Yfirpabbi á afmæli í dag. Hann hlítur að kallast Yfirpabbi þar sem hann er bæði Pabbi og svo tengdapabbi svo er hann líka stór. Pabbi og Bryndís eru þar af leiðandi bæði vog. Ég held samt að það séu ekki sömu vogareinkenni sem einkenna þau bæði, þó það sé mjög stutt á milli...já eða þá sem einkenna Sunnevu, hún er líka vog. Ég held svei mér þá að hér gæti ekki verið meira ólíkt fólk á ferð.
Hér er held ég fermingarmynd frekar en af einhverju öðru tilefni, af Pabba.
Og hér eru systkinin, Pabbi til hægri og svo Ólöf þarna aðeins á bakvið, þá Rannveig og Ágúst. Tóti frændi er svo þarna á bakvið að grettasig að mér sýnist :)
Og hér eru systkinin, Pabbi til hægri og svo Ólöf þarna aðeins á bakvið, þá Rannveig og Ágúst. Tóti frændi er svo þarna á bakvið að grettasig að mér sýnist :)
Ásta frænka kom í heimsókn til mín í gær og kjöftuðum við mikið. Ég sýndi henni þessa mynd og okkur vantar núna að vita hvaða ár þetta var tekið...ég hélt því fram að við hefðum ekki verið fæddar en Ásta hélt að hún hefði trúlega verið fædd..af hárgreiðslunni á mömmu hennar að dæma, sá sem veit endilega segja.
Fögur systkini verður maður að segja og verð ég enn heimþrárri við það að skoða þessar myndir.
Ef einhverjir úr annari hvorri ættinni eiga myndir frá í gamladaga og hafa ekkert að gera frekar en fyrri daginn þá væru myndir vel þegnar. Tölvupósturinn er enn sá sami nitta@paradis.dk
Heyrumst rúsínurnar mínar.
No comments:
Post a Comment