27 Aug 2008

Afmæli mÖmmu Lóu er í dag

Já, mér áskotnaðist sá heiður að eiga nöfnu í Gröf sem er tilbúin til að spreða tíma sínum í mig..myndi segja "spreða tíma sínum í mig..hina aumu sál" (sagt með væluvorkennistón) en þar sem ég veit að ég er ekkert aum þá verð ég náttúrulega að segja að hún sé til í að spreða tíma sínum í svo verðugt verkefni eins og að þjóna mér (hinni dásamlegu) með myndir af mÖmmu Lóu. Þær pósta ég að sjálfsögðu í tilefni af því að mAmma Lóa fagnar jú afmælisdegi í dag. Það eru að sjálfsögðu ekki bara við hér í Köbbben sem fögnum þessum áfanga heldur hefur svoleiðis fólk safnast saman í miðju Reykjavíkur til að fagna afmælinu hennar mÖmmu Lóu. Meira að segja Páll Óskar söng kærleiks söng og það komu rútur með veifandi mönnum og æstur múgurinn féll næstum í yfirlið.. Á myndinni að ofan eru mAmma Lóa og Guðmundur Bróðir á jólunum að ég vænti á Auðunnarstöðum.
Þarna eru þau systkin á gamla Blakk, það sést að vísu ekkert mikið í mÖmmu og mér verður spurn hvað séu eiginlega mörg ár á milli hennar og Guðmundar Bróður?
Ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að mAmma Lóa hafi líka verið unglingur í eina tíð. Mér finnst frábært hvað Þorvaldur er stundum líkur henni. Stundum er það alveg lygilegt.
Sjáiði hvað kjóllinn sem hún er í er flottur og þetta er tekið í Júlí 1964. Ég veit líka alveg hvernig Sindri verður þegar hann verður eldri, þá í framan.

Og þarna er Dúkka með. Þessi dúkka er ennþá til og hafa mín börn leikið sér að henni í mörgum af þeim dásamlegu ferðum sem við höfum farið og þau ein með mÖmmu Lóu útá Auðunnarstaði.

Við óskum þér, mAmma Lóa svo mikið til hamingju með daginn. Söknum þín alveg ótrúlega mikið, það er alveg annanhvern dag sem Sindri segir , Ha amma??? og þá segi ég "á Íslandi" og þá segir hann...neeeee, amma kooooma.

Afæmlis og lukkukveðjur héðan.

7 comments:

Anonymous said...

Svo ég steli mér nú plássi hér á þessari síðu og sendi líka kveðju. Elsku aMamma Lóa, innilega til hamingju með daginn. Megirðu hafa þá flesta og endalaust marga, ánægjulega.
kveðja
amma ragna

Anonymous said...

Sömuleiðis kveðjur héðan til mÖmmu Lóu. Held að Ásdísi hafi fundist dulítið svindl hér í júlí þegar Sunneva fékk að fara til ömmu Lóu en hún ekki. Henni var tíðrætt um ömmu Lóu í nokkra daga, þrátt fyrir að hafa ekki hitt hana. Sindri mun líklega verða líkur föðurfjölskyldunni, það er nokkuð víst!

aldisojoh said...

Til hamingju með daginn mAmma Lóa...

Anonymous said...

Ástarþakkir elsku Kristín mín og þið öll litla (stóra) :) fjölskyldan mín þarna úti. Þetta var yndislega óvænt og skemmtilegt.Gaman að sjá þessar myndir jesús minn hvað þær eru nú fyndnar sumar.Kærar þakkir þið hinar fyrir kveðjurnar.

Anonymous said...

Gleymdi að segja að Guðm.bróðir er fjórum árum eldri,en mörgum cm.hærri eins og sést á lappalengdinni!!! ótrúlega fyndið :)
Sakna ykkar mikið líka.
Kossar og knús.
Ástarkveðja.
mAmma .

Anonymous said...

Til hamingju með daginn þinn í gær Lóa - myndirnar eru skemmtilegar því er ekki að neita en mér finnst þú nú vera eins í dag og á unglingamyndinni!!!

Anonymous said...

Takk kærlega Ása mín.
Kveðja til allra þinna.