28 Dec 2007

Hátíðarnar

Ég er ekki minni manneskja en aðrir bloggarar í bloggheimum og óska því öllum sem ég þekki og líka þeim sem fyrir tilviljun eða forvitni eina eru að lesa sögur mínar, gleðilegra jóla (sem tæknilega eru liðin) og enn betra komandi árs.

Hér er einn til að pæla í:

Nú fljúga töluvert margir fulgar yfir höfðum manna á hverjum degi. Endur, krummar og hvað þetta allt heitir. Fiðurféð hefur skammast sín ekkert þó það láti flakka bara þar sem það flýgur eða stendur. Afhverju hafa ekki fleiri manneskjur sögur að segja um það þegar fugl kúkaði á axlirnar á þeim?

Að allt öðru. Seinni hluti tarnar er að byrja á morgun, eða byrjaði í dag. Þá meina ég í vinnunni. Í gær var ég í fríi og eyddi fríinu á búðarölti með systur minni sem er í heimsókn. Ég þori ekkert að segja það við hana en hún hefur fitnaði eitthvað blessunin. Ég veit ekki hvort ég þori að segja eitthvað við hana útaf þessu, kannski ýja ég að því að hún þurfi nú mögulega að fara í ræktina... Fyrst þau eru í heimsókn þá er spilað á hverju kvöldi. Það er æðislegt. Þið hefðuð átt að sjá mig leika köngulóarmanninn í gær. Ég spýtti köngulóarvef útúr hendinni eins og ég hefði aldrei gert annað og prílaði svo upp, ímyndaðan náttúrulega, vegg. Þeim fannst það svo vel gert að þau gátu ekki varist því að tárast bara (að vísu úr hlátri en hver þarf að vita það). Þeir svilar fóru í bíó áðan og við ætlum að horfa á sjónvarpið. Það hefur heyrst úr næstu blokk að ef maður sofnar fyrir framan sjónvarpið og vaknar svo aftur eftir miðnætti án þess að slökkva á sjónvarpinu að þá finni maður klámstöðvar. Okkur hefur aldrei tekist þetta, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ég hef alltaf vaknað í rúminu mínu daginn eftir og Bóndinn í sófanum. Ekki veit ég hinsvegar afhverju það er alltaf ég sem vakna í rúminu en hann í sófanum, kannski hefur hann einhverja aðra sögu að segja um þetta en ég.
Allir eru hressir og í jólafríi. Það finnst þeim ekkert verra. Nú er svo komið að margir leikir fara fram á dönsku. Það er voða skemmtilegt að hlusta á þau tala svona.

Aftur gleðileg jól og alsælt nýtt fár. Og fyrst ég er byrjuð þá finnst mér ekki úr vegi að biðja alla að njóta sín (ekki þannig) út í ystu æsar og anda inn og út og svona... umfram allt að gera eitthvað skemmtilegt. Ekki gera eitthvað leiðinlegt, það er svo ... leiðinlegt.

Eitt nýtt orðatiltæki á dönsku: Heldig kartofel, lesist= hellig kartoffel og þýðir =heppin kartafla.

22 Dec 2007

Loðnar bækur

Það er satt. Bækurnar í bókahillunni voru sannarlega loðnar hér fyrr í kvöld. Við erum í því að undirbúa jólin. Þó að við séum verulega slök með að hreingera og svona óþarfa rulg fyrir jólin þá er nú allt í lagi að hafa svona sæmilega hreint. Svo ég stökk á hillurnar áðan eftir vinnu. Rykið þar var ótrúlegt, alveg steingrátt og þykkt. Það er reyndar fáránlegt hvernig þessir dagar eru. Ég er alla daga í vinnunni og Bóndinn heima. Það er ekki ýkja mikið hægt að gera þannig almennilega þegar allur skarinn er heimavið. Ég er ekki í fríi næst fyrr en á 27.des. Já, alla jóladaga í vinnu frá 9-16. ÉG er ekki viss um að mér finnist þetta neitt sérstaklega sniðugt sko. Á morgun mæti ég klukkan 7, ég er skítug upp fyrir haus, með glimmer útum allt, komandi sinaskeiðabólgu, bakverki ómögulega og með táfýlu fjandans. Þannig er að það eru alltaf 18 gráður í búðinni. Það er kalt skal ég segja ykkur. Það er svo kalt að ég er alltaf í tveimur sokkum, gammósíum, buxum náttúrulega og tveimur peysum, langermabol innan undir því og svo stundum í flíspeysu. Í dag var 0 gráðu hiti úti og ég þurfti að vera í snjóbuxum í vinnunni...í blómabúð, hver hefði haldið?? Það er sko engin pikknikk að vinna í blómabúð heldur, þetta er bara bölvað hark. En ég elskaða. Ég var spurð um daginn hvort ég héldi að ég yrði hamingjusöm með að vinna alltaf í blómabúð, ég hef uppi áætlanir um að læra til blómsterdekoratör hér í Köben. Og ég fór að hugsa, það rúlluðu allar hinar hugmyndirnar um hvað ég gæti hugsað mér að læra og ég hef skipt um skoðun fáránlega oft, þá varðandi hvað ég ætla að gera við mitt líf. Og ég hugsaði meira að segja um hvort ég væri þá nokkuð á réttri braut, hvort ég vildi ekki reyna við eitthvað stærra og meira en bara blómsterdekoratörinn... ég komst að niðurstöðu sem ég held að gæti verið þokkalega eðlileg niðurstaða. Ég get ekki hugsað mér að vinna við nokkuð annað. Ég hef alltaf leitað í svona vinnu þar sem hana er að fá og finnst þetta mjög skemmtilegt. Það er svona þegar árið er að verða búið, þá fer ég að hugsa um hvað hefur gerst og hvað hefur ekki gerst. En svo getur allt breyst á morgun hvað mér finnst um þetta allt saman, en ég held samt að niðurstaðan sem ég fékk í þessar ponderingar um framtíðina hafi verið hin ágætasta. Nú er klukkan of marg og ég nenni ekki í sturtu. Megn táfýlan verður bara falin með einhverju ilmvatni, það verður bara að duga.
Skötukveðjur ágætar til ykkar mín kæru :)

18 Dec 2007

Laggabútur...

...eða Baggalútur.
Ég er ekkert fyrir jólalög, ég fæ alls ekki fiðring um mig alla við að heyra Svölu Björgvins góla að hún vilji fara heim um jólin eða við neitt annað jólalag. Ég var farin að örvænta og hélt mögulega að annað hvort þyrfti ég að ala börnin upp við engin jólalög og það mun örugglega reiknast sem einhversskonar uppeldisleg mistök,eða að ég þyrfti að harka af mér (eða fá mér eyrnatappa) og versla jóladiska svo þau geti átt góða ævi með fiðringi um jólin við hvert jólalagið á fætur öðru. Ekki veit ég afhverju ég er ekki mikill jólaaðdáandi. Og ekki veit ég afhverju mér er ekkert gefið um jólalög. Hugsanleg skýring gæti verið vera mín í verslunum um og yfir jólahátíðna. Þar eru jólalög spiluð aaaaalllan daginn út og inn og það er ekki eins og það sé minni viðvera í vinnunni akkúrat á þessum tíma. Það er varla að maður nenni svo að fara heim og kveikja á jóladisk.
Það sem er hinsvegar málið núna og er svimandi jólastemmning og stuð er jóladiskur Baggalúts sem ég skyndilega mundi að ég keypti í fyrra. Ég setti hann á fóninn og pissaði næstum í mig af hlátri. Hér er einn textanna:

SAGAN AF JESÚSI

Það var um þetta leyti þarna suðurfrá - í miðausturlöndum.
Þar var ungt par á ferli konan kasólétt - þeim var vandi á höndum.
Öll mótelin vor'upptekin
og yfirbókuð gistiheimilin.

Og þannig byrjaði sagan af því þegar hann Jesús kom heiminn í.

Þau létu fyrirberast inní fjárhúsi - með ösnum og kindum.
En það var ósköp kósí ekki ósvipað – gömlum biblíumyndum.
Þar kom í heiminn – mannkyns von hinn kunni Jesús Kr. Jósepsson.
Hann endaði í jötunni
beint undir Betlehemstjörnunni.

Og þannig hljómar nú sagan af þvíþegar hann Jesús kom heiminn í.
Hallelúja!
Og þannig hljómar nú sagan af þvíþegar hann Jesús kom heiminn í.

Svo rákinn nefið vitringar
sem fyrir rælni voru staddir þar.
Þeir óðu inn með gras og gull
og eitthvað óríental jurtasull.

Ó, Jósep sendi SMS.
Ó, María, var bara furðu hress.
Ó, barnið lá og snuðið saug
með bros á vör – og soldinn geislabaug

Og þannig endar nú sagan af því þegar hann Jesús kom heiminn í.
Já, þannig hljómaði sagan af því þegar hann Sússi kom heiminn í.
Þið ráðið sjálf hvort þið trúið því
Amen

Textinn finnst mér æðisfyndinn.


Í dag kom Gummi heim með brjóstsykur sem hann hafði sjálfur búið til og var brenndur á Fritten (frítíðsheimilinu), það var skemmtilegt og á morgun fer hann í aðventumessu og Sunneva í leikhús. Sindri fer ekkert enda er nóg að gera hjá honum og hinum kúkalöbbunum sem ráfa um með risa bleiurassa á vöggustofunni hans. Þetta er í raun frekar fyndið því það eru allar stofurnar bara opnar og það eru bleiubörn allstaðar. Og svo koma litlu mörgæsirnar út um allar hurðir fram á ganginn með eitthvað hangandi aftan í sér, handklæði, bíl, orm eða dúkku. Eða þau keyra eitthvað fyrir framan sig, dúkkukerru eða einhverja aðra kerru. Og sum eru með hor og önnur slefa svo mikið að það þarf að hafa smekk og þegar þau borða öll saman bitana sína og síldarfiskibollur (oj) eru þau með handklæði um hálsinn, sem er bara gat á, eða svona stroff eins og hálsmál á peysu og handklæðið nær undir diskinn. Það er hugmynd sem ég hefði getað notað síðastliðin 5 ár á eina sem ég þekki. Þegar ég kem og sæki hann mætir mér alltaf alveg rosaleg kúkalykt. Það eru náttúrulega 30 litlar manneskjur þarna sem kúka bara þar sem þær standa...eru ekkert að tilkynna það sérstaklega, bíða bara þangað til það fyrir einhverja "töfra" uppgötvast.
Í dag þegar ég opna dyrnar að ganginum og kíki yfir hópinn sem vaggar þar um og kem ekki auga á Sindra, kemur aðvífandi ljóshærð pæa sem hleypur svona við hliðina á mér og gólar "Diddi , diddi , diddi"... hún hljóp og fann Svala fyrir mig. Ég meinaða, meira að segja smábörn vita hver ég er...hvers á ég að gjalda , það líður ekki á löngu áður en ég þarf að ganga með eitthvað sprey til að verjast ágangi paparassa. En án gríns þá var þetta voða sætt. Og hann er alltaf til í að koma heim. Hann tekur stökk og er alltaf til í að strunsa í skóna og verður bara sár ef ég er ekki nógu fljót að þessu. Þá förum við niður á deildina hennar Sunnu. Það er ekki sömu sögu að segja um það. Þar eru börnin náttúrulega ekki með neina bleiu, eru alveg hætt að vera krútt og svo rífa þau kjaft. Ég þarf alltaf að bíða eftir henni því hún er iðulega nýbúin að sækja sér púsl sem nauðsynlega þarf að klára og hún er hundrað daga að klæða sig í útifötin. Á meðan hún ekki klæðir sig kemur lítill strákur sem á pabba sem greinilega ræður ekkert við hann og hann stappar á fötunum hennar sem að sjálfsögðu liggja á gólfinu. Þegar við loksins erum búin þar förum við í annaðhvort stóra hjólið eða Sindri situr í barnastólnum og Sunneva á hnakknum á mínu hjóli og ég hjóla. Næsta stopp er hjá Gumma. Hann er næstum því undantekningarlaust í fótbolta spili með vinum sínum þegar okkur ber að garði. Hann hefur týnt öllum fötunum sínum. Ég er viss um að hann kæmi heim á brókinni ef hann væri að fara einn til og frá skóla. Hann veit ekkert hvar þessi peysa gæti verið eða hvar snjóbuxurnar mögulega gætu legið. Það er nú svo. Þá keyrum við heim. Þar er gott að vera.

16 Dec 2007

Tíminn sem ég hef...

Ég hef greinilega aaaaltof mikinn tíma á höndum mér..ég hef verið að dunda mér við þetta í kvöld, mér finnst það vooooðalega fyndið og loksins hef ég fundið góðan farveg fyrir alveg gríðar margar sjálfsmyndir... það er hljóð líka.

Bóndinn

Fagur er Bóndinn.
Og hér er myndin sem æstir aðdáendur MÍNIR hafa beðið um...það er ekki frá því að ég sé orðin hrædd um sess minn sem betri helmingurinn.. hann fór ekki með hárið og keypti sér ís, enda skilur enginn það sem hann segir hér í danaveldi.


Þegar ég var í bloggfríi fengum við tvær heimsóknir. Önnur var frá Yfirpabba sem alltaf er dejligt að fá í heimsókn. Krakkarnir voru heldur súrir þegar hann fór og hefðu gjarnan viljað hafa hann lengur, svo ég tali ekki um sjálfa mig, ég hefði líka gjarnan viljað hafa hann lengur. Svo var Jóhannes líka hér. Það er trúlega eitthvað spes samband milli hans og Sindra. Sindri hefur ekki verið neitt fyrir aðrar mannsveskjur gefinn, hvort sem það er ættin eða ekki ættin. Það hefur að vísu aðeins verið að breytast en þetta var eitthvað alveg spes. Hann tók Jóa opnum örmum og svo hékk hann bara þar. Þeir áttu hvorn annan.

Hann kom fram á kvöldin og í eitt skiptið mátti Jói gjörasvovel og fara með hann inn að sofa, það tók 10 mínútur!!!!.....10 MÍNÚTUR...


Svo var líka ráðist á hann meðan hann lá og hvíldi sig í sófanum. Þeim fannst hann æði. Það var ekki verra að hann nennti (eða gerði það allavegana) að hlusta á allar sögur sem þau höfðu að segja og fór svo í tölvuna með þeim eldri.

Og þarna fannst honum Svala litla best að vera...merkilegt. Þeir bræður fóru svo á íþróttaleik. Þeir keyptu sér miða í dönsku stúkuna, það fannst mér fyndið. Þeir komu kaldir heim, eða Bóndinn var kaldur, enda leyfist honum ekki að ylja sér með öli, hinn var góður á því. Þeir bræður eru fagrir að innan sem utan (að undanskyldu lofti því sem sá stærri kýs að hleypa út þegar hann slakar í sófanum okkar, kannski kallast það ekki slökun nema maður reki miskunarlaust við hjá gestgjöfum sínum og sófaeigendum) og eru bestu bræður sem ég hef hitt. (mínir drengir eru vitaskuld líka bestu bræður en það er ekki verið að tala um þá akkúrat núna)


Margt annað hefur verið að gerast náttúrulega meðan ég var í bloggfríi, en ég man ekki í augnablikinu hvað það var en ég hugsaði nánast daglega hvað ég gæti skrifað um hér. Það sem ég man hinsvegar er að við fórum eftir vinnu hjá mér í dag í leyniferð. Við fórum út heima hjá okkur og í lyftuna. Þar ýttum við á -1 og fórum út ofan í jörðinni. Við fórum um tvær dyr og í gegnum bílakjallara, þá komum við að annari lyftu og ýttum þar á 2, þegar lyftu hurðin opnaðist þá vorum við komin yfir á AHG. Er ekki merkilegt að þurfa ekkert að fara út til að fara frá Poul Hartlings Gade yfir á Axel Heides Gade? Mér finnst það. Ef tildæmis það kemur svona óveður eins og ku vera heima á Íslandi þá væri agalega heppilegt að geta farið nánast á brókinni yfir í kaffi.


Og þar vorum við líka, ekki á brókinnni reyndar, að útbúa piparkökur. Piparkökudeigið sem ég gerði á hinn og lét vera í ísskáp yfir nótt og átti að vera fyrir krakkana að gera, meðan við gerðum laufabrauð (eða eitthvað svoleiðis) í gær var svo grjót hart að rota mætti mann með því og svo þegar kom til kastanna þá var ekki hægt að hnoða það. Þetta segir allt um mig í eldhúsinu. Þannig að Helga bjó til dásemdar deig í dag og við Bóndinn og börnin 5 (Gummi, Sunna, Lára Huld, Sindri og Ásta Hlín) skárum út myndapiparkökur. Þau al yngstu átu deigið án þess að skammast sín, hin þrjú reyndu að fela það. Við gerðum helling af kökum og vænti ég þess að fá myndir frá því annað hvort í mína tölvu eða þá á bloggið hjá Adda eða Helgu.


Að lokum (því ég er jú uppfull af allskonar sem hefur gerst en ekki verið sagt frá) þá fór ég á tónleika í nóvember með hljómsveitinni MUSE. Ég er mikill MUSE aðdáandi og keypti tvo miða á leikana lööööngu áður en þeir áttu að vera.


Ég keypti miðana að sjálfsögðu fyrir okkur Bónda og við ætluðum samferða Helgu og Adda, en svo fengum við enga pössum. Hvað er til ráða?? Ég útvarpaði því að ég yrði einsömul á þessum tónleikum og þá dúkkaði upp maður að nafni Siggi Frigg og greiddi mér meira að segja pening fyrir að fá að vera með mér á tónleikunum. ÉG er að sjálfsögðu löngu orðin þekkt manneskja hér í Kóngsins Köben og ekkert nema gott fyrir landslagsarkitektúrsnema eins og Sigga og Adda að vera í návígi við mig og finnst mér ekkert undarlegt að hann hafi heimtað að greiða mér fé fyrir að fá að koma með mér sem staðgengill Bóndans. Hann stóð sig eins og hetja. Hann var alveg eins og Bóndinn þegar við förum eitthvað... stóð hæfilega langt í burtu frá mér, reyndi að tala ekkert við mig og sagði mér síðan aldrei hvert hann ætlaði þegar hann fór eitthvað... Tónleikarnir voru hinsvegar obboðslega góðir. Það er alltaf spes að fara á tónleika og sjá framkvæmd lög sem maður hefur kannski hlustað á í ræmur í græjunum. Myndinni rændi ég af síðunni hans Sigga (sem ég vona að sé sama um það..) en hún er af risa blöðrum sem sleppt var út í salinn í enda tónleikanna.

15 Dec 2007

Kramið eða ekki kramið

Sögur herma að Helga í næsta húsi hafi alltaf rétt fyrir sér. Þetta eru ekki handahófskenndar sögur af götunni heldur frekar konkrít sannleikur sem kemur úr munni mannsins hennar. Hann tjáði mér hér í dag að ef maður leitar í alfræði orðabók að því sem rökrætt er um við hana þá stendur þar, það sem hún heldur fram að sé rétt...
Hér hafa verið uppi miklar rökræður um hvort rétt sé að kremja laufabrauðið eða ekki. Það voru færð rök fyrir báðum argjúmentum.
Allan tíman meðan við Addi (hið listræna gengi Kaupmannahafnar) skárum út laufabrauðið og göffluðum það í spað (eða hann gerði það og ég gleymdi því), ræddu Bóndinn og Helga um ágæti þess eða óágæti þess að kremja laufabrauðið, hvort svínafeiti væri góð eða hvort grænmetisfeiti væri betri. Til að friða mannskapinn var ákveðið að vera sammála um að það væri trúlega sinn siðurinn í hverri sveit. Mér skilst að Helga sé úr hinum dalnum... Við Addi erum af æðra kyni úr höfuðstövum Íslands.


Helga kom vopnuð kökukefli og þar sem við Bóndi eigum eitt slíkt núna þá hjálpuðust þau að, til að fleta degið út eins þunnt og frekast getur verið. Við notuðum svo pottlok til að skera hring eftir.



Við höfðum öll verkefni og Addi átti að klippa smjörpappírinn í ferninga. Ég sat bara á mínum fagra og reytti af mér brandarana...


Númm, Bóndinn steikti brauðið. Helga var aðstoðarmaður og gafflaði það sem ég hafði gleymt og rétti lufsur (sem eru afskurðurinn) og svona nokkuð á milli þess sem hún stóð á sínu varðandi flata laufabrauðið. Á myndinni má sjá lufsur í skál, kramið laufabrauð fyrir ofan skálina og svo allt hitt er ókramið, ólögulegt og bólgið laufabrauð.



Hér má sjá eitt af því sem ég gerði, það útnefnist hér með flottasta og sannasta laufabrauðið. Ég var svo upptekin við að reyta af mér brandarana að ég hafði ekki tíma til að klára nafnið mitt...



Niður staða "rifrildisins" um hið kramda eða ókramda er að Helga gekk út með allt flata laufabrauðið og við erum með hitt. Þau reiknuðu út á mjög rökrænan hátt hvað hver átti að fá mikið, við erum að meðaltali 5, þau eru að meðaltali 3 til 4 og stundum 6..þannig þau fengu 8 flöt laufabrauð og við fengum 13 bólgin. Helga gekk út með það að það væri réttast að kremja laufabrauð, enda er það gert í hennar sveit og við höfðum líka haft orð á því að það væri örugglega praktískara að hafa það þannig því það tekur minna pláss og svona. Við hinsvegar hristum haus og rúlluðum augum yfir þessari vitleysu sem við höfðum aldrei séð áður...alveg þangað til við hringdum í AðalÖmmu. Þá varða víst líka gert í Bóndans sveit að kremja lafuabrauðið. Hún sagði að það hefði verið gert þar en ekki í Gröf sem er jú á allt öðru nesi heldur en Auðunarstaðir og þar sem Bóndinn hafi verið þar í laufabrauðslæri að þá hafi hann vitaskuld ekkert vitað um það. Þannig að ef við leitum í alfræði orðabókinni þá myndum við sjá að alfræðileg útskýring á krömdu laufabrauði væri: Kramið laufabrauð tíðkast fyrir austan Vatnsnesfjall en ekki fyrir vestan það (tæknilega séð).



Þetta er nú orðin meiri vitleysan...







Það er þá ekki úr vegi að rugla að eins meira, eins og Bóndinn hefur greinilega gert...ruglast...hverjum hefði dottið í hug að hann væri meistara bakari ofan í allt annað sem hann er meistari í?? Þarna er hann að búa til kransaköku.


Við erum sko að undirbúa tilvonandi fermingar sem trúlega verða framkvæmdar á vegum Félagsbúsins vegna meðlima þess.

Annað gerðum við í dag í ískuldanum, þó mælirinn hafi sýnt 2 gráður í plús og það var blanka logn...eitthvað annað en á fróni skilst mér. Við fórum sem sagt í bæinn, þá niðrá Strik. Þar var allt í jólaljósum og ég held að jólaljósin í Tívolíinu séu næg til þess að lýsa upp alla Köben. Sannarlega jólalegt, líka hjá öllum þeim sem selja "drasl" sem voru þar líka í sumar, nema náttúrulega þá á stuttbuxunum sínum. Og við keyptum brenndar möndlur og jarðaber. Sunnevu fannst möndlurnar verulega ógesslegar og fékk jarðaberin í staðinn.

Svo er Bóndinn búinn að klippa sig alveg stutt!!!!


13 Dec 2007

Stuttmynd

Ef einhvern langar til að prufa, þá er hér stuttmyndin sem ég gerði í staðinn fyrir þá sem ég átti að gera. http://kennarar.2t.is/hgu/video_h07f/felagsbuid.wmv margir geta ekki séð hana eða bara bút, kannski verður þú "heppinn"

Hejsa

8 Dec 2007

Loksins

Þá hef ég 99% lokið verki veturs sem snýr að fjarnámi frá Iðnskólanum í Reykjavík. Afraksturinn næstum allan, eða sko ekki næstum allan það eru fjölda mörg önnur verkefni en þau gat ég auðvitað ekki verið að setja öll þarna inn, má sjá á þessari slóð: http://nemar.2t.is/IR29688

2 Dec 2007

Aðbíðan

Að-venta. Venta på = bíða. Sem sagt Aðbíða. Afhverju heitir ekki Aðventan á íslensku Aðbíðan. Fyrsti í aðbíðu, annar í aðbíðu, síðasti sunnudagur í aðbíðu. Aðbíðukrans, aðbíðuskreyting, aðbíðutónleikar.
Tilefnið er að sjálfsögðu að það er fyrsti í aðventu á morgun. Í því tilefni bjuggum við Gummi til aðventu skreytingu. Hún inni heldur að sjálfsögðu fjögur kerti og greni, köngla og kúlur. Hún er æði flott. Á meðan við gerðum skreytingu, var Sunneva úr heiminum. Það er stundum svo merkilegt hvað það er ekki hægt að ná sambandi við hana. Þá er hún kannski bara að tala útí loftið, grenja í leik, hlægja, skamma...og allt svona venjulegt í barnaleik. En þegar kemur aðþví að kalla á hana, þá gerist ekkert. Hún er í alvörunni í eigin heimi. Ég vona að þessi hæfileiki hennar eigi eftir að koma sér vel á lífsleiðinni...

Það var julefrokost í vinnunni í kvöld. Ég fór ekki. Ég hef alltof mikið að gera. Svo er ég að vinna svo marga daga í röð og er e-h svo mikið frá heimili að ég er komi með heimþrá...það kann að hljóma furðulega miðað við lýsingar mínar á hreinlæti heimilisins hér í pistli að neðan.

Við keyptum líka aðventuljós í dag, það er alltaf svo ágætur friður yfir aðventu ljósum. Ég man að á Melhaganum þegar komið var fram á morgnana á aðbíðunni þá var þetta svo fallegt ljós í eldhúsglugganum. Þá man ég líka eftir ferðum kannski austur á Breiða og svo þegar komið var til baka í Reykjavík þá taldi ég öll aðventu ljósin sem ég sá. Ég mátti hafa mig alla við þegar við keyrðum fram hjá Elliheimilinu Grund... þar eru jú frekar margir með ljós í glugganum sínum.

Ég hafði planlagt að setja seríur í glugga hér í dag, það er jú 1.des. En það er sem ég segi, samsæri gegn mér í verslunum í Kaupmannahöfn! Það eru ENGAR jólaseríur sjáanlegar, engar. Ég veit ekki hvað á að gera eiginlega. Við jóluðum því ekki meira í dag en aðbíðuskraut og aðbíðuljós.

Allir að aðbíða, allir að bíða....mjá

1 Dec 2007

Hver elskar systur sína?




Örugglega allir :)


30 Nov 2007

Hvar á að byrja eftir frí?

Það er náttúrulega æði margt frásagnarvert búið að gerast síðan ég tilkynnti að ég væri of upptekin til að bera út fréttir.

* Ég er ennþá í vinnunni. Ég er ekki að vinna í "nýju "búðinni þeirra heldur hef ég verið í þeirri gömlu. Það finnst mér skemmtilegra því það hefur verið blómabúð í 85 ár....85ÁR. Búðin náði í þá daga yfir bæði svæðið sem hún er í núna og líka yfir hjólreiðaverslunina sem er við hliðina. Í hjólreiðaversluninni vinnur strákur, eða ég held að hann reki draslið, sem kallaður er Cykle Lars, Það er tilkomið af hinu augljósa: að hann heitir Lars og vinnur í Cykleguruen..en hitt er að eiginmaður Josie, það er hún sem rekur blómabúðina mína, heitir líka Lars. Ef við förum aðeins nánar út í nöfn starfsmanna þá heitum við: Kristín (það er ég), Christina (önnur nýbyrja), Christine (dóttir Josie), Louisa (starfskraftur), Louisa (praktikant), Louisa (bybud=skólabarn sem hjólar út með blómvendi, sópar gólf og vaskar vasa), Louisa (annar bybud), Alex (líka bybud), Alex (annar bybud, hann er reyndar kallaður Alex gode, eða Alex góði því hann er duglegur)...látum okkur sjá, svo eru það Nina (nemi Josie) og Josie. Er ekki merkilegt að í jafn litlu fyrirtæki og þetta er að við heitum öll sama nafninu?
Aftur að nágrönnunum. Á Amagerbrogade eru allir vinir, eða svoleiðis. Það eru allir nágrannar einhvernvegin. Pían á 225 opnar ekki sína búð fyrr en pósturinn er búinn að koma og þessvegna skilur hann bara póstinn hennar eftir hjá okkur og hún sækir síðar. Þá er það Cykle Lars en hann kemur stundum yfir til að kjafta og í fyrra og í ár er jólahlaðborðið sameiginlegt með þeim í hjólabúðinni. Hinum megin er hreingerningarmaðurinn Flemming. Númm, sagan segir að það sé heitt í kolunum á milli Flemma og Josie. Að minnsta kosti kemur hann yfir, þegar hún er á staðnum, svona 30 sinnum á dag. Án gríns. Hann kemur yfir með kaffi handa henni og kakó handa okkur stelpunum.

Það er geisi erfitt að vakna hér á morgnana. Við ætlum aldrei að komast fram úr og erum öll nema Sindri hin fúlustu. Ég er tjúll því mér finnst leiðinlegt að segja oftar en einusinni (hef mögulega þolinmæði fyrir tvisvar) við Bónda "farðu á fætur". Það fyrsta sem heyrist frá Sunnevu er eitthvað fáránlegt hljóð sem líkist kríu gargi. Gummi getur aldrei komið undan sænginni vegna kulda og leti. Svo týnist það fram...skóflar í sig koddum eða einhverju korni úr skál og orga á hvort annað: hættu, HÆTTU, ættu...rífast svo um hver fær að glápa á seriospakkann á meðan það borðar. Svo linast það í fötin.
Það vantar ekki kraftinn aftur á móti seinni part dags..vúúúfff.. þá er sko hlaupið fram og til baka, sagðir margir prump brandarar og fengið hláturskast.

Gummi er ekki eins og við hin...þá meina ég hann hefur peningavit drengurinn... hann er að safna fé í veskið sitt og telur á hverjum degi. Hann er full meðvitaður um það að hann á að fá 6 krónur danskar á hverjum föstudegi. Hann vinnur sér líka inn. T.d með því að nudda pabba sinn á öxlunum, fyrir það fæst 5 eða 10kall. Vaska upp, taka til í herberginu. Ég verð að viðurkenna að ég gæti hugsað mér að vera gædd þessum eiginleikum.

Margir vita nefnilega að mér finnst gaman að versla mér (MÉR) eitthvað. Það hefur hinsvegar gerst nú eftir að við fluttum hingað að ég nenni bara ekki í búðir. Mér finnst erfitt að versla hér, það er allt í lagi og voða fínt ef mar er í ferðalagi hér en ekki ef maður býr hér. Það er líka samsæri gegn mér hér í Kaupmannahöfn. Ég hef farið t.d í búð og ætlað að kaupa sokkabuxur á minnsta barnið. Þær voru hvergi að finna. Þá gerðum ég stórleit að strákasokkum, og þegar ég þurfti að kaupa stelpu nærur þá voru bara strákanærur. Hvernig stendur á þessu?? Eina skýringin er að það sé eyðslu samsæri gegn mér í Kaupmannahöfn.

Á ég að halda áfram? Aðeins... það sem ég hef verið að gera á meðan ég hef ekki borði út fréttir, er að læra og vinna. Ég hef bara fengið 9 og 10 fyrir öll verkefnin sem ég hef gert. Það er alltaf gaman. Þegar önninni líkur, sem er á 4.des tæknilega séð þá verð ég vonandi búin með þessa vefsíðu sem ég var búin að tala um við ykkur. Þá getiði skoðað afraksturinn.

Enginn að rugla sig fyrir jól með neinum eyrnapinnaþvotti heimilisins. Enginn að koma sér í þær aðstæður að þurfa að taka róandi fyrir eða eftir jólagjafaverslunarleiðangur. Allir að anda inn og anda svo út þar á eftir. Allir að hugsa um sannan tilgang jólanna. Allir að senda mér jólakort.

11 Nov 2007

Kæru aðdáendur

Ég verð að hryggja dugmikla lesendur mína með því að ég kemst ekki í að skrifa hér skemmtiefni. Það er svo mikið að gera að ég hef ekki farið í sturtu í viku, ekki greitt á mér hárið í tvær vikur, þeir sem hafa séð á mér hárið vita þá að það er orðið eins og fuglahreiður, gott ef ég vaknaði ekki við tíst í fyrrinótt... Það snjóaði hér áðan...merkilegt nokk. Það er ískalt og fegin var ég að hafa farði í pollabuxurnar í morgun þó það væri sólskin, því hnakkinn á hjólinu hafði fennt í kaf.
Ég hef skriftir aftur þegar um hægist, ég bíst við að það verði í byrjun desember...allir að bíða spenntir eftir því og kíkja og kommenta, senda emil eða eitthvað...hringja, senda venjulegt bréf..
Yfir og út í bili.

2 Nov 2007

Bggrrrúll slöaeggr...(sagt eins og við 6 bjór)

Bggrrrúll slöaeggr eða brude slør þýðir brúðarslör sem er t.d blóm og einhver fjárinn sem notaður er til að leyni aðdáandi brúðarinnar geti stokkið útá kirkjugólfið í athöfninni og togað hana til sín.. það finnst þeim fyndið þegar ég segi...

... og það er sami brandarinn allstaðar. Allstaðar þar sem koma útlendingar finnst heima mönnum fyndið að láta þá segja e-h fyndið sem sá útlenski eiginlega ekki skilur. Ég veit í þessu sambandi eiginlega ekki hvort það er verra eða betra að ég skil svona nokkuð talaða dönsku...
Brandarinn er þess:

Præstens ged på marken = Præstens (prestur) ged (geit) på (ef þú veist ekki hvað þetta er þá..hmmm) marken (býli, sveit)

Ef ég skrifa þetta núna eins og þetta er sagt eða svoleiðis : Pregstens geðð po markn.
Og svo segja þau, "sig det hurtigt (segðu þetta hratt)..(og allir eru opinmynntir og opineygðir af eftirvæntingu...)
Presten skiðð po marken ..eða Presturinn skeit á býlið... ég segi ekki meir...nema kannski að þetta sé svipað og að segja útlendingi að segja hratt og oft í röð "rautt teppi",

***
Það sem ég hef að segja er að það er gott að beygja lappirnar þegar það hefur verið staðið í þær lengi og jafn gott þegar þær eru búnar að vera lengi bognar að rétta þá úr þeim, enn betra er og getur næstum talist til höfuð syndanna 27, að sofna aftur. Af svoleiðis hlutum, eins og að beygja og rétta leggina, setjast eftir stand, setja upp gleraugun eftir mikið pír, slökkva á útvarpinu þegar það er hundleiðinlegt lag, þá er án efa best að fara að sofa aftur þegar allir eru farnir af heimilinu nema maður sjálfur. Það hafa örugglega allir lent í því sem eiga börn, hund eða kött að fá einfaldlega ekki að sofa í rúminu sínu. Þið getið alveg reynt að kaupa stærra rúm, það hefur ekkert að segja, þessir ormar leggjast alltaf þverir í bólið, sparka í punginn á ykkur, freta í andlitið á ykkur og bora svo hendinni með nöglunum sínum sem gleymdist að klippa undir síðuna sem þið liggið á. Það sem kemur mér framúr þessa dagana, því ég þarf ekki að mæta fyrr en 10, er að koma liðinu út svo ég geti dottað aftur í hálftímann minn.

***
Í vinnuni er gaman. Ég er nú bara ágæt í dönsku skal ég segja ykkur.
Næstu tónleikar mínir eru með Blæserensembled 10.des ef e-h hefur áhuga á því að mæta. Það er reyndar mjög flott band verð ég að segja.
Á dagskránni eru fjölda mörg verkefni, þá í skólanum.
Merkilegt er að kennarar á sömu braut hafa greinilega ekki samráð því í 3 áföngum af þeim 5 sem ég er í á ég að endur hanna auglýsingu... einn kennaranna heldur því fram að VATN sé hugtak...annar skrifar "talan sem þú sláðir inn" og allir vilja að ég skili af mér verkefnum 5.nóvember.
Það eru að mér telst til hvorki meira né minna en 10 verkefni..HALLÓ.
Eitt er að búa til handrit af stuttmynd sem ég þarf síðan að filma..hehe, ég á hvorki vidjóvél né hef notað slíka, ekki að ég man allavega. En ég er búin að ákveða um hvað myndin á að vera og líka hverjir eiga að leika í henni, annar þeirra veit það en hinn hefur ekki hugmynd.
Myndin á að vera um tvo menn sem stela hjóli.
Mig vantar endir á myndina, allir að koma með tillögu að því.
Myndin verður síðan til sýnis í enda annar á vefnum sem mér er gert að hanna...

31 Oct 2007

Er vatn hugtak?

Rétt upp hend sem eru sammála mér í því að vatn geti ekki verið hugtak.

28 Oct 2007

Svo margt, svo margt...



Gud i himlen hvað það hefur verið mikið að gera. Ekki bara hafa allir kennarar í fjarnáminu dottið í gírinn og sent inn endalaus verkefni með engum fresti til að framkvæma þau þá hef ég eins og alþjóð veit byrjað að vinna og svo komu líka hávaðaseggirnir heim í dag. Ég hef frá mörgu að segja.Við Sindri fórum í Dyrehaven. Það er riiihiiisastór skógur hjá Bakken (Tívolíinu). Við hjóluðum fyrst um 8km heim til Hlífar og þaðan um 11km til Dyrehaven. Dyrehaven heitir þetta því í honum eru alveg hjarðirnar af dádýrum.





Hlíf og Sindri. Við stoppuðum við stórt hús í miðjum skóginum. Þar var hellingur af fólki enda síðastu dagar haustfrísins. Fólkið var flest allt að fljúga flugdrekum, það var skemmtileg sjón. Númm, við átum graskerssúpu sem Claus maðurinn hennar Hlífar eldaði heima hjá þeim og hitaði svo upp í skóginum. Ógisslega góð og ógisslega gaman.






Claus og Sindri að leika sér :) Það var merkilegt, því Sindri er frekar mikil mannafæla að hann fleygði sér bara í fangið á Hlíf og fannst ekkert að því að leika sér við Claus, ótrúlegt, það skiptir greinilega máli hver er...





Falleg leið. Þarna hjóla þau á undan mér, Hlíf, vinkona hennar og Claus.



Svo vorum við náttúrulega ein heima við Sindri...var ég búin að nefna það? Þessi mynd ber það með sér, hann á koppinum í sturtunni með nærbol á hausnum...


Nú eru allir í Danmörku í óða önn að skera út grasker fyrir Halloween, eða bara sér til gamans og skemmtunar. Hallóvín er 31.október. Það eru útskorin grasker allstaðar. Svo fyrst ég bý hér get ég ekki sleppt því að skera líka. Er það ekki fallegt?

Annars er allt í blíðunni bara. Ég er núna búin að vinna í fjóra daga og líst bara vel á. Er að hjálpa þeim við að útbúa nýju búðina þeirra sem ég verð síðan að vinna í. Ég komst að því mér til mikillar ánægju að búðin er bara í næsta nágrenni, bara 1 mínútu frá leikskólanum þeirra Sunnu og Sindra. Ég kem með betri lýsingu á því öllu síðar... eins og ég sagði áðan þá er mikið að gera og svo er Yfirpabbi kominn.

Heilsur á meðan

22 Oct 2007

Atvinna

Ég verð að telja sjálfa mig til þeirra sem vita meira en aðrir, lengra en nef þeirra nær.

Það var ekki í fyrsta skipti að það gerðist núna, en ég var búin að segja að ég ætlaði að vinna í Amagerblomster og ég fór þangað og lét þau hafa ferilskrána mína (glæstur ferill og myndin hafa heillað þau uppúr skónum..) fór í viðtal daginn eftir og fékk vinnuna bara þá..byrja á fimmtudaginn.

Vonandi var ég búin að segja einhverjum að ég ætlaði að fá vinnu þar, annars er þetta svo ótrúlegt. Það er samt satt að þetta gerist oft alveg eins og þegar ég er alltí einu búin að hugsa mikið um Yfirpabba þá hringir hann.

Mig vantar stafræna videokameru til láns í svona mánuð. Ætli ég nái að töfra það fram með hugarorkunni...

www.amagerblomster.dk nýja vinnan mín...vúúúhúúú

19 Oct 2007

A eða B


A manneskja mun vera sá sem fer snemma að sofa og snemma á fætur, eg held að Yfirpabbi sé A maður
B manneskja er sú sem fer seint að sofa og seint á fætur, ég held að Aðalamma sé B manneskja.


Þar sem ég er hnoðuð saman af þeim þá verð ég að tilkynna að ég hef fundið upp nýja týpu, annað hvort er smart að kalla hana AB eða BA. Ég telst til BA manneskju, seint að sofa og snemma á fætur. Allavegana neyðist ég til að fara snemma á fætur. Ég skal ekki segja með Búbba og Eðalömmu hvort þau eru A eða B eða AB eða BA, en Bóndinn er allavegana AB maður (eða AA maður en í allt öðru samhengi), semma að sofna (ekki sofa því hann dettur bara út...) og seint að vakna.


Hér er búið að vera ósköp rólegt. Fer kólnandi en í dag er glampandi sól og heiðskýrt, afhverju ég er inni í tölvunni er spurning. Ég held að það sé því ég er að DREPAST úr leiðindum. Já...ég hef orðið ekkert að gera, enda ekki í neinu nema fullu námi og tónlistaskóla..annað eins hefur bara ekki gerst. Ég er alltaf í fullri vinnu með fullum skóla og fullu tónlistanámi og fullum krökkum af frekju og fullu heimili af þeim. Þannig að í gær fór ég á stúfana ( ætli sé hér verið að tala um stúfa eins og þúfur eða svoleiðis eða alvörunni stúfa..litlar manneskjur..jæjaaaa) og heimsótti tvær blómabúðir. Ég hafði verið allt kvöldið áður að semja ferilskrá og velja sæmilega mynd af mér til að setja með. Gaman verður að sjá hvort það verður eitthvað úr því.


Sindri er í leikskólanum og fílar það batnandi eftir því sem tíminn líður. Ég var búin að segja hér að það gengi glimrandi vel en svo kom e-h bakslag en það er allt að gerast núna. Hann er nú voðalega yndislegur litli Svali.


Svali

Sunneva á leiðinni til Íslands

Gummi líka á leiðinni þangað

Hvammstangi. Fjaran, gott ef ekki sést í Framnes og náttúrlega fleira. Ég fékk heimþrá við að sjá þessar myndir, ekki endilega til Hvammstanga heldur í stemmninguna sem er í náttúrunni á Íslandi, ískalt og hryssingslegt en samt heima.

Höfnin á Hvammstanga, myndasmiður er Bóndinn náttúrulega þar sem ég fór ekkert þangað heldur hann :) Flott mynd finnst mér.

Var búið að segja ykkur söguna af þessu? Bóndinn er sko fasteignar eigandi. Hann og hr.AHG eiga fasteignafélag= þeir eiga fasteign og eru félagar. Án gríns þá keyptu þeir þetta gamla hús fyrir örugglega 2 eða 3 árum, við bjuggum allavegana á Hvammstangabraut 7 þegar þetta var keypt. Þetta er engin smá fasteign, þetta er bara the tip of the iceberg!! sem sést á myndinni, bara inngangurinn, húsið sjálft er fyrir neðan, 13 herbergja glæsivilla með 7 baðherbergjum. Ekki bara eru 13 svefnherbergi heldur líka 2 stofur á hverri hæð og hæðirnar eru 4. Á hverri hæð er eldhús og ekki af verri endanum. Það er fundarsalur á fyrstu hæðinni innaf bókasafninu sem inniheldur allar bækur Halldórs Laxness og lista yfir það hversu oft þær hafa verið lesnar. Í fundarsalnum er stórt hringborð og við það sitja þeir í Fasteignafélaginu, klóra sér í skegginu og drekka latte eða dæet kók og halda leynifundi um það hvenær eigi að halda áfram að grafa undirgöngin sem liggja eiga neðan úr húsinu, undir Hvammstanga með litlum uppgöngum hér og þar svo hægt sé að ná í nauðsynjar, uppgöng í KVH, uppgöng á Núpi svo hægt sé að bjóða Jóa með, uppgöng á Auðunarstöðum svo hægt sé að hvíla sig á ferðalaginu, uppgöng í Borgarnesi svo Jói geti farið í vinnuna og uppgöng í Reykjavík þar sem göngin enda. Göngin hafa fengið nafnið Sundagöng enda eru þau full af vatni og þeir verða að synda það sem þeir ætla, já eða fara á kanóunum.

Það er svo komið pínu haust í Köben. Er ekki merkilegt að búa í stórborg og við húsfótinn er skógur sem ég er oft búin að tala um, en inni í honum heyrast ekki stórborgarhljóð. Ég verð að segja samt að haust í Reykjavík er mikið fallegra, ef ég væri frá Úganda væri haustið örugglega fallegast þar..

12 Oct 2007

Tónleikarnir áðan

Það mætti halda að ég væri með munnræpu...eða gæti ég frekar sagt að ég sé með hugarræpu, þar sem ég er ekki beint að tala, þannig.

Við gamlingjarnir spiluðum s.s í kirkju áðan. Fyrst í kirkjuskipinu sjálfu og svo í einu af herbergjunum uppi. Afhverju ég tók myndavélina með er jafn óskiljanlegt og sú staðreynd að mér finnst nýyrðið mitt "hugarræpa" rosalega fyndið.
Kirkjan heitir Diakonissestiftelset, eða kirkjan heitir það ekki ég man ekki hvað hún heitir, heldur heitir nunnureglan þetta. Og þarna inni voru nunnur!!
Það var í meiralagi skringilegt þegar við spiluðum í skipinu. Ég heyrði ekkert í meðspilurum mínum. Maður hefur einhvernveginn alltaf tengt kirkju við góðan hljóðburð. Allavega þær á Vatnsnesinu sem ég og Dísa röraleikendur erum búnar að prufa allar. Þannig að það mætti segja að það hefði getað heppnast betur. En seinna spiluðum við s.s á efri hæðinni. Það hljómaði mjög vel og tókst mikið betur.
Ég samkjaftaði á dönsku...viti menn :)
Svo verð ég að tala um nunnurnar sem þarna voru. Þær voru ekki í "hefðbundnum" nunnuklæðum. Þær voru með prestahvítt, þá þetta sem er í hálsinum á prestum og í grænni skirtu, svörtu pilsi og svörtum jakka. Þær voru ekki með neitt höfuðfat. Það var ró yfir þeim öllum....neeema einni. Hún var líka í hvítum sokkabuxum og svörtum flatbotnaskóm, svona stelpulegum sem eru með bandi yfir, ég á svoleiðis :) Já s.s heilhvítar sokkabuxur frekar þykkar og svartir stelpuskór, svart pils og viðeigandi átfitt að ofan. En svo sá ég framan í hana og hún var máluð.. hún var mjööög máluð. Hún var eiginlega eins og skrattinn í sauðalæknum (eða hvernig sem það er sagt). Með nýtísku klippingu og allt. Furðulegt mætti segja kannski.
Þessi kirkja, eða klaustur má frekar segja var sjúkrahús þar til fyrir 25 árum síðan en er núna svona heilsubæli fyrir þá sem eru ekki nógu veikir til að vera á sjúkrahúsi og ekki nógu frískir til að vera heima hjá sér. Það var svívirðilega mikil sjúkrafýla þarna inni...vúff. Ekki alveg minn bolli af te. En viðamikil bygging má segja. Ég hefði viljað fá að sjá þar sem nunnurnar búa. Hvernig ætli það sé að vera nunna. Einhvervegin held ég að það sé ekkert leiðinlegt.
Það MÆTTI SEGJA að ég noti þennan frasa oft...þá "það mætti segja"..

11 Oct 2007

Senn líður að brottför.

Á morgun spila ég með vinum mínum gamlingjunum í Consortgruppen í kirkju einhverri einhversstaðar og svo á öðrum stað sem ég man ekki hvar er. Á laugardaginn flýgur meirihluti Félagsbúsins til Íslands farsælda fróns. Það verða þá bara Bústýran og Örverpið eftir. Við Örverpi ætlum nú að hafa það ágætt á meðan, ég held að ég bjóði mér í heimsókn til Hlíf frænku og Claus. Þar sem ég er að verða uppiskroppa með mat þá ætla ég að mæta þar klukkan svona hálf sex, svo við fáum örugglega eitthvað að borða. Hinir, þá Bóndinn, Frumburðurinn og Hittfíflið (eða Heimasætan það má ráða) fljúga til Íslands um hádegið á laugardag, við mikinn fögnuð og alls engan flugkvíða Bóndans.

Á ég kannski að útskýra nafnið á Hinu fíflinu? Það er þannig að Bóndinn hefur allt frá fæðingu barnanna haldið því að þeim að hann sé Foringinn (ekki veit ég afhverju því það er varla augljósara að ég er foringinn). Og svo þegar þau komust til ára (ég nefni ekki "til vits og ára" strax) þá fóru þau að góla með honum. Hann fór " hver er foringinn?" og þau gerðu "pabbbbbi" og svo sagðist Gummi vera Prinsinn eða Kóngurinn. Þá heyrðis í Sunnevu (eða Sunnefju eins og hún amma Ásta kallaði hana einhverntíma :) " og ég er Hitt Fíflið". Þetta átti að sjálfsögðu að vera Hirðfíflið en við erum ekkert að breyta því núna.

Þau fara s.s héðan um eitt og eru lent um hálf þrjú heima á Íslandi. Þau ætla að vera fyrir sunnan hjá Aðalömmu og fyrir norðan hjá Eðalömmu. Aðalamma sækir þau í Keflavík og ég held að Bóndinn ætli að bruna strax til Föðurhúsa í Hveragerði og þaðan á Kaffi Síróp að fá sér tvöfaldan latte væntanlega í glasi en ekki bolla.

Ég hlakka til að þau séu ekki heima í tvær vikur. Ekki svo að skilja að ég vilji ekki hafa þau hjá mér, síður en svo. Ef einhver er hneykslaður á því þá verður sá hinn sami bara að eiga það við sjálfan sig. Það verður gott fyrir Félagsbúið að fá smá frið fyrir hvort öðru, þó að ég og Örverpið fáum ekki pásu á hvort öðru. Enda er það nú bara búið að vera svoleiðis að ég hef þurft að rífa hann lausan af rassgatinu á mér á kvöldin, svo samgróin erum við orðin eftir þennan tíma.

Annars fór ég á æfingu áðan með Blæseressembled. Það er blásarasveit Musikhøjskolen..s . Það eru 4 þverflautur, eitt óbó, tvö fagott, 3 klarinett og eitt bassaklarínett. Bassaklarínettið nær frá munninum á mjög stórri konu og alveg niðrá gólf. Svolítið eins og ofvaxinn saxafónn. Á klarínettin spila tvær unglingsstelpur. Þær sitja hoknar í baki og flissa. Á bassaklarínettið spilar eins og ég sagði áðan stór kona með grænblá gleraugu. Á fagottin spila maður og svo stelpa sem er örugglega á mínum aldri eitthvað. Þau eru líka bæði rosa stór, enda fagott stórt hljóðfæri. Þá kemur maður á óbóið. Hann er með skrítin augu og kom með köflótt teppi til að setja undir rassinn á sér. Þá kemur ólétt kona á þverflautu og mamma hennar er íslensk en hún talar ekki íslensku, þá konan. Þá kemur önnur unglingsstelpa sem spilar líka á þverflautu, hún er örugglega ágæt... þá kom ég og svo kom Pernille, líka á þverflautu. Pernille og sú ólétta voru að kaupa sér nýjar flautur, ég öfundaði. Samt veit ég ekki hvort ég gæti fengið mér nýja, mér þykir svo vænt um mína flautu og er náttúrulega orðin vön henni. Kennarinn er rauðhærð kona sem er afar lík Hjördísi sem var deildarstjóri í Blómavali um árið. Þetta var ógisslega gaman. Ég ætla pottþétt að halda áfram í þessu.
Hej

10 Oct 2007

Yfirpabbi á afmæli

Yfirpabbi á afmæli í dag. Hann hlítur að kallast Yfirpabbi þar sem hann er bæði Pabbi og svo tengdapabbi svo er hann líka stór. Pabbi og Bryndís eru þar af leiðandi bæði vog. Ég held samt að það séu ekki sömu vogareinkenni sem einkenna þau bæði, þó það sé mjög stutt á milli...já eða þá sem einkenna Sunnevu, hún er líka vog. Ég held svei mér þá að hér gæti ekki verið meira ólíkt fólk á ferð.
Hér er held ég fermingarmynd frekar en af einhverju öðru tilefni, af Pabba.
Og hér eru systkinin, Pabbi til hægri og svo Ólöf þarna aðeins á bakvið, þá Rannveig og Ágúst. Tóti frændi er svo þarna á bakvið að grettasig að mér sýnist :)
Ásta frænka kom í heimsókn til mín í gær og kjöftuðum við mikið. Ég sýndi henni þessa mynd og okkur vantar núna að vita hvaða ár þetta var tekið...ég hélt því fram að við hefðum ekki verið fæddar en Ásta hélt að hún hefði trúlega verið fædd..af hárgreiðslunni á mömmu hennar að dæma, sá sem veit endilega segja.
Fögur systkini verður maður að segja og verð ég enn heimþrárri við það að skoða þessar myndir.
Ef einhverjir úr annari hvorri ættinni eiga myndir frá í gamladaga og hafa ekkert að gera frekar en fyrri daginn þá væru myndir vel þegnar. Tölvupósturinn er enn sá sami nitta@paradis.dk
Heyrumst rúsínurnar mínar.

9 Oct 2007

Flauta

Ég fór á æfingu í gær eins og venjulega á mánudögum með Consortgruppen. Ég hjóla alltaf þangað. Ég þarf að fara yfir títt nefnda Skjaldbökugötu. Merkilegt með mánudaga og Skaldbökugötuna. Fyrst fór ég þangað til að láta stimpla í eymingjakortið og núna á leiðinni í spilatíma. Gatan er iðulega full af þeim sem hopp' upp í bíla með hveeerjum sem EEeer. Það eru yfirleitt ungar stelpur, alveg niður í 16 ára. Það heyrði ég nefnilega í fréttum að þær hefðu allar verið handteknar og flestar hafi verið á þessum aldri. Það stoppaði þær nú samt ekki, nema þær sem vinna á lélegri og fáfarnari götum hafi hlaupið til og stokkið í þeirra stað. Það voru allavega aftur fullt af píum þarna. Ég hef nefnilega verið að velta því fyrir mér hvað þær geta verið lengi útivinnandi eftir því sem líður á veturinn og í hverju þær munu vera þegar fer að kólna verulega. Það má segja að þó það hafi verið 15-20 stiga hiti hér um helgina að þá var ekki svo heitt í dag. Það fer kólnandi. Ætli þær fari í kraftgalla, samt nógu seggsí fyrir karlpeninginn eða hvað það er sem hirðir þær upp? Eða kannski eru þær enn á nælon sokkum í pínupilsi, eða kannski fara þær í dúnúlpu, kannski drekka þær sér til hita.. maður veit ekki. Ég ætla að fylgjast með þessu. Mest ér ég þó hrædd um að vera kannski hirt af lögreglunni í misgripum fyrir einhverja gelluna. Ekki það að ég sé eitthvað hoppuppíbílaleg. En maður veit aldrei. Svo ég hjóla alltaf í 3 gír þarna í gegn, bæði niður brekkuna og upp. Númm þegar ég er þotin yfir Skjaldbökugötu hjóla ég í gegnum einstefnugötu sem heitir égmanekkihvað og þá er ég komin að torgi. Torgið er við Vesterbrogade. Þar "eiga heima" grænlendingar. Þeir sitja að sumbli á hlöðnum vegg sem þarna er og nokkrum bekkjum, undir tré. Pínu fyndið að sjá þarna hóp af blindfullum hálftannlausum grænlendingum og svo við hliðina á þeim virðuleg kaffihús með kósý stemmningu og normal fólki að súpa bjór í blíðunni. Þá fer ég upp Bakarastræti og yfir Gamle Kongevej og hjóla hann svo á enda þar til ég kem að Smallegade (eða Litlugötu). Á þessari leið er ég oft í kappi við náungann. Ég meina, ég er enginn aukvisi, ég get hjólað hraðar en margir. Þegar ég er hálfnuð upp Gamla Kóngaveg þá get ég alltaf kíkt á klukkuna því hún blasir við mér alla leið að tónskólanum af kirkju sem stendur fyrir endann á Gamla Kóngavegi. Þá fer ég í tíma og svo til baka aftur. Það sem gerðist hinsvegar bæði í gærkvöldi og mánudagskvöldið þar áður var að ég hjólaði á eftir sömukonunni eiginlega allan Gamla Kóngaveg. Ég veit það því hún var með bjútíbox á bögglaberanum og númer límd á afturbrettið. Hvað ætli hafi verið í bjútíboxinu... one might wonder.. þegar ég uppgötvaði það fannst mér það fyndið en þegar ég sá síðan á nákvæmlega sama stað fatlaða manninn sem labbar eins og eitthvað skringilegt segjum við bara, þá eiginlega var mér ekki sama. Þessi hjólaferð heim var nákvæmlega eins og sú í vikunni áður..talandi um dei sja vú.
Í tíma í dag var mér hinsvegar boðið að spila í enn annarri blásturshljómsveit, en ég held að sú hljómsveit sé ekki bara með flautum heldu með öllum tréblásturshljóðfærum. Það verður gaman ef úr verður.
Sennilega er dönskuskólagöngu minni lokið. Það er víst ekki þannig að maður njóti fjárhagslegs stuðnings á meðan maður lærir dönsku hér í borg. Þannig að vinnumarkaðurinn bíður mín, hann ætti að vera feginn því ég er dásemdar starfskraftur. Ekki bara er ég dásemdar starfskraftur heldur líka gólden bjútífúl og gáfuð í meira lagi.
Við eða það má eiginlega frekar segi að Bóndinn hafi verið með Sindra í aðlögun á leikskólanum. Honum gengur svo vel, við erum svo fegin að það er ekkert vesen fyrir hann að vera þarna. Mað ur hefði getað haldið það. Hann var líklega farinn að klepra úr leiðindum á því að vera með þjónustukonunni sinni allan daginn...í vinnuna að skúra, út í búð, hanga í tölvunni.. borða meðenni og láta hana skipta á sér.
Hann hefur strax eignast vinkonu sem er lítil kolsvört stelpa með krullur og önnur hefur gert sér dælt við hann og kemur frá Tælandi. Jibbíkóla fyrir því.

7 Oct 2007

Afmæli á afmæli ofan

Bryndís systir mín á afmæli í dag. Í því tilefni (það er eins og ég hafi ekkert að gera annað en að blogga, það er ekki satt, ég sit við þetta sveitt á milli annarra mikilvægra verkefna bara fyrir lesendur mína..brabra)
Hér er Bryndís þegar það var ennþá teppi á Melhaganum..já og gott ef ekki glittir í veggfóður þar líka (vona að þetta sé Melhaginn..annars þarf ég trúlega að láta kanna hvort minningaveitan sé ennþá að virka) Þannig að fyrst það er teppi og veggfóður þá hlítur Bryndís að vera kannski um 2 ára.
Foreldrar okkar eru ekki þekkt fyrir að hafa skítugt í kringum sig, þessvegna var hún böðuð og líka börn sem komu í heimsókn. Glöggir, já aðeins glöggir munu sjá að þetta er Otri frændi vor. Ég man vel eftir þessu baðkari, það var flenni stórt, allavega meðan maður var lítill..
Svo kom öskudagur. Bryndís er trúðurinn og Eydís er hjúkka eða læknir í pilsi...þið takið eftir að það er komið parket á Melhagann og ekkert veggfóður.
Merkilega nokk kom annar öskudagur. Enn merkilegra er að það er til alveg eins mynd af mér í þessum sama búning eða mjög svipuðum í sömu stellingu...
Ég veit ekki af hvaða tilefni þessi var tekin eða hvar, í einhverjum garði eða skógi sýnist mér. En sæt mynd samt.
Hún dansaði ballett. Hún er sú sem ber sig best af þeim sem eru á myndinni, fremst í hvítum bol.
Þá var fermt....

....og útskrifast.

Til hamingju með konuna þína Hinrik, mömmu þína Ásdís og dóttur ykkar mamma og pabbi.

Vúff...væmnari verður maður nú varla.
(þeir sem vilja fá senda grettumyndasyrpu af okkur systrum látið í ykkur heyra)

Afmælisveislan sem blásið var till

Það var mikið fjör hér í gær. Mér tókst (þó ég segi sjálf frá) að gera ágætisveitingar fyrir börn. Ég er ekki að segja að það hafi ekki kostað átök...hér fyrir neðan er mynd af afmælisbarninu og gestum þess, það komu allir íslensku krakkarnir í blokkunum og svo ein íslensk frá leiskólanum.
Þorvaldur var veislustjóri.
Það var með þessum átökum að ég bakaði. Að óskum afmælisbarnsins var gerð rjómaterta. Að óskum Bóndans var gerður einn marengsbotn. Það endaði þannig að báðir svamparnir voru eins og blað að þykkt og marengsinn of stór, ég setti það bara allt saman í eina köku..
Sama dag og Sunneva átti afmæli fór Gvendi í Halloween partí á frítíðsheimilinu sínu, sem heitir Skipið. Hann fór sem Darkúla og náði að græta smástelpu í stigaganginum með ógurlegu útliti sínu. Mér fannst hann hinsvegar allsekki nógu agalegur og vildi festa dóta pöddur í hárið á honum en hann var ekki sammála, mér fannst hann of ljóshærður og bláeygur til að vera skelfileg blóðsuga.

Það er ekki lítið sem ég hef bakað uppúr þessari bók í gegnum tíðina, reyndar síðast fyrir um hvað...15 árum en fyrst bókin er til, því ekki að nota hana. Voðalega þægileg bók enda gerð fyrir börn. Engar uppskriftir með grömmum í stað desilíters mælieininga.


Þegar Sunneva kom heim af leikskólanum á föstudaginn biðu hennar glás af gjöfum. Hún fékk þessa "bók" frá Gumma, en í henni eru perlur og dótarí til að búa til hálsfestar og fínerí.

Þá skulum við vinda okkur að eldhústöfrum Bústýru. Svona leit eldhúsið s.s út á föstudaginn (já allan föstudaginn) og fyrir hádegi á laugardaginn.

Það var að vísu allt orðið hreint og gljáandi þegar krakkarnir mættu á svæðið klukkan 13. Þau komu öll klukkan 13, frekar fyndið, það hrúgaðist inn 15 krakkar á 5 mínútum. Þau þutu öll beint inní herberi krakkanna og allir prufuðu allt dótið þeirra á skuggalega skömmum tíma og þessvegna var herbergið mjööög fljótlega eins og eftir loftárás. En bara gaman samt. Sunneva fékk afskaplega flottar gjafir bæði frá fjölskyldu og vinum. Hún ætti ekki að vera í vandræðum með að hafa ofan af fyrir sér á næstunni. Nú er inn að vera pía hjá henni og heyrast miklar Bratz og Barbie samræður innan úr herbergi. Tveir feður krakkanna komu að sækja þau saman og settust niður og fengu sér köku. Við vorum sammála um að Brian húsvörður hér í Hekluhúsunum sé með eindæmum óágætur húsvörður. Þegar allir voru farnir kom Hlíf frænka og Claus. Krakkarnir voru ekki lítið montin með að eiga bæði frænku og frænda hér..sem sagt Hlíf frænka og Claus frændi. Gaman að fá þau í heimsókn loksins:) Svo í kvöldmat komu Helga, Addi og börn og Siggi. Við borðuðum lax ala Bóndinn. Það klikkar aldrei þegar hann eldar. Allir voru farnir um kl 21 og krakkar komnir uppí rúm. Við vorum andlega ekki við um það leiti en héngum samt og horfðum á égveitekkihvað til um hálf tólf...þá urðum við líkamlega ekki við...

5 Oct 2007

Sunneva Eldey

Hún er 5 ára í dag.
Allir vöknuðu egggstra snemma til að fagna afmælisdegi Sunnevu. Hún fékk að opna tvo pakka en svo þurfti að drífa sig í skólana.
Þá þótti mér við hæfi að setja inn nokkrar myndir af henni, henni til heiðurs :)
Hér er hún að sýna listir sínar sl. vor á Drekavöllunum í Hafnó.
Hér er hún 3 ára að ég held um vor þá 2005...með snuð.
Þessi mynd er tekin um jólin 2004. Líka með snuð en voða sæt.

Ætli Gummi sé ekki jafngamall Sindra núna svona 20 mánaða (+- einn eða tveir) og hún uþb kannski 3 mánaða..eða 4. Þannig sváfu þau í tvíburakerrunni, alltaf saman. Einn stór og ein lítil.

Þá er hér ein vina mynd frá Hvammstanga. Þarna eru Gummi, Draupnir og Sunneva. Sunneva er 3ára og Gummi 4 ára og Draupnir 5 ára. Þess má geta að hún er í úlpu sem Sindri notar núna..hann er mikið stærri en þau á þessum aldri..
Á morgun verður haldið smá kökuboð. Allir að senda mér góða kökustrauma, ég er ekki viss um að pull that one through án hjálpar ónefndra fjölskyldumeðlima ..ojojoj
En við segjum bara "elsku Sunneva, TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ"







4 Oct 2007

Síðan á föstudaginn.


Það hefur ýmislegt gerst síðan á föstudaginn, þegar allt var í lukku og ólukku. Helgin leið og ég held að ég hafi sett met í verkefnaafköstum á sunnudaginn og sett í leiðinni heimilismet í setu við tölvuna, ég var fyrir framan hana ALLAN daginn, til að klára það sem ég þurfti að gera. Á mánudaginn fór í dönskuskólann og eftir tímann var nemenda fundur þar sem kynnt var undir liðinu til að fara og mótmæla þessum ósköpum. Og það var gert í gær. Þvílík stemmning. Eins og sjá má á myndinni þá er þetta tungumálaskóli fyrir útlendinga, það eru allra þjóða kvikindi þarna. Það er í raun mjög skemmtilegt. Allir tala saman á útlEnskDönsFrönskHebrúversku. Einhver samkennd í gangi þarna. Það voru málaðir borðar og plaggöt með ábendingum um afhverju við værum að ganga. Það átti að koma með hávaðameiker. Ég setti 25aura í hálfslíters flösku og hristi, það er ekki hægt að segja annað en að ég hafi fjárfest í þessu. Það furðulega er og skemmtilegt að þegar Þorvaldur var að setja 25aurana í flöskuna fyrir mig dúkkaði upp íslenskur 25aur!! Hann var sleginn 1940, en furðulegt. Það var s.s skundað af stað með þvílíkum látum. Um 200 manns. Forsvarsmenn okkar görguðu "what do we want?" og við (hinn tryllti og heilaþvegni lýður) æptum á móti "danish", þau fóru "when do we want it" og við "NOOOOWW" Þetta var gaman :)



Allir gera sig tilbúna í höfuðstöðvum K.I.S.S á Nørrebrogade.




Hér er hersingin komin á Ráðhústorgið, þar sem forsvarsmennirnir, Nicky sem er í brúna pilsinu og Oliver sem stendur við hliðina á henni og þeirra þjónar sem halda á lúðrinum, héldu ræðu um afhverju það væru 200 útlendingar að mótmæla á Ráðhústorginu. Kaldhæðnin er þessi að það eru aðalfréttirnar í Köben núna að vantar fólk til atvinnu, sérlega menntað fólk. Tungumálaskólinn KISS hefur orð á sér fyrir að vera besti skólinn í Köben og jafnframt útskrifa fljótast dönskumælandi útlendinga. Þá finnst manni hálf skrítið að það sé verið að loka skóla sem gerir útlendu atvinnuafli mögulegt að komast á atvinnumarkaðinn. Þið getið lesið um þetta allt hér http://www.kisscontinue.dk/ og á http://www.wewantakiss.wetpaint.com/ . Allavega þá kom uppúr krafsinu að við fengum fund með borgarstjóranum í dag, þar sem forsvarsmennirnir fara og reyna að fá KISS opnað aftur eða önnur ásættanleg úrræði.
Að allt öðru:


Ég var búin að nefna að Sindri hefði tekið uppá því að taka eldhússtólana með sér um íbúðina til að komast þangað sem hann langar. Ég segi nú bara húrra fyrir því að hann bjargi sér bara. Segi kannski minna húrr yfir því að hann sé alltaf að þessu. Í þetta skiptið klifraði hann uppí til Sunnevu þegar hún var ekki heima en náði ekki lengra en þetta.


Og hér er eitthvað ótrúlega spennandi. Hann hlýtur síðan að fá sigg á hausinn þar sem hann dettur töluvert oft af stólnum og niður...maður gæti kannski furðað sig á því afhverju hann þýtur uppá stólinn strax aftur, með tárin í augunum ennþá..vonandi er hann ekki með gullfiskaminni.


Meira af súkkulaði barninu. Bústýran bakaði jólaköku. Það var þá jólakaka og ís í eftir mat. Hvað er eðlilegra en að aðalmanneskjan sitji útötuð í súkkulaði og alsber uppá eldhúsborði að skenkja sér sjálf köku, við hin, undirlægjur hans, sátum á okkar stólum og leyfðum skrípinu að hafa sinn gang.
Það gerist svo stundum að það er hamagangur og læti í herbergi systkinanna. Þau fara að grenja og garga svona 1000 sinnum á dag. Það er ákveðinn partur af okkar heyrn sem ekki virkar lengur, það er parturinn sem heyrir svoleiðis garg. Það er ekki nema þegar við erum þreytt eða pirruð að við tökum einusinni eftir því að þau eru að góla eitthvað. En svo kemur að því að grenjið er fyrir alvöru og þá kviknar á einhverju inní manni og maður stekkur upp. Það var þannig um daginn, hvort það var ekki bara á sunnudagskvöldið. Þau voru búin að vera með geggjuð læti, ótrúlega æst eftir daginn. Og búin að góla og grenja mikið, klaga og fleira skemmtilegt. Þar til við heyrum dynk mikinn og svo Gvenda garga. Þegar við komum í herbergið lá hann á gólfinu með sár á bakinu og blóð í munninum...ég fékk nokkur auka hjartslög. Við skoðun kom í ljós að hann hafði dottið úr rúminu í gluggakistuna og þaðan á gólfið..eða eitthvað svoleiðis. Hann fékk sár í munninn og rispu á bakið. Það skemmtilega var að þegar ég var að skoða uppí hann tók ég eftir því að lausa tönnin var horfin. Sunneva þaut í herbergið og fann tönnina. Þannig að sársaukinn hvarf eins og dögg fyrir sólu og hann fór beint uppí að sofa til að setja tönnina undir og fá pening fyrir. Eins gott að tannálfurinn gleymdi því ekki...