Ég verð að hryggja dugmikla lesendur mína með því að ég kemst ekki í að skrifa hér skemmtiefni. Það er svo mikið að gera að ég hef ekki farið í sturtu í viku, ekki greitt á mér hárið í tvær vikur, þeir sem hafa séð á mér hárið vita þá að það er orðið eins og fuglahreiður, gott ef ég vaknaði ekki við tíst í fyrrinótt... Það snjóaði hér áðan...merkilegt nokk. Það er ískalt og fegin var ég að hafa farði í pollabuxurnar í morgun þó það væri sólskin, því hnakkinn á hjólinu hafði fennt í kaf.
Ég hef skriftir aftur þegar um hægist, ég bíst við að það verði í byrjun desember...allir að bíða spenntir eftir því og kíkja og kommenta, senda emil eða eitthvað...hringja, senda venjulegt bréf..
Yfir og út í bili.
11 Nov 2007
Kæru aðdáendur
Posted by Bústýran at 7:38 pm
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
7 comments:
Hæ frænka þetta er föðursystir þín eldri. Vil bara segja að það er frábært að lesa bloggið þitt. Haltu endilega áfram að láta draumana rætast. Hef lesið hér á síðum þínum að þú kannt þá list. Rannveig
gangi ter vel.....
Ég hélt að það væri nóg að þurfa að bíða spennt eftir jólunum, hvað þá að þurfa að bíða spennt eftir bloggi líka! Einum og mikið álag!!!!!
ástarkveðja til allra þinna
mor
sammála eldri föðursystur og ömmunni ;) og jú sæju líka ;) ég á gamla saumavél, saumavél, saumavél... ég á gamla saumavél, hún sauma ansi veeeeeeel... var það ekki einhvern veginn svona???
jú hún saumaði sannarlega vel, sérstaklega við undirspilið góða...við þurfum að semja fleiri lög kæra systir...
Knús og kossar frá Ástu frænku
Post a Comment