Hlíf og Sindri. Við stoppuðum við stórt hús í miðjum skóginum. Þar var hellingur af fólki enda síðastu dagar haustfrísins. Fólkið var flest allt að fljúga flugdrekum, það var skemmtileg sjón. Númm, við átum graskerssúpu sem Claus maðurinn hennar Hlífar eldaði heima hjá þeim og hitaði svo upp í skóginum. Ógisslega góð og ógisslega gaman.
Claus og Sindri að leika sér :) Það var merkilegt, því Sindri er frekar mikil mannafæla að hann fleygði sér bara í fangið á Hlíf og fannst ekkert að því að leika sér við Claus, ótrúlegt, það skiptir greinilega máli hver er...
Falleg leið. Þarna hjóla þau á undan mér, Hlíf, vinkona hennar og Claus.
Svo vorum við náttúrulega ein heima við Sindri...var ég búin að nefna það? Þessi mynd ber það með sér, hann á koppinum í sturtunni með nærbol á hausnum...
Nú eru allir í Danmörku í óða önn að skera út grasker fyrir Halloween, eða bara sér til gamans og skemmtunar. Hallóvín er 31.október. Það eru útskorin grasker allstaðar. Svo fyrst ég bý hér get ég ekki sleppt því að skera líka. Er það ekki fallegt?
Annars er allt í blíðunni bara. Ég er núna búin að vinna í fjóra daga og líst bara vel á. Er að hjálpa þeim við að útbúa nýju búðina þeirra sem ég verð síðan að vinna í. Ég komst að því mér til mikillar ánægju að búðin er bara í næsta nágrenni, bara 1 mínútu frá leikskólanum þeirra Sunnu og Sindra. Ég kem með betri lýsingu á því öllu síðar... eins og ég sagði áðan þá er mikið að gera og svo er Yfirpabbi kominn.
Heilsur á meðan
No comments:
Post a Comment