23 Aug 2008

Handbolti en ekki hvað

Hér á heimili er Bóndinn bara frá af tilhlökkun eftir úrslita leiknum í handboltanum. Það lýsir sér þannig að hann segir ekki orð allan daginn og ráfar meira um en venjulega. Hehe, en hér verður risið úr rekkju til að glápa á boltann að sjálfsögðu.

Annars fór ég á lífið í gær. Það er ekki í fyrsta skipti sem ég fæ staðgengil til að gegna starfi Bóndans þegar ég fer út að skemmta mér. Í þetta skiptið ákvað ég að ráða Brynjar sem er hér í heimsókn. Auðvitað nota ég hann fyrst hann er hér hvort sem er. Við fórum til Aldísar og Brynjars til að byrja með. Þá fórum við á pöbbarölt (alltaf svo glatað orð eitthvað) og við komum heim undir morgun. Þegar við vorum á leiðinni heim byrjaði að rigna, það var um kl 6 eða svo í morgun og það hefur bara ekki stytt upp síðan. Við vorum gegndrepa gersamlega..þvílíkt og annað eins. Og þvotturinn varð svo blautur að þvottagrindin var alveg að sligast.

Það var meira að segja það mikil demba að krakkarnir voru ekki send út að leika sér. Það endaði nú samt með því að ég fór með þau út eftir kvöldmat, gallaði alla í gúmmí og við fleygðumst út. Það var hressandi fyrir minn þunna kropp og fyrir þau því þau voru að spila út. Sérstaklega Hitt fíbblið. Það var bara ekkert lát á bröndurunum sem hún reytti af sér, þess á milli tók hún duglega í strákana sem máttu eiga fótum sínum fjör að launa..Sindri amk, en Gummi náttúrulega tók í hana á móti bara. Þau voru eldrauð og sveitt og alveg geggjuð. Þannig það var eiginlega ekki annað í myndinni en að þau færu út. Ég lét þau meira að segja hlaupa hringinn í garðinu..hehe.

Þegar við komum inn fengum við nammi í skál og popp og spiluðum Lúdó. Það var ágætt. Ég man alltaf eftir slönguspilinu sem var aftaná Lúdóinu mínu síðan ég var krakki. Það var skemmtilegt spil.

Þannig fór þessi laugardagur bara í akkúrat ekki neitt að viti. Það er ágætt svona einstaka sinnum.

5 comments:

Anonymous said...

Á þessu heimili verður líka risið úr rekkju til að horfa á boltann !Svo mikið er víst :) og að venju verðum við örugglega í bandi ég og Bóndi og Jói ! Mikil spenna í gangi,hefði kannski átt að hlaupa hringinn í garðinum líkt og börnin,því hér rignir líka í dag :)!!
Ástarkveðja.
mAmma

Anonymous said...

Það er nákvæmlega svona sem laugardagar eiga að vera - gera bara nákvæmlega það sem maður vill og nennir - það finnst mér allavega...
Kveðjur úr Hálöndunum

Anonymous said...

"við" erum silfurmethafar!!! Geri Danir betur!!!! Húrra húrra húrra! Svo var jú slönguspilið spilað í útilegunni, fékk einhvers staðar lítið slönguspil í sætu málmboxi, sælla minninga, og móðursystirin var duglega að spila við frændsystkinin sín.
ástarkveðja,
mor.

Aldís said...

Ég linka mig alltaf af þinni síðu og yfir á veðursíðuna góðu. Ég sé ekki betur en að það sé strandveður ALLA helgina. Hvernig lýst þér á að hanga þar?
Ég nenni allavega ekki aftur útá lífið í bráð. Ég var alveg uuuuppgefin eftir þetta.

Bústýran said...

Það er rétt..það er STRAND VEÐUR, ég er sko til í að hanga þar eða hvarsem er í sólbaði..kannski er þetta síðasti sólbaðsdagurinn þar til næsta sumar..ómig auma, ég verða að eiga vetursetu þar sem er sól og sumarsetu þar sem er líka sól...