17 Aug 2008

Helgi


Hér er allt á suðupunkti. Eða þannig. Það er alveg að fara að gerast veturinn og allt hið dásamlega (ég tel ekki upp hið ódásamlega) sem fylgir vetrinum. Til dæmis er það sem mér finnst skemmtilegt þegar hausta tekur er að það fara að vera ávextir útum allar götur borgar og enn meira í skóginum. Epli, perur, plómur grjótharðar og fleira náttúrulegt góðgæti. Og það má segja að svona "heimaræktuð" epli séu farin að sjást aðeins í stórmörkuðunum. Þau eru mikið minni heldur en þau sem fást venjulega. Ég keypti einn poka af svoleiðis á föstudaginn. Svo var ég eitthvað að skera þau á laugardaginn og þau voru alveg hvít að innan og alveg frábærlega falleg, svo ég tók myndir af þeim, þarna uppi er ein.
Og hér er önnur. Og svo kom Sindri og rændi mig myndefninu:
En það er langt frá því að vera komið haust hér sko. Til að mynda fórum við börnin á ströndina í gær. Nú þegar við erum flutt tekur það nú bara 5 mín að hjóla þangað. Það er geðveikt. Við hrúguðumst í Christianiu hjólið og þutum af stað. Höfðum að vísu tilkynnt komu okkar á ströndina í höfuðstöðvar AB (Aldísar og Brynjars) þannig að Aldís og Hrafn komu líka. Börnin léku sér í sandinum, mokuðu skurði og veiddu að mig minnir að hafi verið komið uppí 24 síli (eða voru þetta bara litlir sjóánamaðkar..oj). Við með brjóstin neituðum harðlega að þeir hálf fermdu kæmu heim með sílin og geymdu þau þar. OJ. Þegar við svo vorum orðin steikt, eða við Aldís vorum steiktar því við sátum í skjóli með fésið í sólina en börnin voru í ísköldum sjónum með vindinn í bakið, brunuðum við heim. Þar voru þeir félagar í BB (Bóndinn og Brynjar) en þeir voru að glápa á handbolta. Við heyrðum að fleiri í húsinu voru að horfa á þegar við renndum í hlað. Það heyrðust svona..Ujjj, noooojjj, voooooóó..af og til innan úr íbúðunum, allir með opið út náttúrulega í þessum hita. Aldís þrumaði uppí rjáfur til að ná afgangnum og ég fylgdi Sindra upp. Svo um kvöldið átum við mat að hætti Bóndans sem er ávalt góður og því við eigum svona heppileg börn þá gátum við spilað kana frameftir kvöldi og það var eins og við hefðum gefið þeim einhver lyf..þau þó að klukkan væri hálf ellefu eða eitthvað tóku til í herberginu..óbeðin. Ótrúlegt.
Í dag erum við svo löt að ég hef ekki farið út fyrir íbúðina, nema útá svalir. Það er e-h að mér á morgnana og ég er komin upp klukkan hálfsjö. Var síðan svo mikið í tölvunni að ég þurfti að leggja mig og svaf í tvo tíma. Þá fór Sindri ekkert í föt..var á bleiunni í allan dag..hvernig fólk erum við eiginlega???

Svo dregur til tíðinda. Hér í Danó fer allt hægt af stað og er allt saman mjög vel undirbúið einhvernveginn. Í síðustu viku hringdu tónlistakennararnir og tilkynntu hvaða tíma ég hafði fengið. Nú lítur út fyrir að mánudagar séu hinir stóru tóndagar. Svo byrjar 1.x á morgun stundvíslega kl. 8. Það er búið að taka til í og þvo skólatöskuna viðeigandi. Þá byrjar 0.y á þriðjudaginn og ekki er minni spenna þar á bæ, Sunneva fékk frábæra Brats skólatösku. Sama dag byrjar hún í ballett. Og Gvendi hefur hætt við að ætla að verða breikari, nú ætlar hann að fara í fótbolta eins og hefur oftast verið talað um að gera, hann hefur bara fengið svona skammhlaup..ekki veit ég hvaðan það kemur.

Vonandi næ ég síðan líka að láta þau læra að synda í vetur. Sjáum til hvernig það fer.
Svo er eitt spennó hjá Bónda sem ekki er hægt að útvarpa á netinu, eða ætti ég að segja netvarpa, strax. Ég er allavega rífandi spennt yfir því.

Á föstudaginn fer ég svo uppí skóla á eitthvað námskeið sem tengist vinnunni sem ég fékk í skólanum, veit ekkert hvað á að fara fram á því. Og svo byrjar skólinn daginn eftir. Og tónó byrjar 1.sept.
Eretta ekki spennandi?? Það finnst mér.

Nokkrar myndir úr strandferð

1 comment:

Anonymous said...

Þetta er allt mjög spennandi, eins og oftast hjá ykkur í félagsbúinu. Vorum að koma heim úr viku reisu á Skrepp. Afi 85 ára í dag!
ástarkveðja,
mor