband og síma á mánudaginn í staðinn fyrir í dag.
Fyrirhuguð er góssferð á morgun....mjööög spennandi.

20 Jun 2007

Gsm

Ojojoj
Okkur hefur bara tekist að eyða fullt af peningum í Frelsi í útlöndum reikninginn...vúff.. Ekki er hægt að kaupa danskt númer og nota það í hvorugan símann. Hann er læstur og ekki hægt að opna hann nema fyrir einhverja töfra í Hátækni ...á ÍSLANDI... sei, sei.

Það er spurning um að senda þá heim...já eða bara sleppa þeim.

Gummi fór í kynnisferð í skólann sinn í dag, var kynntur fyrir komandi kennara sínum og byrjar 22.ágúst þar í svokölluðum börnehaveklasse.
Hann fékk með sér blómapott með sólblómafræi sem hann á að hugsa um og koma með þegar skólinn byrjar. Gaman.

Sunneva hjólar eins og hún eigi lífið að leysa hér á nýja hjólinu sínu. Merkilegt hvað henni tókst vel upp að yfirgefa hjálpardekkin.

Sindri hefur hafið talað mál. Hann notar aðallega tvö orð, það er ekki mamma eins og vel upp alin börn segja eða pabbi heldur HÆTTU.. Hann segir nunna fyrir Sunneva og svo HÆTTU. Hann var í sturtu með Gvenda um daginn og Þorvaldur ætlaði að taka hann úr, litli reif í sturtu hengið og dró það fyrir um leið og hann gargaði HÆTTTU. Hann er ekkert að spara þetta fyrst hann er byrjaður sko, hristir hausinn svo við öllu og prílar eins og hann fái greitt fyirr.

Ég sit á svölunum mínum í tölvunni og það er rigning, samt er alveg eins og ég sé inni..hreint dásamlegt.
Hej hej

18 Jun 2007

Nettenging og mííígandi rigning

Við fáum vonandi á föstudaginn net og síma..númerið verður aðeins látið völdu heiðursfólki í té. Það voru hátíðahöld á 16.júní í tilefni af þeim seytjánda. Við fórum ekki bara vegna þess að við eigum ekki regnhlíf, stígvél eða geimbúning til að verjast rigningunni sem var hreint ótrúleg. Hún var nú samt ekkert í samanburði við það sem gerðist hér í gær, í svona 15 mínútur var eins og hellt væri úr fötu, bókstaflega, þrumur og allt. Krakkarnir fóru út bara til þess að prufa regnhlífar sem þau fengu frá Ömmu Rögnu fyrir örugglega 2 árum síðan og aldrei getað notað :)
Hér er bara ágætis veður og í þessum töluðu orðum er sögustund á AHG (Axel Heides Gade, eða Adda og Helgu Gata). Allir krakkarnir 7 eru í herbergjunum þeirra tveimur og það er ótrúleg ró yfir, meira að segja Sunneve Eldey og Lára Huld eru hljóðar..það er eiginlega ótrúlegt. Nú er ég búin að sækja alla pappíra til að sækja um leikskóla og vöggustofu og væntanlega svokallaðan börnehaveklasse fyrir Gumma sem er reyndar svipað og hann var í, í vetur, svona undirbúningsbekkur fyrir Grunnskóla. Þá ætlum við Helga að skoða Vöggustuen hér í næstu götu og athuga hvort hún er þess verð að láta dvergana á lista þar inn. Og svo að skrá sig á tungumálanámskeið.

11 Jun 2007

Allur hitinn..

Það er búið að vera skuggalega heitt. Alveg 28 gráður að mér skilst. Það er svo heitt að ormamaðkarnir þrír geta bara ekki verið úti. Þannig að það er hangið inni í "kuldanum" því það er langt um heitara þar en úti. Ég skundaði í strætó með Helgu í aðra IKEA ferð. Gerði all svakaleg innkaup enda er þá allt komið sem þurfti :) Brunaði þá í Folkeregistrerið og þaðan í Fiskitorfuna í innkaupaferð. Allt á tveimur jafnlöngum nottúrulega, fór bara með tóma barnakerruna.
Annars er lífið bara hreint dejligt. Á kvöldin löfum við Bóndi á svölunum með kertaljós og gerum ekkert. Það er nú alveg nýtt og verður að segjast að það er bara ágætt. Nú er þessi tími búinn að vera eins og ferðalag. Vonandi bráðum fari þetta að lykta eins og venjulegt líf...mannskapur kominn í daglega rútínur, vinnu, skóla og þar fram eftir götunum. Söknum ykkar allra og verið duglega að senda okkur kveðju í kommenta kerfinu. Svo hendi ég inn myndum þegar við erum komin með netið, er enn að ræna af nágranna Helgu.

6 Jun 2007

Ó svo gott veður :)

Hér annan daginn líka gott veður. Við Helga fórum í IKEA og keyptum gardínur og "eitthvað". Fyrst að brettið kom ekki í dag þá er ennþá allt frekar tómlegt en í gær var Grundlovs dagur sem er frí dagur einhver. Við borðum því á gólfinu og sofum á lánsvindsæng..en erum komin með gardínur, þó þær séu óuppsettar. Hej

5 Jun 2007

Islandsbrygge

Þá erum við komin út. Þvílíkur farangur...uþb 100kg í allt. Ferðin gekk fáránlega vel. Við fyrst í biðröð í tékkinn enda vöknuðum við 3 og lögðum af stað rétt fyrir 4, ekki mátti seinna vera því svo var komin löng röð. Ekki sem sagt búin að sofa mikið enda ekki hægt að koma til Köben og fara bara að sofa, hér er geðveikt veður, 18 stiga hiti. Dæmalaust ágætt :)

1 Jun 2007

Vellir

Hef verið að tæma Drekavelli undanfarna daga. Eiginlega hefur ferlið tekið um 3 vikur, það var einmitt fyrir um 3 vikum sem ég fór fyrst í geymsluna. Þá sá ég eftir að hafa byrjað þar því íbúðin er búin að vera eins og vígvöllur síðan. Það var ekki fyrr en ákveðið var að flýta brottför um viku að ég var virkilega þakklát framtakssemi minni fyrir að hafa byrjað í geymslunni. Með diggri aðstoð Bústýru Daggarvalla hafðist það af að henda ég veit ekki hvað mikið af dóti, selja fullt af dóti, pakka nauðsynjavöru niður í kassa og koma á bretti sem er komið til Kaupmannahafnar as we speake, eftir uþb viku verður næsta bretti með nauðsynjavöru komið út, og við líka :) henda svo meira af dóti, pakka niður því sem enginn vill eiga og enginn vill henda og eru Drekavellir nú tómir. Eitt húsgagn fór með, það var hið frábæra altari sem hefur þjónað oss sem klósettgagn nú þennan vetur. Númm.. við erum með búsetu þar til aðfararnótt þriðjudags á Meistaravöllum þar sem meistari faðir minn býr. Það er búið að plana hvernig og hverjir keyra okkur á Flugvöllinn, það munu vera pápi og hinn afleggjarinn. Þá er bara að hefjast handa við að endurpakka og niðurraða í þessi 80kg af farangri sem vér megum hafa. Það er ekkert verið að spyrja að því hvort fólk geti yfir höfuð komið svo miklum farangri til né frá..það kemur í ljós síðan hvort við höldum velli....