28 Dec 2007

Hátíðarnar

Ég er ekki minni manneskja en aðrir bloggarar í bloggheimum og óska því öllum sem ég þekki og líka þeim sem fyrir tilviljun eða forvitni eina eru að lesa sögur mínar, gleðilegra jóla (sem tæknilega eru liðin) og enn betra komandi árs.

Hér er einn til að pæla í:

Nú fljúga töluvert margir fulgar yfir höfðum manna á hverjum degi. Endur, krummar og hvað þetta allt heitir. Fiðurféð hefur skammast sín ekkert þó það láti flakka bara þar sem það flýgur eða stendur. Afhverju hafa ekki fleiri manneskjur sögur að segja um það þegar fugl kúkaði á axlirnar á þeim?

Að allt öðru. Seinni hluti tarnar er að byrja á morgun, eða byrjaði í dag. Þá meina ég í vinnunni. Í gær var ég í fríi og eyddi fríinu á búðarölti með systur minni sem er í heimsókn. Ég þori ekkert að segja það við hana en hún hefur fitnaði eitthvað blessunin. Ég veit ekki hvort ég þori að segja eitthvað við hana útaf þessu, kannski ýja ég að því að hún þurfi nú mögulega að fara í ræktina... Fyrst þau eru í heimsókn þá er spilað á hverju kvöldi. Það er æðislegt. Þið hefðuð átt að sjá mig leika köngulóarmanninn í gær. Ég spýtti köngulóarvef útúr hendinni eins og ég hefði aldrei gert annað og prílaði svo upp, ímyndaðan náttúrulega, vegg. Þeim fannst það svo vel gert að þau gátu ekki varist því að tárast bara (að vísu úr hlátri en hver þarf að vita það). Þeir svilar fóru í bíó áðan og við ætlum að horfa á sjónvarpið. Það hefur heyrst úr næstu blokk að ef maður sofnar fyrir framan sjónvarpið og vaknar svo aftur eftir miðnætti án þess að slökkva á sjónvarpinu að þá finni maður klámstöðvar. Okkur hefur aldrei tekist þetta, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ég hef alltaf vaknað í rúminu mínu daginn eftir og Bóndinn í sófanum. Ekki veit ég hinsvegar afhverju það er alltaf ég sem vakna í rúminu en hann í sófanum, kannski hefur hann einhverja aðra sögu að segja um þetta en ég.
Allir eru hressir og í jólafríi. Það finnst þeim ekkert verra. Nú er svo komið að margir leikir fara fram á dönsku. Það er voða skemmtilegt að hlusta á þau tala svona.

Aftur gleðileg jól og alsælt nýtt fár. Og fyrst ég er byrjuð þá finnst mér ekki úr vegi að biðja alla að njóta sín (ekki þannig) út í ystu æsar og anda inn og út og svona... umfram allt að gera eitthvað skemmtilegt. Ekki gera eitthvað leiðinlegt, það er svo ... leiðinlegt.

Eitt nýtt orðatiltæki á dönsku: Heldig kartofel, lesist= hellig kartoffel og þýðir =heppin kartafla.

3 comments:

Anonymous said...

Hafið það bara gott, alle sammen!
Sömuleiðis, alsælt nýtt fár!!!!!
ástarkveðja, mor

Anonymous said...

Gleðilegt ár og farsælt komandi ár.

Kveðja frá Bella Center.

Anonymous said...

Oooo kæra systir það er gott að fitna dulítið, best að búa sig vel undir komandi fitubruna sem er að að hafa barn á brjósti :D Mikið er nú gaman að bíða á flugvelli með barn sem er að hressast heldur mikið eftir slappleika síðasta sólarhrings... Það var nú sérlega gott að skemmtileg þau spil sem við tókum og minnist ég minna hæfileika í fimleikum þrátt fyrir vaxandi ummál... Gleðilegt nýtt ár sömuleiðis góða fjölskylda!!