Félagsbúsmeðlimir hafa nú komið sér þokkalega fyrir uppí rjáfri á Englandsvej 38D á Amager í Kaupmannahöfn. Þetta er geisilega fín íbúð að mér finnst. Ég á alveg eftir að taka myndir, enda er ekki allt komið á sinn stað ennþá, það er í vinnslu. Það var allt gróflega komið upp þegar Bóndinn mætti heim úr útlegðinni í Fljótshlíðinni. Hann og Sunneva komu á miðvikudagskvöldi heim og það fyrsta sem hún sagði við mig var "varstu að kaupa þetta?" því Sindri sat í einhverri kerrudruslu sem ég hafði keypt meðan ég var Christianiu hjóls laus og hjálparhellnalaus (Bóndi og börn). Henni var skítsama þó ástkær móðir hennar, sem ekki hafði séð hana í heilan mánuð og ekki heyrt í henni að kalla í tvær vikur (vegna alls síma leysisins), stæði á flugvellinum væmin á svip og búin að heilaþvo Örverpið með þessum söng:
K:Hver er að koma?
S:Amma..
K: Nei..KVVHER er að koma? (hvísla: Pabbi og..)
S: Pabbi- Sunnemma
K: og hver kemur svo?
S: Amma
K: ...urr..hver er að koma í kvöld?
S: Aaaaaví Gummí ó Gúmmiiii
Henni var sama og hún er alveg eins og hún var, sem betur fer, kannski aðeins stærri en annars alveg jafn mikil skellibjalla.
Svo komu nafnarnir. Ég mistók eitthvað hvenær flugið átti að lenda og var alveg þremur stoppistöðvum frá flugvellinum þegar Pabbi hringdi. Jedúdda. Þannig þeir máttu bíða eftir mér en ekki ég eftir þeim. Og við þutum heim í rjáfur, skondruðumst upp stigana. Pabbi taldi og þetta eru í mesta lagi 12 uppgangar, með held ég 9 tröppum í. 12 neðan úr kjallara (13 ef maður telur niðurganginn þar með (náttúrulega tröppuniðurganginn)). Og þeim leist bara vel á þetta. Hver verður ekki hressari af því að svífa upp nokkrar tröppur?
Ég er semsagt komin í netsamband, það gerðist í gær. Segi söguna af því síðar. Nú þarf ég hinsvegar að fara í sturtu, það er fáránlegt hvað það er langt síðan ég fór, sérlega miðað við að maður getur nú svitnað við að hlaupa upp stigann. Segi síðan líka gólfpússningarsöguna síðar og tek myndir og svona..
Þegar maður er búinn að vera netlaus í svona tíma þá hafa safnast upp hlutir sem þarf að gera í gegnum tölvuna, þar sem hún er jú minn annar heili og minniskubbur.
Fengu allir póstinn frá mér með nýja emailinu mínu ? Það er nitta@youmail.dk.
Og við erum enn sem komið er bara með gsm síma. Skype kristin.gud ef einhver þarf að hringja frítt yfir.
12 Aug 2008
Uppí rjáfri
Posted by Bústýran at 3:05 pm
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Hlakka æði til að sjá myndir af slottinu ;)
Halló.
Hefurðu fengið póst frá mér ?
Það virðist ekki ganga að senda á nýja malið !! ??
Post a Comment